Wednesday, July 20, 2005

Molar

Mikið er ég ánægður með Egil Helgason að þora að segja styggðaryrði um Bandaríkjahatandi vinstriklíkuna á Íslandi og í Evrópu og efast um að öll heimsins vandræði með hryðjuverkamenn séu lýðræðislega kjörnum stjórnmálamönnum í enskumælandi löndum að kenna. Svona lagað má alls ekki segja í Danmörku án þess að uppskera flóðbylgju blaðagreina og lesendabréfa frá reiðum antí-Bandaríkjamönnum.

Nú jæja lesendur Fréttablaðisins í dag (pdf) hafa væntanlega rekist á andlitið á mér á forsíðunni og einhver skrif á síðu 16. Hver veit nema framhald verði á?

Loksins náði ég að setja upp hillur og taka til í herberginu mínu í gær eftir flutninga um mánaðarmótin síðustu. Kannski kofafyllerí verði vænlegur kostur fljótlega.

2 comments:

Anonymous said...

Sá einmitt smettið á þér í dag. Var búinn að gleyma hvað þú ert myndarlegur. Til hamingju með þetta, það kemst ekki hver sem er á forsíðu fyrir greinarskrif. Hvenær drullastu til að koma í heimsókn til Íslands fagra helvítið þitt? Örvar

Geir said...

Ísland er allt í vinnslu rauði folinn minn.