Líkaminn er ekki sá hressasti eftir námskeið/fyrirlestur frá kl hálf níu til sex í dag. Spilaði inn í úrslitaleikur (bjórdrykkja) Meistaradeildarinnar í gær, uppsafnað svefnleysi vikunnar og almennt hvað mér finnst leiðinlegt að sitja í heilan dag og hlusta. Fyrirlesarinn var samt mjög góður - kallinn hressi lét okkur gera allskyns æfingar og var góður að halda okkur við efnið með alls kyns verkefnum og innbyrðis keppnum milli borða. Líkaminn var þó feginn að sleppa eftir þessa löngu törn. Ég lærði helling, þetta hafðist, en ég er þreyttur.
Örvar staðfestir væntanlega frábærar fréttir innan mjög skamms tíma. Hótel Geir opnar dyrnar sínar á ný eftir langt vorhlé - vonandi!
Annars virðist straumur fallega fólksins til Köben vera hafinn á ný (hófst vitaskuld á .is um daginn). Ingigerður yfirfrænka og vinkona koma á laugardaginn og ég ætla að gera mitt besta til að skemmta þeim þegar þær eru ekki að tæma Strikið (bæði verslanir þess af fötum og bari þess af bjór). Sólskin er vinsamlegast beðið um að staðfesta sig sem fyrst! Núverandi veðurspá má gjarnan breytast sem fyrst!
Reyndar er alveg með eindæmum hvað dönskum veðurfræðingum gengur illa að spá fyrir um veðrið nokkra daga fram í tímann (þótt það hafi að vísu engin áhrif á sjálfstraust þeirra í langtímaspám!). Á mánudaginn átti að vera smá væta á föstudag og laugardag. Í gær átti vætan að vera meiri og ná yfir stóran hluta föstudags og laugardags. Í dag er öll helgin orðin rennandi blaut! Ég vona að spáin geti jafnauðveldlega gengið til baka og hún gekk til verri vegar!
Ljósi punkturinn er sá að Danir kalla það oft "rigningu" sem Íslendingar mundu kalla smá skýfall. Sjá til dæmis "Nedbør" kortið hérna (það næsta sem hægt er að komast íslenskum hæðar- og lægðarkortunum góðu). Eina rigningin sem ég sé er smá lægð sem þýtur yfir Danmörku og er komin og farin á örfáum klukkutímum um miðja nótt.
Jæja nóg um veðrið!
Ég hvet einhvern velviljaðan til að aðstoða Árna (og einhverja Hildi) á Moggablogginu mínu við að sannfæra mig um ágæti Samfylkingar og ESB (og meinta yfirburði þessara fyrirbæra í augum manns sem hefur allt að því líkamlegt ofnæmi fyrir ríkisafskiptum og hinu opinbera almennt).
Mér finnst MSN nafn ónefnds félaga míns núna mjög fyndið:
"Til hamingju, Ágúst Ólafur"
Af ástæðum sem verða ekki útlistaðar hér er ég frekar fúll yfir að vera ekki í aðstöðu til að stunda þungaflutninga og (fjárhagslega) ólaunaða iðnaðarmannavinnu eftir nokkra daga.
Perkasjoppugaurinn minn er mikill snillingur sem hlustar á óskir viðskiptavina sinna og reynir að framfylgja þeim eins og texta í heilagri ritningu.
Ég þakka (mjög) fallegri manneskju fyrir góða ábendingu.
Núna eru liðnir meira en sex mánuðir og kvarðinn núllstilltur á ný. Svei.
Orð dagsins um daginn, "haugur", er vonandi að missa stöðu sína. Ég bíð spenntur eftir staðfestingu á því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Til hamingju með núllstillinguna, hehe!
Hver er að flytja?
My great friend, Örvar (á Íslandi)
Post a Comment