Þetta er allt að hafast á öllum vígstöðvum. Gríðarleg törn í vinnunni er örlítið byrjuð að slaka á, grein er útsend og ætti að birtast fljótlega, fjórar manneskjur flytja út í dag og aðrar fjórar inn, og sólin skín sem aldrei fyrr. Þetta er svo ágætt allt saman.
Haustferð með gríðarlega miklum snillingum hljómar ákaflega vel. Make it happen!
Eru einhver skaðleg langtímaáhrif af mikilli daglegri neyslu sænsks munntóbaks? Mér er sagt að svo sé ekki. Reyndar sagði ég sjálfum mér það, en er einhver ósammála?
Jólagjöfin í ár: The Capitalist Manifesto. Hver ætlar að gefa mér hana? Önnur betri spurning: Get ég beðið til jóla með að eignast gripinn? Ég efast um það. Ef ég get ekki beðið þá má alltaf gefa mér boli í staðinn.
Wednesday, August 31, 2005
Monday, August 29, 2005
Hönk dagsins
Maður verður nú að gera eitthvað fyrir kvenkyns-lesendur þessarar síðu. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða, í þetta eina skipti, upp á Hönk dagsins, sem er enginn annar en dj Ómar Ómar Ágústsson (og af kurteisi við pilt, mig og aðra verður að smella á nafn hans hér að neðan til að berja pilt augum):
Ómar Ómar!
Prófíll:
Markaðsstaða: Í sambúð (sorry ladies).
Atvinna: Rafeindavirki.
Ástríða: Hiphop (.is).
Eitthvað finnst mér ég kannast við kauða, en ég kem því ekki alveg fyrir mér. Ojæja...
Ómar Ómar!
Prófíll:
Markaðsstaða: Í sambúð (sorry ladies).
Atvinna: Rafeindavirki.
Ástríða: Hiphop (.is).
Eitthvað finnst mér ég kannast við kauða, en ég kem því ekki alveg fyrir mér. Ojæja...
Umhverfisgræningja óþverralið
Í gær var Guðmundur Benediktsson, sem um áratugi var einn svipmesti ráðuneytisstjóri landsins borinn til grafar. Forsætisráðuneytið flaggaði í virðingarskyni við hinn látna, fyrst í hálfa stöng á meðan á útförinni stóð en svo var fáinn dreginn að húni að henni lokinni eins og venja er. Þar hafði hann ekki fengið að vera lengi þegar tveir menn klifruðu upp á þak stjórnarráðshússins, tóku íslenska fánann niður, og festu í staðinn upp borða með áletruninni �Engin helvítis álver“.Þetta mótmælendalið er nú byrjað að traðka á minningu látins fólks til að fá útrás fyrir villimennsku sína. Fávitar, bæði þessir mótmælendur og þeir sem styðja þá með hrósi eða þögn. *pirr*
Það er vafalaust til lið sem telur að lögreglan hafi ekki átt að taka þá ofan af þakinu. (#)
Fyrsta vinnufylleríi Danmerkur
Jæja, fyrsta vinnustaðafyllerí Danmerkur afstaðið og það stóðst allar væntingar: Góður matur, ótakmarkað flæði áfengis í um 7-8 klst, hressandi fólk og góð stemming. Nú hefur yfirmaðurinn séð mig vel í glasi, samstarfsfólkið fékk eitthvað til að tala um í dag og þannig er það. Ég ku ekki syngja vel.
Ekki síður hressandi var laugardagskvöldið. DD kom sterkur inn, sem og fámennt en gríðarlega góðmennt DTU-gengi sem lét sjá sig í bænum, og þannig var það.
Hvort á ég að gerast áskrifandi að Economist eða Reason-magazine? Bæði kemur ekki til greina, en annað þeirra er næsta öruggt.
Hvað er heitasta umræðuefnið á Íslandi í dag? Undanþegin mega gjarnan vera sveitastjórnastjórnmál því fátt finnst mér meira óspennandi, og ég tæmdi málefnið af minni hálfu með 200 orðum í DV síðasta föstudag. Ég veit líka að ef Stefán Jón verður borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra (átsj!) og vinstrimenn ná völdum í Danmörku að þá þarf ég að velja mér nýtt búsetuland frá grunni. Ástralía eða Nýja-Sjáland koma vel til greina. Reyndar er ekkert víst að Reykjavík kæmi til greina ef Gísli Marteinn verður borgarstjóri - einhver samfylkingarstækja er af honum.
Mikil þreyta, mörg verkefni. Ég ætla út að fá mér "ferskt" loft og sjá hvað gerist.
Ekki síður hressandi var laugardagskvöldið. DD kom sterkur inn, sem og fámennt en gríðarlega góðmennt DTU-gengi sem lét sjá sig í bænum, og þannig var það.
Hvort á ég að gerast áskrifandi að Economist eða Reason-magazine? Bæði kemur ekki til greina, en annað þeirra er næsta öruggt.
Hvað er heitasta umræðuefnið á Íslandi í dag? Undanþegin mega gjarnan vera sveitastjórnastjórnmál því fátt finnst mér meira óspennandi, og ég tæmdi málefnið af minni hálfu með 200 orðum í DV síðasta föstudag. Ég veit líka að ef Stefán Jón verður borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra (átsj!) og vinstrimenn ná völdum í Danmörku að þá þarf ég að velja mér nýtt búsetuland frá grunni. Ástralía eða Nýja-Sjáland koma vel til greina. Reyndar er ekkert víst að Reykjavík kæmi til greina ef Gísli Marteinn verður borgarstjóri - einhver samfylkingarstækja er af honum.
Mikil þreyta, mörg verkefni. Ég ætla út að fá mér "ferskt" loft og sjá hvað gerist.
Friday, August 26, 2005
Pólitíkin góða
Ég er ekki stuðningsmaður þess að ríkið þenji sig út og sinni allskyns verkefnum og framkvæmdum sem með réttu eiga heima á hinum frjálsa markaði. Framkvæmd sem fellur undir þá skilgreiningu er t.d. Kárahnjúkavirkjun sem Landsvirkjun, fyrir hönd ríkisstjórnar og annarra eigenda, er að reisa. Arðsemi þeirrar framkvæmdar er langt undir arðsemiskröfu á markaðnum og ríkið sættir sig við lága arðsemi vegna ýmissa sósíalískra sjónarmiða eins og byggðarsjónarmiða og stuðning við atvinnulíf á ákveðnu svæði. Allir hafa frá upphafi vitað að Kárahnjúkar er ekki framkvæmd sem einkaaðili hefði farið út í án ríkisstuðnings eða pólitísks þrýstings. Hugsanlega hefði eitthvað minna verið byggt, og kannski hefði eitthvað verið byggt ef raforkuverð væri hærra en það sem álverin eru að borga, en annars ekki - held ég.
