Óhætt að segja að dagurinn í dag sé ólíkur mörgum öðrum mánudögum. Vitaskuld 1. maí-stemming sem aldrei fyrr. Stutt yfirlit frá hinu alþjóðlega og til þess persónulega:
Vinstrimenn stunda eignaspjöll víða um heim eins og þeim er einum lagið.
Skatttekjum hellt í vinkonur borgarstjóra svona rétt á meðan hún hangir í embætti.
Dulítil skýrsla gefin út af Frjálshyggjufélaginu sem bendir á margt sem lítið fer fyrir í loforðafylleríi sveitarstjórnarkosninga.
Ég fagnaði deginum með því að fara í slagorðamerktum bol í vinnuna og viðbrögðin voru blendin en ekki neikvæð: Einn sem ég taldi víst að væri sósíalisti sagðist hafa átt veggspjald með sama slagorði á sínum "yngri" árum. Annar sagðist halda að þessi frídagur þýddi ekkert annað en ofurölvun í Fælledparken (frekar stórt opið svæði í Kaupmannahöfn). Annars enginn frídagur hjá mínu fyrirtæki enda lítill tími til slíks á meðan lögin skikka mann ekki til að sitja heima - olían þarf jú að streyma svo fólk komist í kröfugöngurnar!
Til hamingju með 1. maí!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hehe - þú rokkar!!
Djöfull hefðirðu átt að mæta í Fælledparken í bolnum, hann hefði algjörlega slegið í gegn þar :)
ÉG hefði verið sleginn og það er lokasvar!
Post a Comment