- Ég fer á haugafyllerí þegar ég fer á fyllerí.
- Ég segi brandara um konur, fólk af öðrum kynþætti og trúarhópa, svo eitthvað sé nefnt (hlæ yfirleitt mest sjálfur þegar ég segi þá).
- Ég er í dæmigerðri karlagrein - verkfræði - og vinn á vinnustað þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta, og fíla það!
- Mér finnst fólk almennt ekki gera margt annað en væla, tuða og suða og kvarta yfir eigin vandamálum með því að skella skuldinni á aðra (mjög gamaldags hugsunarháttur).
- Mér finnst húsverk og eldamennska vera ákaflega leiðinleg iðja (þó skárri þegar fleiri en ég munu borða máltíðina eða fleiri en ég deila húsrýminu).
- Ég hef engan áhuga á því að koma fram í sjónvarpi eða tala um sjálfan mig, híbýlí mín eða persónu fyrir framan ókunnugt fólk (gríðarlega gamaldags hugsunarháttur).*
- Mér finnst áfengi og ölvun vera jákvætt, og ég neyti tóbaks í óhóflegum mæli án þess að hirða um afleiðingarnar.
- Ég grófflokka ókunnugt fólk grimmt, og nota staðalímyndir og fordóma óspart þar til viðkomandi einstaklingur sýnir fram á að annað gildi.
- Mér finnst gaman að horfa á og spila fótbolta.
- Tímarit með (meðal annars) nöktu eða hálfnöktu kvenfólki eru oftar en ekki skemmtileg tímarit.
- Mér þætti fínt að vera með kvenmanni sem þénaði meira en ég (liti raunar á það sem ákveðinn kost, en dreg aftur á móti í efa vilja minn til að vera í sambandi yfirleitt).
- Ég er ekki einstæð móðir (gamaldags), en gæti vel hugsað mér að verða einstæður faðir (hlýtur að flokkast sem nútímalegt).
- Ég er óttalega væminn stundum (nútímalegt), þótt ég flaggi því ekki mikið (gamaldags).
- Mér finnst sumt vera "sætt", "krúttlegt" og "kósý" (þótt ég forðist að nota þessi orð eins og heitan eldinn).
* "Ég hef engan áhuga á því að koma fram í sjónvarpi eða tala um sjálfan mig, híbýlí mín eða persónu fyrir framan ókunnugt fólk" Er ekki mótsögn hjá mér að skrifa á opna vefsíðu að ég hafi ekki gaman af því að fjalla um mig fyrir framan ókunnugt fólk? Jú, líklega er það svo, en ég tel mér í trú um að það nenni enginn ókunnugur að lesa þetta, og varla kunnugir, svo ég held að mótsögnin sé ekki svo svæsin.
6 comments:
Ýmislegt þarna sem fróðlegt er að vita og nota gegn þér á réttum tímapunkti, múahahaha!!!
Þónokkuð af þessu á einnig við um undirritaðan, en ekki allt.
Pant vera Tyrannusaurus Rex. Þú mátt vera stegosaurus (einsog calzone pizza sem snýr 90° með brodda upp úr röndinni) eða eitthvað annað.
Þrándur.
Ég hef heyrt að stegosaurus var alltaf bottom í samskiptum sínum við rexinn.
Stóra málið er náttúrulega að Rex var kjötæta en stego grasbítur.
Notabene, flottasti grasbíturinn að eigin mati.
Tala samt ekki í myndum; mundi bara eftir þessum tveimur við kommentaskrif.
/Þ
PS. Snilld þessi hjólastóll í word verification.
Við eigum ansi margt sameiginlegt á þessum lista, nema hvað ég er ósammála um eitt:
Mér finnst það heldur vera tímanna tákn að skella skuldinni sífellt á aðra ... í gamla daga fóru menn bara út með hrífuna að moka skurði í blindbyl!
Burkni, ég var að reyna segja að ég telji minn hugsunarhátt gamaldags að finnast allir vera sívælandi, því hið nútímalega er að vera sívælandi. Áfram skurðir í blindbyl!
Post a Comment