Hins vegar er ekki þar með sagt að ég geti stutt aðgerðir virkjunarandstæðinga sem leggja líf, limi og eignir undir. Slíkur bjánaskapur á ekkert skylt við andstöðu við ríkisframkvæmdina Kárahnjúkavirkjun. Slíkur hálfvitaskapur á meira skylt við óstjórnlega bræði og fíflagang. Ofbeldisandstaðan er einnig að koma úr skrýtinni átt, nefninlega frá vinstrimönnum sem allajafna hafa ekkert á móti fyrirferðarmiklu og framkvæmdaglöðu ríkisvaldi, og þeirra sem geta ekki hugsað sér að ræða um einkavæðingu ríkisorkufyrirtækjanna sem stjórnmálamenn geta beitt að vild í dag í atkvæðaveiðum. Mótsögn?
Hins vegar er ekki þar með sagt að ég geti stutt aðgerðir virkjunarandstæðinga sem leggja líf, limi og eignir undir. Slíkur bjánaskapur á ekkert skylt við andstöðu við ríkisframkvæmdina Kárahnjúkavirkjun. Slíkur hálfvitaskapur á meira skylt við óstjórnlega bræði og fíflagang. Ofbeldisandstaðan er einnig að koma úr skrýtinni átt, nefninlega frá vinstrimönnum sem allajafna hafa ekkert á móti fyrirferðarmiklu og framkvæmdaglöðu ríkisvaldi, og þeirra sem geta ekki hugsað sér að ræða um einkavæðingu ríkisorkufyrirtækjanna sem stjórnmálamenn geta beitt að vild í dag í atkvæðaveiðum. Mótsögn?
Thursday, August 25, 2005
Einn sem hvarf
Svo virðist sem ansi stór hópur sé fluttur til Íslands eftir mislanga dvöl í Danmörku [x|x|x]. Hersteinn flutti til Íslands og hvarf, að því er virðist, hvað varðar alla gömlu piltana. Búseta í Danmörku breytir stundum vinahópum, virðist vera. Þó ekki hjá mér. Ónei. Haukurinn er ekkert á leið til Danaveldis hef ég fengið að vita. Honum er haldið á Íslandi því þar er hann miklu þægari hvað kvenfólkið varðar, ekki satt? Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Margir aðrir komnir á Klakann, kallar og konur. Er félagskerfið á Íslandi kannski búið að yfirtaka hið danska hvað varðar gjafmildi á fé þeirra sem vinna til þeirra sem ekki vinna?
Haustið er samt tími breytinga og því ágætt að hreinsa út gamalt blóð. Verst að það vantar trausta kletta eins og Daða, og svo ég tala nú ekki um Arnar, til að halda manni blautum.
Stjórnmálin fara aftur af stað í september og mig langar að kveikja í sósíalista á Ráðhústorgi til að fagna því.
Fólk sem fer alltaf - alltaf! - heim úr vinnunni á slaginu skiptist í tvo hópa: Þeir sem eiga fjölskyldu með börnum á leikskóla, og þeir sem einfaldlega nenna þessu ekki. Yfirleitt er síðari hópurinn sá sem grætur úr sér augun á hverjum degi vegna "álags".
Haustið er samt tími breytinga og því ágætt að hreinsa út gamalt blóð. Verst að það vantar trausta kletta eins og Daða, og svo ég tala nú ekki um Arnar, til að halda manni blautum.
Stjórnmálin fara aftur af stað í september og mig langar að kveikja í sósíalista á Ráðhústorgi til að fagna því.
Fólk sem fer alltaf - alltaf! - heim úr vinnunni á slaginu skiptist í tvo hópa: Þeir sem eiga fjölskyldu með börnum á leikskóla, og þeir sem einfaldlega nenna þessu ekki. Yfirleitt er síðari hópurinn sá sem grætur úr sér augun á hverjum degi vegna "álags".
Wednesday, August 24, 2005
Kvennafærslan
Á minni hæð vinnur einn kvenmaður sem hugsanlega gæti flokkast sem íkippileg. Gallinn er sá að hún hefur setið á skólabekk of lengi með tilheyrandi öfugu hlutfalli matarinntöku og hreyfingar. Ég er ekki mest holdhræddi maður sem ég þekki og fagna reyndar ákveðnu umframmagni af holdi því það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á hlutföll kvenmannslíkamans, en einhvers staðar stoppar það. Annar galli er sá að kvenmaður þessi ætlar ekki á heiftarlegt fyllerí með vinnunni á föstudaginn en eins og allir vita er margt fyrirgefið eftir nokkra bjóra. Kosturinn er svo auðvitað að mér skilst að of persónulegir vinnustaðafundir séu ekki jákvæður hlutur. Ónefndur starfsmaður ónefnds fjármálafyrirtækis hefur miðlað þeirri reynslu til mín.
Að öðrum kvenmanni. Fallegasti tennisspilari heims sem getur eitthvað hefur nýlega náð toppsæti listans yfir bestu tenniskonur heims. Til hamingju Maria! *swing*
Ég á voðalega erfitt með að komast í gang í vinnunni í dag eftir Íslandsdvölina. Einbeitingarleysið er algjört og ég get ekki kennt miklum fjölda fríðra kvenmanna í umhverfi mínu um eins og ég gat í próflestrartímabilum á Þjóðarbókhlöðunni á sínum tíma. Tilhugsunin um slíkt kvenfólk er samt ekkert til að auka einbeitinguna.
Mér varð tíðrætt um ákveðið fjárhagslegt samband mitt við ákveðinn kvenmann um helgina. Nú ætti því að ljúka með ráðningu sem átti sér stað í vikunni. Mikið er það ágætt. Húrra fyrir þolinmæði. Svei fyrir yfirgangi í formi vorkunnar.
Átakið "Arnar í helgarheimsókn!" er í bígerðum. Annars eru blikur á lofti um margar hressandi Köbenferðir á haustmánuðum. Ljóshærður piltur, dökkhærð snót og sitthvað fleira. Nú er að vona að úr sem flestum þeirra rætist.
