Ég er orðinn sjaldbloggari sýnist mér. Ég er líka orðinn sjald-greinaritari. Ég held að sumarfrí frá greinaskrifum sé líklega á döfinni. Blogginu skal ég samt halda við eftir getu og nenni og innblæstri, eða bloggunum réttara sagt [1|2].
Frjálshyggju-anarkista-stuttbuxnafólkið hætti við hitting í kvöld og það þykir mér mjög leitt. Frekar dæmigert fyrir seinustu daga samt: Ég vann ekki á uppstigningardag þrátt fyrir fögur fyrirheit. Ég vann ekki seinasta laugardag heldur. Ég komst ekki í fiskitúrinn með nokkrum vinnufélögum á sunnudaginn. Eirðarleysið og sveiflukennd plön virðast vera einkenni seinustu viku og rúmlega það. Á fimmtudaginn er samt Berlín. Eingöngu endalok alheimsins munu koma í veg fyrir það.
Mikið rosalega eru fasteignasamningar þykk skjöl. Mér er skapi næst að skrifa bara undir og sjá hvað gerist. Svei'attan að hafa ekki geta séð upphaflegt búsetuplan rætast. Fyrir 450,000 kr á fermeterinn virðast ýmsar dyr lokast þegar kemur að húsnæðiskaupum.
Reglulega birtast fréttir af gróðurhúsaáhrifunum títtnefndu í dönsku lestarblöðunum, og alltaf talað um þau eins og ekkert sé sannaðra og vitaðra en að maðurinn sé að hafa stórkostleg áhrif á loftslag jarðar, og engar gagnrýnisraddir við þá skoðun prentaðar. Hvað er málið?
Ég er með takkaskó-far á vinstri kálfa eftir vinnufótbolta dauðans. Verst að það er svo dauft að það hverfur líklega fljótlega. Ekkert kúl úr því að hafa.
Síminn minn ákvað að verða mállaus um helgina (vekjaraklukkan varð þá að síma að hristast á háværum undirfleti og öll símtöl urðu að "missed call") en fékk svo röddina aftur í dag. Hressandi.
Myndagetraun Dauðaspaðans hlýtur einfaldlega að vera unnin - af mér - núna. Annað væru stórkostlega óvæntar fréttir.
Maður má alveg vorkenni Dönum svolítið. Það er svo margt sem þeir telja sjálfum sér í trú um sem stenst ekki alveg skoðun. Til dæmis halda þeir að fjölgun opinberra starfsmanna sé, næstum því út af fyrir sig, eitthvað jákvætt og uppbyggilegt. Íslendingar hafa þó margir ef ekki flestir hóflegan skammt af tortryggni þegar báknið blæs út á kostnað einkaframtaksins.
Ég þarf að pissa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sjaldblogg: úúú
Sjaldgreinaskrif: jeeeeeeeiiii
Post a Comment