Monday, September 24, 2007

Síðsumarið kom loksins til Köben

Nokkrir molar frá viðburðum og viðburðaleysi seinustu daga (eða síðan þriðjudegi sleppti í seinustu viku):

Miðvikudagur
Langur vinnudagur með dagslöngum fundi með viðskiptavinum sem endaði á út-að-borða (og smá að drekka) á Brewpub. Þeir sem hafa eitthvað á móti Exxon-olíufyrirtækinu vita ekki hvað þeir eru að tala um! Þeir slá a.m.k. öllu við sem er franskt að öllu leyti!

Fimmtudagur
Þreyttur en hress í vinnunni. Snæðingur með Nýhafnarhjúum um kvöldið og nokkrir alveg mjög svo ágætir bjórar um kvöldið í félagsskap Daða. Svo sannarlega vona ég að fimmtudagshittingar verði margir í vetur!

Föstudagur
Mætti hress til vinnu og náði að vinna mér inn verðskuldað helgarfrí. Það frí hófst með út-að-drekka með nokkrum vinnufélögum og klikka slíkir hittingar aldrei. Staulaðist heim um 4-leytið.

Laugardagur
Vaknaði í seinna lagi eða kl 19:30 um kvöldið. Við tók hangs í náttbuxunum þar til ég fékk ekki leyfi til annars en fara út (kl 1:30) og drekka smá áfengi með Daða, frú og Siggu sætu. Einhver óskilgreindur hressleiki olli því að ég tók Daða með mér heim til hýsingar en hann var þó á brott þegar ég vaknaði (um þrjú-leytið). Mi casa su casa, Daði!

Sunnudagur
Þynnka og aðrar leifar helgarinnar skolað úr skrokknum með ótæpilegu magni kóka kóla og appelsínusafa. Vitaskuld ekki hægt að fara snemma að sofa en óstöðvandi gláp og þambið mikla var ágæt leið til að tryggja mér nokkuð góða upprisu á mánudagsmorgni.

Mánudagur
Langur vinnudagur og hreinlega hellings afköst þótt síðdegisheilaþurrðin hafi ekki ráðið við mestu einbeitingarverkefnin sem bíða til morguns með fyrsta kaffibollanum. Smá skutl upp í Nörrebro og svo heim og ekki annað hægt að segja en ráðgjafarþjónusta mín gangi alveg hreint ágætlega.

Vikuplanið er stutt og laggott: Þrífa Holuna þannig að hún verði gestum fær, þvo einhverjar flíkur, vinna eins og skepna og vera vel upplagður þegar móðir mín og miklir snillingar heimsækja Köben á föstudaginn, með mislangri viðveru þó.

Glæst sigurganga mín í NFL Fantasy heldur áfram sem aldrei fyrr, en þó eru ekki öll kurl komin til grafar enn í þriðju umferð.

Veðrið er með ágætum í Köben núna og síðsumarið lét þá sjá sig eftir allt saman. Ekki alveg það hlýjasta í manna minnum, en hvað er annars að marka svoleiðis?

Eitthvað fleira? Nei, ekki í bili.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ !
Farðu nú með henni mömmu að versla föt fyrir mig