Að öðrum kvenmanni. Fallegasti tennisspilari heims sem getur eitthvað hefur nýlega náð toppsæti listans yfir bestu tenniskonur heims. Til hamingju Maria! *swing*
Ég á voðalega erfitt með að komast í gang í vinnunni í dag eftir Íslandsdvölina. Einbeitingarleysið er algjört og ég get ekki kennt miklum fjölda fríðra kvenmanna í umhverfi mínu um eins og ég gat í próflestrartímabilum á Þjóðarbókhlöðunni á sínum tíma. Tilhugsunin um slíkt kvenfólk er samt ekkert til að auka einbeitinguna.
Mér varð tíðrætt um ákveðið fjárhagslegt samband mitt við ákveðinn kvenmann um helgina. Nú ætti því að ljúka með ráðningu sem átti sér stað í vikunni. Mikið er það ágætt. Húrra fyrir þolinmæði. Svei fyrir yfirgangi í formi vorkunnar.
Átakið "Arnar í helgarheimsókn!" er í bígerðum. Annars eru blikur á lofti um margar hressandi Köbenferðir á haustmánuðum. Ljóshærður piltur, dökkhærð snót og sitthvað fleira. Nú er að vona að úr sem flestum þeirra rætist.
Takk fyrir mig!
Ég þakka Íslandi og íbúum þess kærlega fyrir mig. Þetta voru hressandi fjórir dagar og vel skipaðir dagskrá af formlegum og óformlegum toga. Tveggja vikna jólafrí er strax orðið tilhlökkunarefni.
Saturday, August 20, 2005
Thursday, August 18, 2005
Ísland nálgast
Ofurhlaðinn, ofsahraður vinnudagur er að gufa upp og verkefnin eru ekki að gufa upp eins hratt. Mikið verður gaman að þjóta eins og eldibrandur á flugvöllinn þegar ég slepp héðan. Það versta er að vera bundinn af öðru fólki. Jæja, þetta reddast.
Ég verð kannski með númerið 6948954 á Íslandi, en kannski ekki. Það kemur bara í ljós.
Í dag er einn heitasti dagur í Kaupmannahöfn í næstum einn og hálfan mánuð. Fólk [1|2] á leið hingað núna er skítheppið að ná í skottið á danska sumrinu eftir margar vikur af þolanlegu veðri. Annars sýnist mér nú Ísland ekki vera svo galið í augnablikinu.
Munið svo að kaupa eða útvega DV á morgun.
Ég verð kannski með númerið 6948954 á Íslandi, en kannski ekki. Það kemur bara í ljós.
Í dag er einn heitasti dagur í Kaupmannahöfn í næstum einn og hálfan mánuð. Fólk [1|2] á leið hingað núna er skítheppið að ná í skottið á danska sumrinu eftir margar vikur af þolanlegu veðri. Annars sýnist mér nú Ísland ekki vera svo galið í augnablikinu.
Munið svo að kaupa eða útvega DV á morgun.
Wednesday, August 17, 2005
Þjónusta
Mikið er þægilegt að vera eini útlendingurinn/Íslendingurinn á svæði. Ég þarf aldrei að sækja neitt persónulegt sem ég prenta út því allir sem eru að sækja eitthvað í prentarann virðast þekkja ekki-dönskuna og sækja því bara mitt í leiðinni. Nú vantar bara að ég fái kaffið sótt fyrir mig og þá þarf ég aldrei að hreyfa mig.
Takmark í lífinu:
Hafa einkaritara.
Takmark í lífinu:
Hafa einkaritara.
Ísland á morgun
Þá er það bara Ísland á morgun og ekkert með það. Í millitíðinni er nóg að gera fyrir utan að þurfa pakka. Í kvöld kemur fólk í heimsókn til að kíkja á herbergin sem ég þarf að fylla fyrir 1. september (tvö eftir af fjórum), sem þýðir líklega einhverja tiltekt. Ég vogaði mér að segja við yfirmanninn að ég hefði ekki nóg að gera svo verkefnin streymdu til mín og fylla nú ágætlega á skrifborðinu. Ýmis smámál þarf einnig að afgreiða, t.d. að kaupa 2 L vatnsflösku og fylla 2/3 hluta hennar með vodka. Allir ættu að vita til hvers það er.
Er einhver sem getur tekið á móti faxi og væri til í að lána mér 1000 kr og hitta mig til lengri eða skemmri tíma um leið og ég kem í bæinn einhvern tímann fyrir miðnætti annað kvöld? Ef svo er þá mundi ég senda þeim hinum sama fax sem gæfi viðkomandi leyfi til að fara í næstu verslun Og Vodafone og fá útbúið SIM-kort fyrir gamla góða símanúmerið mitt 694 8954. Ef það gengur ekki þá sætti ég mig símaleysið fram á föstudag og held að það sé allt í lagi. Hitt væri samt draumurinn. Ég borga auðvitað 1000 krónurnar og splæsi á bjór á barnum.
Munið svo að lesa DV á föstudaginn.
Er einhver sem getur tekið á móti faxi og væri til í að lána mér 1000 kr og hitta mig til lengri eða skemmri tíma um leið og ég kem í bæinn einhvern tímann fyrir miðnætti annað kvöld? Ef svo er þá mundi ég senda þeim hinum sama fax sem gæfi viðkomandi leyfi til að fara í næstu verslun Og Vodafone og fá útbúið SIM-kort fyrir gamla góða símanúmerið mitt 694 8954. Ef það gengur ekki þá sætti ég mig símaleysið fram á föstudag og held að það sé allt í lagi. Hitt væri samt draumurinn. Ég borga auðvitað 1000 krónurnar og splæsi á bjór á barnum.
Munið svo að lesa DV á föstudaginn.
Monday, August 15, 2005
Molar A
Ljómandi helgi afstaðin með fullt af svefni, nokkrum bjórum og feykinóg af útgjöldum að baki. Ísland á fimmtudagskvöld er byrjað að kitla.
Þetta er furðuleg grein úr herbúðum Vinstri-grænna. Ef einhver hópur stuðningsmanna er liðshollur án tillits til reynslu og röksemda þá eru það kjósendur VG.
Allir flettu vonandi á bls. 12 í Fréttablaði síðasta laugardags. Ef ekki má gera bragarbót á með því að smella hér. Ég er alltaf opinn fyrir innblæstri ef einhver hefur upp á slíkt að bjóða (nema ég geti klárað eitthvað af þeim tug uppkasta sem ég hef hjá mér í bili).
