Friday, May 26, 2006

Ekki-fréttir

Núna ætla ég að opna örlítinn glugga inn í líf mitt og býst vitaskuld ekki við neinu öðru en rífandi viðbrögðum við því:

Í kvöld er sötur með Óla. Það þýðir víst ekkert að vera edrú þegar fröken Óla er í próflestri og stráknum er hent að heiman ef hann vill leika sér.

Á morgun ætla ég að REYNA ná nokkrum vinnutímum. Þeir verða þá bara fáir og í þynnkuástandi.

Á sunnudaginn er fiskitúr með vinnufélögum. Líklega verður sá túr tekinn í þynnku því Óli verður líka hress á morgun.

Á mánudaginn skoða ég íbúð eftir vinnudaginn, jafnframt því sem ég fylgi eftir kauptilboði sem ég er búinn að gera í aðra íbúð. Hik er tap segi ég, og þegar fermetraverðið er að dansa í kringum 400,000 íslenskar krónur þá er lítið annað að gera en grípa það sem virkar vel og stendur til boða.

Á þriðjudaginn, eftir vinnufótboltann, mun ég hýsa litla samkundu öfga-anarkista-frjálshyggju-fólks sem ætlar að hittast og ræða eina ágæta bók, skrifaða af Frakka á tíma sem Frakkar voru einhvers virði.

Á miðvikudaginn gef ég vinnufélögum mínum sætabrauð í tilefni af eins árs starfsafmæli mínu hjá fyrirtækinu.

Á fimmtudaginn held ég til Berlínar og verð þar fram á sunnudag. Tilhlökkun mikil og doktorsgráðan vonandi afleiðing þess ferðalags.

Fylgist með Fréttablaðinu fyrir mig, krúttin ykkar, og látið mig endilega vita af smettið á mér birtist á síðum þess. Þeir sem hata DV en elska að lesa það, eða hata að lesa það en lesa það samt, mega líka segja til ef ég sést á síðum þess blaðs. Ritstjórnin er í einhverju þagnabindindi sem er að verða óþolandi.

Fleira er ekki í ekki-fréttum.

1 comment:

Anonymous said...

Öfga-anarkista-frjálshyggju-fólk er pottþétt félgasskapur sem myndi una sér vel í samræðum við Andhófsmiðstöðvarmenn - þú átt eftir að droppa þar inn minn ágæti verðandi Dr. Geir!!!

Berlín babie 4 dagar.......