Sum orð í dönskunni geta alveg sest föst í hausnum á manni. Orðið "lige" er t.d. í munni Dana í öðru hverju orði. Maður er "lige på vej", "skal lige har den her", "tisser lige", "lige ved hjørnet og så lige ud", "henter lige en til", "gør det lige" og svona má áfram telja. Þetta er orð margra merkinga.
Annað gott orð er að "overskue noget" og nýtist við fjölda tækifæra þegar eitthvað er þannig að það sér ekki alveg fyrir endann á því eða er ekki alveg yfirstíganlegt við fyrstu athugun.
Blótsyrðin koma af sjálfu sér og ég ætla láta þau eiga sig.
Eitthvað fannst mér listinn vera miklu lengri en nú man ég ekkert. Slangrið kemur samt og skiptir jafnvel út íslenskum orðum. Heilaþvotturinn er hafinn í landi Bauna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
En þetta (lige) er svona bara aukaorð sem maður getur alveg sleppt, en maður gerir það samt ekki. Svipað kannski eins og hvað íslendingar nota mikið sko.
Ég meina sko, það er ekkert að því sko. En samt sko þá getur það orðið soldið þreytandi sko.
Stundum er þetta rosalega nothæft orð því það er svo fjölbreytt.
Ég ætla aðeins að skreppa út í sjoppu = Jeg gar lige i kiosken.
Ég skýst að pissa = Jeg tisser lige.
Ég kem eftir smá stund = Jeg kommer lige om lidt.
Allt svona "aðeins að", "smá bara", "rétt að" er niðurpakkað í 'lige' og það er svo ágætt.
Já líka hægt að segja þetta svona:
Ég ætla aðeins að skreppa...
Ég ætla að skreppa smá út í...
Ég ætla rétt að skreppa út í...
Ég ætla aðeins að pissa.
Ég ætla að pissa smá.
Ég ætla rétt að pissa.
:)
Post a Comment