Mikið afskaplega eru bolir lengi að berast manni frá Bandaríkjunum. Er þetta eðlilegt? Pantað 1. ágúst og enn ekkert komið. Þetta staðfestir kenningu mína um einhver alheimssamtök séu að reyna afmá mig úr samfélaginu.
Þetta er furðuleg grein úr herbúðum Vinstri-grænna. Ef einhver hópur stuðningsmanna er liðshollur án tillits til reynslu og röksemda þá eru það kjósendur VG.
Allir flettu vonandi á bls. 12 í Fréttablaði síðasta laugardags. Ef ekki má gera bragarbót á með því að smella hér. Ég er alltaf opinn fyrir innblæstri ef einhver hefur upp á slíkt að bjóða (nema ég geti klárað eitthvað af þeim tug uppkasta sem ég hef hjá mér í bili).
Þáttaskil urðu í löngum og ströngum viðræðum milli R-listaflokkanna í fyrradag, þegar viðræðunefndin hætti störfum og skilaði umboði sínu. Ekki náðist samkomulag milli nefndarmanna um tillögurnar og var það grundvallaratriði sem menn sættust ekki á, en það var jafnræði milli flokkanna og sjálfstæði þeirra. (#)Þá fékkst það loksins staðfest: Grundvallaratriði í viðræðum R-listaflokkanna var valdaskipting. Stefnan er aukaatriði ef bara er hægt að halda völdum. Gömul sannindi í augum margra en ný í augum sumra.
Mikið afskaplega eru bolir lengi að berast manni frá Bandaríkjunum. Er þetta eðlilegt? Pantað 1. ágúst og enn ekkert komið. Þetta staðfestir kenningu mína um einhver alheimssamtök séu að reyna afmá mig úr samfélaginu.
Friday, August 12, 2005
Gott
Þá er hressandi vinnuviku lokið. Mikið afskaplega fara Danir í gott skap rétt áður en þeir fara í helgarfrí. Auðvitað get ég sagt hið sama um mig en samt... það er eitthvað öðruvísi en hjá Dönunum. Þetta segir kannski eitthvað um hvað ég á lítið líf í augnablikinu.
DV birti hressandi orð eftir mig í dag. Kannski Fréttablaðið geri hið sama á morgun eða hinn.
Ölsötur og stjórnmálaspjall í kvöld. Ef nakið kvenfólk gæti bara líka komist í dagskránna líka þá væru öll áhugamál mín sameinuð í einn atburð. Spurning um að taka sötrið og spjallið út á nektarbúllu?
DV birti hressandi orð eftir mig í dag. Kannski Fréttablaðið geri hið sama á morgun eða hinn.
Ölsötur og stjórnmálaspjall í kvöld. Ef nakið kvenfólk gæti bara líka komist í dagskránna líka þá væru öll áhugamál mín sameinuð í einn atburð. Spurning um að taka sötrið og spjallið út á nektarbúllu?
Thursday, August 11, 2005
DV
Kannski það væri heilræði að kaupa eintak af DV föstudaginn 12. ágúst (á morgun). Nú, ef ekki kaupa, þá útvega.
Vinnumórall
Þótt ég vinni fyrir fyrirtæki þar sem álagið er oftar en ekki takmarkalaust og margir eru undir miklu stressi finnst mér furðulegt hvernig sumir hérna komast upp með að vinna. Vinnuskyldan á að vera að meðaltali 37 tímar á viku. Þetta þýðir að maður getur unnið 35 tíma eina viku gegn því að vinna 39 aðra viku, og jafnvel haldið stuttri vinnuviku í langan tíma gegn því að halda vinnuvikunum löngum einhvern annan tíma. Enginn spáir neitt sérstaklega í því en mönnum er treyst til að virða kerfið.
Í minni deild eru a.m.k. tveir einstaklingar sem eru órafjarri þessu meðaltali, og þetta eru þeir einstaklingar sem eru að farast úr alls konar sjúkdómum vegna álags og virðast þurfa heimsækja lækni aðra hverja viku milli þess sem heilu pilluboxin eru gleypt út á lyfseðil. Annar þessara einstaklinga er reyndar óendanlega vinnusamur þegar viðkomandi er í vinnu, og ég sé að sá er ekki að slóra eða gera neitt viljandi til að losna við vinnu. Hinn einstaklingurinn er hins vegar skínandi dæmi um einhvern sem ætti að fá svolítið tiltal. Sá virðist alltaf vera í skínandi góðu skapi og ekki hafa neitt að klaga en þegar maður spyr hvernig gangi nú að höndla álagið og hvort ekki sé allt í lagi þá byrja harmkvælin og stoppa ekki. Ég er löngu hættur að spurja viðkomandi um líðan.
Rétt í þessu var þessi einstaklingur að fara heim, eftir 6 tíma vinnudag (5,5 tíma vinnutíma). Hann er nýkominn úr 3ja vikna fríi, var hjá lækni á fyrsta vinnudegi eftir frí og virðist ennþá eiga jafnbágt þegar einhver spyr hann um líðan, en virðist hafa það þrusugott ef enginn spyr.
Nú er ég annaðhvort kaldur og ótillitssamur hrokagikkur sem get ekki sett mig í stöðu þess sem er allt í lagi með nema þegar spurt er um líðan, eða einfaldlega einhver sem hef hitt naglann á höfuðið þótt ekki megi segja frá því. Ég veit hins vegar að ég mundi ekki ráða þennan mann í vinnu sem þessa. Kannski verkefnavinna að heiman henti þessum einstakling betur, eða tímakaup svo viðkomandi finnist hann þurfa leggja sitt af mörkum. Meðaltalsvinnuskyldan og föst mánaðarlaun eru hins vegar "free ride" fyrir þennan starfsmann, og mórall viðkomandi virðist vera sá að það sé í fínu lagi.
Í minni deild eru a.m.k. tveir einstaklingar sem eru órafjarri þessu meðaltali, og þetta eru þeir einstaklingar sem eru að farast úr alls konar sjúkdómum vegna álags og virðast þurfa heimsækja lækni aðra hverja viku milli þess sem heilu pilluboxin eru gleypt út á lyfseðil. Annar þessara einstaklinga er reyndar óendanlega vinnusamur þegar viðkomandi er í vinnu, og ég sé að sá er ekki að slóra eða gera neitt viljandi til að losna við vinnu. Hinn einstaklingurinn er hins vegar skínandi dæmi um einhvern sem ætti að fá svolítið tiltal. Sá virðist alltaf vera í skínandi góðu skapi og ekki hafa neitt að klaga en þegar maður spyr hvernig gangi nú að höndla álagið og hvort ekki sé allt í lagi þá byrja harmkvælin og stoppa ekki. Ég er löngu hættur að spurja viðkomandi um líðan.
