Thursday, May 11, 2006

Stóri bænadagurinn

Á morgun er víst almennur frídagur í Danmörku, hinn svokallaði "store bededag" sem var komið á á sínum tíma í stað margra hálf-frídaga sem voru dreifðir yfir árið. Kóngurinn tók einfaldlega litlu hálf-frídagana saman í einn alvörufrídag og niðurstaðan er furðulegur frídagur sem þýðir í sjálfu sér ekkert, en er haldið við hefðarinnar vegna.

Þetta þýðir að sjálfsögðu fimmtudagsdjamm með Daða, Svenna, Óla og fleiri góðum einstaklingum. Gott mál í alla staði (ef vinnan og álagið þar er undanskilið, en fokkit).

Berlínar-túr 1.-4. júní er kominn á planið, greitt, staðfest og frágengið á öllum vígstöðvum. Tilhlökkun af fleiri en einni ástæðu það.

En, Streckers here I come!

No comments: