Wednesday, May 03, 2006

Myndablogg

Vegna fjölda áskorana (ehm..) kemur nú örlítið myndablogg. Allar myndir má stækka með því að smella á þær. Neðan við hverja mynd er örlítill texti sem útskýrir innihald hennar. Njótið vel!

Seinasta föstudagskvöld vogaði ég mér út úr húsi í minni yndislegu "Better Dead Than Read"-treyju. Ef minnið mitt bregst ekki (eftir 10 bjóra eða þar um bil) þá tel ég víst að kærasta Óla sé orðin ansi tortryggin á ríkisvaldið eftir hressandi spjall við anarkistastrákinn Geir.

Gallinn við litla "skrifborðið" mitt er stærð þess sem er ekki ýkja mikil og krefst þar af leiðandi tíðari hreingerninga en mörg önnur húsgögn mín. Heimilislegt er það samt, þótt ég segi sjálfur frá.

Þrátt fyrir háa elli er ég ekki ennþá búinn að komast að niðurstöðu um hvaða skeggvöxt ég kann best við. Framsóknarleiðin er reyndar viðeigandi hvað það varðar: Að vilja halda en samt sleppa. Að vilja bæði eiga kökuna og borða. Ég tók samt stóra skrefið núna: Frá alskeggi og til þess minnsta sem (hár)rakvélin mín bíður upp á. Léttir og söknuður á sama tíma.

Vinnuaðstaðan mín. Óvenjuhreint svæði miðað við hvað ég umgengst það mikið, en fyrir því eru tvær ástæður: Hreinn og klár ótti við að gleyma, týna og tapa hlutum og verkefnum sem koma niður á vinnunni, og dagleg þrif hreingerningarfólks.

Litla systir dvelur í Danmörku þessa mánuðina og drekkur, djammar og dansar í lýðháskóla norðan við Kaupmannahöfn á milli þess sem hún drekkur, djammar og djúsar í sjálfri borginni með bróður sínum, skólafélögum eða vinkonum í heimsókn. Ég mun sjá á eftir henni þegar hún yfirgefur Baunaland í lok maí, en á móti kemur að mér líður ágætlega að vita af henni og Daða í sitthvoru landinu.

Tilvitnun dagsins er einmitt í boði systur minnar (úr MSN-samtali): "eg kem til koben a fostudag med tinnu ... eg læt kannski heyra i mer ...en thu ert heppin[n]"

Líkur hér með myndablogginu. Þau verða kannski fleiri ef gvuð og nenna lofar.

6 comments:

Anonymous said...

Samkvæmt bloggi sem ég las hjá þér um daginn þá ertu nú búinn að hengja þig upp á þráð, þ.e.a.s ef við yfirfærum bloggið yfir á karlmenn - þú ert myndarlegur!!!

Anonymous said...

Gaman að sjá sméttið á þér strákur :-)

Anonymous said...

Eg er sarmodgadur, og og, hvad er hitt ordid aftur, thegar madur er svona ekki sattur og bara med undrunarsvip.

Ja, eg er svoleidis nuna.

Ja, heyrir thu thad!!! Sarmodgadur.

Hvenaer a systir thin flug heim annars?
-dadi

PS:Mer finnst "thu" saetur a myndum sem syna bara vegginn en ekkert af ther eda harvexti thinum.

Geir said...

Daði þetta var í rauninni hrós. Skrýtið að þú hafir ekki séð það strax.

Flugið er í "lok maí". Gerðu heimavinnuna þína!

Burkni said...

Hugs, hugs ... hvort vil ég nú sjá mökkljótt fésið á GAYr eða hina sígildu (en til langs tíma ósýnilegu) stúlku dagsins?

PS Hvernig væri að prófa e-ð fokkt opp skegg, t.d. mjóa ræmu í vöngum og samfellt yfir efri vör en ekkert á höku?

Anonymous said...

Skitt med thetta skegg...

The Globe:
thridjudaginn 9 er Roy Keane leikur kl 2100
midvikudaginn 10 er UEFA Cup Final kl 2045
Laugardaginn 13 er FA Cup final, Liverpool a moti Westham
Midvikudaginn 17 er Meistaradeildin, urslit, Arsenal ad tapa a moti Barcelona kl2045

Thannig eru naesta vika hja ther!