Rétt í þessu var þessi einstaklingur að fara heim, eftir 6 tíma vinnudag (5,5 tíma vinnutíma). Hann er nýkominn úr 3ja vikna fríi, var hjá lækni á fyrsta vinnudegi eftir frí og virðist ennþá eiga jafnbágt þegar einhver spyr hann um líðan, en virðist hafa það þrusugott ef enginn spyr.
Nú er ég annaðhvort kaldur og ótillitssamur hrokagikkur sem get ekki sett mig í stöðu þess sem er allt í lagi með nema þegar spurt er um líðan, eða einfaldlega einhver sem hef hitt naglann á höfuðið þótt ekki megi segja frá því. Ég veit hins vegar að ég mundi ekki ráða þennan mann í vinnu sem þessa. Kannski verkefnavinna að heiman henti þessum einstakling betur, eða tímakaup svo viðkomandi finnist hann þurfa leggja sitt af mörkum. Meðaltalsvinnuskyldan og föst mánaðarlaun eru hins vegar "free ride" fyrir þennan starfsmann, og mórall viðkomandi virðist vera sá að það sé í fínu lagi.
Wednesday, August 10, 2005
Handahófskenndar hugsanir
Alltaf þegar ég henti blaði í endurvinnslukassann hérna þá verður mér hugsað til alls eldsneytisins sem fer í að keyra pappír sérstaklega en ekki með öðru rusli, alls skattpeningsins sem fer í að borga sérstökum endurvinnslumönnum, bílstjórum og stjórnendum fyrir að höndla endurvinnslupappírsinn, allra límefnanna sem verða notuð til að líma saman hakkaðan pappírinn, allrar mengunarinnar sem endurvinnsla hefur í för með sér og loks til hins lélega pappírs sem verður til að ferlinu loknu og virðist bara kaupast af opinberum stofnunum og eggjaframleiðendum.
Jólin
Jólafríið er komið á hreint, stimplað og klárt:
Lent á Íslandi 21. desember 2005.
Flogið til Danmerkur 3. janúar 2006.
Þetta eru tvær vikur eða nóg til að tæma alla bankareikninga og rúmlega það, enda er ég búinn að venja mig á ýmislegt í Danmörku sem kostar gríðarlega peninga á Íslandi. Til dæmis eru þrír bjórar öll kvöld dýr ávani á Íslandi, plús djammið auðvitað, svo ég tali nú ekki um tóbaksneyslu og skyndibitaát. Ég hlýt að deyja af ónáttúrulegum orsökun innan áratugs.
Lent á Íslandi 21. desember 2005.
Flogið til Danmerkur 3. janúar 2006.
Þetta eru tvær vikur eða nóg til að tæma alla bankareikninga og rúmlega það, enda er ég búinn að venja mig á ýmislegt í Danmörku sem kostar gríðarlega peninga á Íslandi. Til dæmis eru þrír bjórar öll kvöld dýr ávani á Íslandi, plús djammið auðvitað, svo ég tali nú ekki um tóbaksneyslu og skyndibitaát. Ég hlýt að deyja af ónáttúrulegum orsökun innan áratugs.
Nennir?
Mikið væri nú gaman að vita hvort einhver væri til í að útvega nýjustu útgáfu af Matlab með öllum fylgipökkum (því það er svo flott), brenna á disk og hafa til taks á tímabilinu 18.-23. ágúst? Ég borga með köldum bjór á bar.
Athugasemd dagsins
Haft, án leyfis, eftir kvenmanni sem ég þekki ekki en þekkir kvenmann sem ég þekki:
Nóg um það. Af einhverjum ástæðum finnst mér ég vera staddur í þætti af The Twilight Zone. Ég pantaði netbanka en sú pöntun virðist hafa gufað upp. Ég pantaði tvo boli á netinu en þeir hafa ekki skilað sér innan skynsamlegra tímamarka. Ég borga reikninga og þeir borgast ekki. Ég sendi póst og ekkert gerist. Ég hringi og lendi í of langri bið miðað við þolinmæðina sem ég hef. Ég er með öðrum orðum að þurrkast út úr kerfinu. Ef ég hverf á næstu dögum þá vitið þið að einhver alheimssamtök kommúnista hafa smyglað meðlimum sínum inn í innstu raðir og fjarlægt mig.
Hressandi sending yfirgaf húsið rétt í þessu og ætti að prentast fljótlega. Gott.
Núna hef ég u.þ.b. 21 dag til að finna fjóra einstaklinga í þau fjögur herbergi sem losna um mánaðarmótin í íbúðinni sem ég leigi herbergi í. Ekkert mál!
Finnst þessir mótmælendur vera orðnir frekar þreytandi. Er að hugsa um að mæta þangað upp eftir með hóp af fólki og mótmæla mótmælendunum... hlekkja mig við þá, skemma bílana þeirra o.s.frv.Reyndar eru til (a.m.k. ein) samtök einstaklinga sem m.a. mæta á mótmæli spellvirkja en á friðsaman hátt mótmæla stefnu þeirra og boða andstæða stefnu: Bureaucrash.
Nóg um það. Af einhverjum ástæðum finnst mér ég vera staddur í þætti af The Twilight Zone. Ég pantaði netbanka en sú pöntun virðist hafa gufað upp. Ég pantaði tvo boli á netinu en þeir hafa ekki skilað sér innan skynsamlegra tímamarka. Ég borga reikninga og þeir borgast ekki. Ég sendi póst og ekkert gerist. Ég hringi og lendi í of langri bið miðað við þolinmæðina sem ég hef. Ég er með öðrum orðum að þurrkast út úr kerfinu. Ef ég hverf á næstu dögum þá vitið þið að einhver alheimssamtök kommúnista hafa smyglað meðlimum sínum inn í innstu raðir og fjarlægt mig.
Hressandi sending yfirgaf húsið rétt í þessu og ætti að prentast fljótlega. Gott.
Núna hef ég u.þ.b. 21 dag til að finna fjóra einstaklinga í þau fjögur herbergi sem losna um mánaðarmótin í íbúðinni sem ég leigi herbergi í. Ekkert mál!
Tuesday, August 09, 2005
Farfuglarnir koma alltaf til baka
Nú fara skólar að byrja og farfuglarnir sem flúðu í hlýjan foreldrafaðm í sumar, til lengri eða skemmri tíma, koma nú til baka hver af öðrum. Dæmi: [1|2|3|4]. Mikið finnst mér gott að vera ekki lengur háður skólamisserum en auðvitað var fínt að vera námsmaður. Hins vegar byrjar skuldasöfnun, stanslaus heimaverkefni, margar fjarri því samviskulausar helgar að taka sinn toll þegar á efri árin er komin (haltur gamlingi eins og ég ætti að þekkja það).
En ekki er allt illt við skólalífið og djammið er þar á meðal. Er ekki alltaf tilefni til djamms á haustdögum?
Hvenær ætlar Haukurinn að hætta þessari Íslandsvitleysu og koma "heim"? Má til með að stela mynd frá Hauki sem lýsir ýmsum veigamiklum augnablikum á dæmigerðum degi hjá mér:
En ekki er allt illt við skólalífið og djammið er þar á meðal. Er ekki alltaf tilefni til djamms á haustdögum?
Hvenær ætlar Haukurinn að hætta þessari Íslandsvitleysu og koma "heim"? Má til með að stela mynd frá Hauki sem lýsir ýmsum veigamiklum augnablikum á dæmigerðum degi hjá mér:
Sól
Já sólin er komin aftur til Danmerkur, og ég haltra ekki svo mikið að ráði. Allt á uppleið virðist vera. Vonandi berast góðar fréttir vegna komandi helgar einnig fljótlega.
Ísland nálgast. Reyndar er ég langt kominn með að skipuleggja jólafríið. Ísland í 2 vikur eins og það lítur út í dag.
Máltæki dagsins:
Vinnuskjal án kaffibletta er eins og eyðublað án undirskriftar.
Machine Head olli svo mikilli afkastaaukningu í morgun að ég er að lenda í vandræðum með að grafa upp verkefni. Skjöl sem eiga ekki að klárast fyrr en í október eru langt komin og samstarfsmenn farnir að lenda í mér reka á eftir einhverju sem ekkert liggur á. Nú veit ég af hverju fólk setti sig upp á móti þungarokki á sínum tíma - það veldur einfaldlega of mikilli afkastaaukningu og brýtur upp gömul vinnubrögð rólegheita og afslöppunar.
Ísland nálgast. Reyndar er ég langt kominn með að skipuleggja jólafríið. Ísland í 2 vikur eins og það lítur út í dag.
Máltæki dagsins:
Vinnuskjal án kaffibletta er eins og eyðublað án undirskriftar.
Machine Head olli svo mikilli afkastaaukningu í morgun að ég er að lenda í vandræðum með að grafa upp verkefni. Skjöl sem eiga ekki að klárast fyrr en í október eru langt komin og samstarfsmenn farnir að lenda í mér reka á eftir einhverju sem ekkert liggur á. Nú veit ég af hverju fólk setti sig upp á móti þungarokki á sínum tíma - það veldur einfaldlega of mikilli afkastaaukningu og brýtur upp gömul vinnubrögð rólegheita og afslöppunar.
Monday, August 08, 2005
Já einmitt gott það
Mikið var nú ánægjulegt að ná að sofa í yfir helming helgarinnar og rúmlega það. Já fyrir utan að verða fyrir vikið andvaka í gær og neyðast til að rekast á hressandi þátt um kvenfólk sem slæst. Óvænt og skemmtileg ánægja það.
Bólginn vinstri ökkli síðustu helgar jafnaði sig í síðustu viku (með því hreinlega að hunsa sársaukann). Á laugardaginn byrjaði hann aftur að stríða og núna er ég orðinn draghaltur aftur. Alltaf lítur þetta því út eins og ég sé að koma hundbarinn út úr helgardjammi á mánudagsmorgnum og ég sem var svo rólegur og sofandi þessa helgi.
Vatnspípa er skemmtilegt tæki til tóbaksneyslu. Tóbak með eplabragði, einhver?
Bólginn vinstri ökkli síðustu helgar jafnaði sig í síðustu viku (með því hreinlega að hunsa sársaukann). Á laugardaginn byrjaði hann aftur að stríða og núna er ég orðinn draghaltur aftur. Alltaf lítur þetta því út eins og ég sé að koma hundbarinn út úr helgardjammi á mánudagsmorgnum og ég sem var svo rólegur og sofandi þessa helgi.
Vatnspípa er skemmtilegt tæki til tóbaksneyslu. Tóbak með eplabragði, einhver?
Friday, August 05, 2005
Þá er það föstudagurinn
Þökk sé gríðarlegri mótstöðu líkamans að drattast á lappir í morgun var ég ekki mættur til vinnu fyrr en í hádegismatnum. Fyrir vikið dúsi ég hér enn, klukkan fjögur á föstudegi, og hamast í því sem þarf að hamast - þreytuþolsreikningum! Hljómar alveg gríðarlega spennandi er það ekki? En á meðan vélin reiknar þá er um að gera að skrifa eitthvað.
Mikið finnst mér ég hafa skrifað ágætan texta um frelsi á ensku síðuna mína. Ég mátti bara til með að segja frá því.
Talandi um skrif já, mig vantar innblástur í næstu Fréttablaðsgrein. Ég er með tvær í vinnslu en er einhver með innblástur ef ég stranda á þeim?
Helgin er blessunarlega óplönuð og það er ágætt. Síðasta helgi leiddi til vinslita. Ég er ekki frá því. Lífsins langi ólgusjór með hæðum og lægðum. Svona er það nú.
Nú er ég ansi hræddur um að Muzakinn (auk vina) eigi eftir að ausa úr skálum reiðar sinnar, a.m.k. ef marka má viðbrögð hans við þessum texta mínum á Ósýnilegu höndinni. Nú hefur Vefþjóðviljinn kallað skemmdarvargana norðan Vatnajökuls (oft nefndir "mótmælendur" í fréttatímum) sínu rétta nafni, nefninlega skemmdarvarga, og það ætti að ýfa einhverjar fjaðrir á páfuglunum sem kalla sig umhverfisverndarsinna (en ekki ég).
Eitt er að vera ósammála og beita ræðu og riti til að koma skoðunum sínum áleiðis. Eitthvað allt annað er að valda spjöllum og eyðileggingu, eða sína svoleiðis athöfnum samúð með annaðhvort þögn eða skömmum á þá sem fordæma eyðileggingu og spjöll.
Að léttara hjali - Ísland heilsar eftir 13 daga. Menningarnæturkvöldið verður eðalrokk. Er einhver til í að vera fullur á fimmtudagskvöldið 18. ágúst eftir kl 23, föstudagskvöldið (döh!), sunnudagskvöldið og kannski eitthvað létt á mánudagskvöldið? Nánari tímasetningar fara eftir duttlungum fjölskyldumeðlima og edrú fólks.
Mikið finnst mér ég hafa skrifað ágætan texta um frelsi á ensku síðuna mína. Ég mátti bara til með að segja frá því.
Talandi um skrif já, mig vantar innblástur í næstu Fréttablaðsgrein. Ég er með tvær í vinnslu en er einhver með innblástur ef ég stranda á þeim?
Helgin er blessunarlega óplönuð og það er ágætt. Síðasta helgi leiddi til vinslita. Ég er ekki frá því. Lífsins langi ólgusjór með hæðum og lægðum. Svona er það nú.
Nú er ég ansi hræddur um að Muzakinn (auk vina) eigi eftir að ausa úr skálum reiðar sinnar, a.m.k. ef marka má viðbrögð hans við þessum texta mínum á Ósýnilegu höndinni. Nú hefur Vefþjóðviljinn kallað skemmdarvargana norðan Vatnajökuls (oft nefndir "mótmælendur" í fréttatímum) sínu rétta nafni, nefninlega skemmdarvarga, og það ætti að ýfa einhverjar fjaðrir á páfuglunum sem kalla sig umhverfisverndarsinna (en ekki ég).
Eitt er að vera ósammála og beita ræðu og riti til að koma skoðunum sínum áleiðis. Eitthvað allt annað er að valda spjöllum og eyðileggingu, eða sína svoleiðis athöfnum samúð með annaðhvort þögn eða skömmum á þá sem fordæma eyðileggingu og spjöll.
Að léttara hjali - Ísland heilsar eftir 13 daga. Menningarnæturkvöldið verður eðalrokk. Er einhver til í að vera fullur á fimmtudagskvöldið 18. ágúst eftir kl 23, föstudagskvöldið (döh!), sunnudagskvöldið og kannski eitthvað létt á mánudagskvöldið? Nánari tímasetningar fara eftir duttlungum fjölskyldumeðlima og edrú fólks.
Thursday, August 04, 2005
Réttnefni
"Ríkisféhirðir" er ógnvekjandi nafn á reikningsyfirliti, en sem betur fer hirti hann í öfuga átt í þetta skiptið. Ætli fólk yrði jafn"ánægt" með að borga skatta ef "Ríkisféhirðir" væri mættur á reikningsyfirlitið hjá manni um hver mánaðarmót til að sækja væna greiðslu í sjóði hins opinbera? Mikið er nú snjallt af ríkinu að láta atvinnurekendur innheimta tekjuskattinn.
Dagurinn í dag
Þessi dagur mun litast af nokkrum atriðum umfram margt annað:
- Ég át kjarngóðan og mettandi morgunverð en ekki eitthvað sjoppusull á hlaupum.
- Mig dreymdi skemmtilegan hálförvandi draum (þó ekki blautan) sem kætir mig enn.
- Ég get verið aðeins afslappaðri í vinnunni en síðustu 3 daga. Þó get ég ekki slappað neitt sérstaklega af.
- Sólin er komin aftur til Danmerkur.
- Kaffivél 1 er biluð og kaffivél 2 þjáist af vatnsskorti því kaffivél 1 má ekki fá vatn því hún er biluð. Í bili er því kaffilaust á minni hæð.
Þannig er það þá.
- Ég át kjarngóðan og mettandi morgunverð en ekki eitthvað sjoppusull á hlaupum.
- Mig dreymdi skemmtilegan hálförvandi draum (þó ekki blautan) sem kætir mig enn.
- Ég get verið aðeins afslappaðri í vinnunni en síðustu 3 daga. Þó get ég ekki slappað neitt sérstaklega af.
- Sólin er komin aftur til Danmerkur.
- Kaffivél 1 er biluð og kaffivél 2 þjáist af vatnsskorti því kaffivél 1 má ekki fá vatn því hún er biluð. Í bili er því kaffilaust á minni hæð.
Þannig er það þá.
Wednesday, August 03, 2005
Pólitískur rúntur
Hressandi Múrs-grein sem fjallar um áhuga Katrínar Jakobsdóttur á að kíkja ofan í launaumslög samborgara sinna með hjálp ríkisins, og áhuga hennar á að fjarlægja svolítið meira af launatölunum sem hún kíkir á til að draumur hennar um bíllaust Reykjavík geti ræst.
Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar hefur líklega aldrei verið flengdur jafnrækilega í mörg ár eins og síðustu daga. Fyrst skrifar hann grein í Morgunblaðið þar sem hann heimtar aukin opinber framlög í menntakerfið. Fyrir það er hann flengdur með pistli á Vefþjóðviljanum sem byrjar þannig að allir haldi að verið sé að fjalla um grein eftir Ögmund Jónasson, en er síðan eftir Bolla Heimdelling.
Bolli unir þessu auðvitað ekki og skrifar athugasemdir við flenginguna sem hann fær Vefþjóðviljann til að birta. Það gerir Vefþjóðviljinn auðvitað, en ekki fyrr en farið hefur verið yfir það hvernig vond hagfræði verður oft til þess að menn vilja ota sínum tota og láta ríkið styðja sína eigin hagsmuni án þess að huga að öðrum hópum samfélagsins, þ.e. þeirra sem borga reikninginn og fá sína hagsmuni skerta. Ekki þarf að hugsa sig lengi um til að sjá að verið er að flengja Bolla í því spjalli - aftur! Snilld. Ætli Bolli geri fleiri athugasemdir?
Á vígvöll vinstrisins er nú komin ný stjarna, Finnur Dellsén, sem skrifar sem óður sé fyrir Múrinn um þessar mundir [1, 2]. Þetta eru slæmir fréttir fyrir Múrinn. Þar hafa að jafnaði verið góðir pennar sem passa sig á að segja ekki eintóma vitleysu þótt þeir skrifi sjaldnast á þann hátt að ég sé sammála (já, oft er ég ósammála einhverju þótt mér finnst það ekki vera vitleysa). Tvö dæmi: "Gæti hugsanlega verið að aðgerðir Bandaríkjahers í Írak og Afghanistan hafi ekkert með lýðræði og umbætur að gera, heldur séu þær ósköp hversdagsleg hagsmunagæsla?" Auðsvarað: Afghanistan var ekki á neinn einasta hátt ógn við veldi Saudi-fjölskyldunnar, og Írak hefði verið auðsigrað ef Saddam hefði ráðist á Saudi-Arabíu. Finnur eyddi hins vegar heilli grein í að komast að þessari nýju samsæriskenningu sinni.
Annað dæmi eftir Finn: "Engu að síður er það grundvallarforsenda frjálshyggjunnar að peningar séu eftirsóknarverðara en allt annað – hvernig væri annars hægt að réttlæta það að þeir sem eiga meira af þeim njóti meiri réttinda?" Whut tha..? Þessari og öðrum furðulegum fullyrðingum um hvað annað fólk en skoðaðabræður Finns nota til að rökstyðja hugsjónir sínar er svarað stuttlega hér og er vonandi að Finnur lesi þann litla texta og láti af ég-tel-mig-geta-skáldað-rök-annarra-því-ég-er-ósammála-öðrum skrifstíl sínum.
Múrinn er sjálfsagt í hálfgerðu sumarleyfi núna svo ég á svona yfirleitt ekki von á því að Finnur haldi þar áfram.
Hvenær ætli nýju bolirnir mínir komi svo? Eftir eina miðbæjarferð um helgi í þeim hlýt ég að hafa útvegað mér eins og nokkur slagsmál enda er tískan hér fólgin í að ganga um í rauðum bolum með mynd af fjöldamorðingja, nafn harðstjórnarríkis eða einkennistáknum þjóðernissósíalista á sér. Mínir bolir eru ekki alveg á þeirri línu.
Bolli Thoroddsen formaður Heimdallar hefur líklega aldrei verið flengdur jafnrækilega í mörg ár eins og síðustu daga. Fyrst skrifar hann grein í Morgunblaðið þar sem hann heimtar aukin opinber framlög í menntakerfið. Fyrir það er hann flengdur með pistli á Vefþjóðviljanum sem byrjar þannig að allir haldi að verið sé að fjalla um grein eftir Ögmund Jónasson, en er síðan eftir Bolla Heimdelling.
Bolli unir þessu auðvitað ekki og skrifar athugasemdir við flenginguna sem hann fær Vefþjóðviljann til að birta. Það gerir Vefþjóðviljinn auðvitað, en ekki fyrr en farið hefur verið yfir það hvernig vond hagfræði verður oft til þess að menn vilja ota sínum tota og láta ríkið styðja sína eigin hagsmuni án þess að huga að öðrum hópum samfélagsins, þ.e. þeirra sem borga reikninginn og fá sína hagsmuni skerta. Ekki þarf að hugsa sig lengi um til að sjá að verið er að flengja Bolla í því spjalli - aftur! Snilld. Ætli Bolli geri fleiri athugasemdir?
Á vígvöll vinstrisins er nú komin ný stjarna, Finnur Dellsén, sem skrifar sem óður sé fyrir Múrinn um þessar mundir [1, 2]. Þetta eru slæmir fréttir fyrir Múrinn. Þar hafa að jafnaði verið góðir pennar sem passa sig á að segja ekki eintóma vitleysu þótt þeir skrifi sjaldnast á þann hátt að ég sé sammála (já, oft er ég ósammála einhverju þótt mér finnst það ekki vera vitleysa). Tvö dæmi: "Gæti hugsanlega verið að aðgerðir Bandaríkjahers í Írak og Afghanistan hafi ekkert með lýðræði og umbætur að gera, heldur séu þær ósköp hversdagsleg hagsmunagæsla?" Auðsvarað: Afghanistan var ekki á neinn einasta hátt ógn við veldi Saudi-fjölskyldunnar, og Írak hefði verið auðsigrað ef Saddam hefði ráðist á Saudi-Arabíu. Finnur eyddi hins vegar heilli grein í að komast að þessari nýju samsæriskenningu sinni.
Annað dæmi eftir Finn: "Engu að síður er það grundvallarforsenda frjálshyggjunnar að peningar séu eftirsóknarverðara en allt annað – hvernig væri annars hægt að réttlæta það að þeir sem eiga meira af þeim njóti meiri réttinda?" Whut tha..? Þessari og öðrum furðulegum fullyrðingum um hvað annað fólk en skoðaðabræður Finns nota til að rökstyðja hugsjónir sínar er svarað stuttlega hér og er vonandi að Finnur lesi þann litla texta og láti af ég-tel-mig-geta-skáldað-rök-annarra-því-ég-er-ósammála-öðrum skrifstíl sínum.
Múrinn er sjálfsagt í hálfgerðu sumarleyfi núna svo ég á svona yfirleitt ekki von á því að Finnur haldi þar áfram.
Hvenær ætli nýju bolirnir mínir komi svo? Eftir eina miðbæjarferð um helgi í þeim hlýt ég að hafa útvegað mér eins og nokkur slagsmál enda er tískan hér fólgin í að ganga um í rauðum bolum með mynd af fjöldamorðingja, nafn harðstjórnarríkis eða einkennistáknum þjóðernissósíalista á sér. Mínir bolir eru ekki alveg á þeirri línu.
Rannsóknir
Tvær órýndar niðurstöður vafasamra rannsóknaraðferða, og ein öllu skotheldari.
Órýnd niðurstaða 1:
Goldie veldur afkastaaukningu í vinnu. Ekki lítilli heldur! Verst að afkastaaukningin var nú mikið til étin upp af þessari færslu.
Órýnd niðurstaða 2:
Að vera vinnandi, ófastheldinn á peninga og með kærustu í námi veldur ekki bara gríðarlegu útgjaldaflóði á meðan samband varir, heldur einnig eftir að sambandinu lýkur og breytist í vinskap. Svo virðist sem langvarandi "suger-daddy"-ástand geri það að verkum að hinn aðilinn finnur ekki fyrir nægilega aðkallandi þörf að finna aðrar tekjuleiðir en laun hins vinnandi manns. Þessi rannsókn er enn í gangi og lokaniðurstöður verða vonandi ljósar fyrr en síðar.
Hin öllu skotheldari niðurstaða:
Svo virðist sem aukið efnahagslegt frelsi lengi líf þeirra sem þess njóta. Hins vegar virðist efnhagslegt frelsi ekki hafa mikil áhrif á hve hátt hlutfall heildartekna lands hin fátækustu 10% hafa. Til að auka tekjur þeirra 10% fátækustu þarf því að einblína á að stækka kökuna í heild sinni.
Já mikið var ég nú ósvífinn að blanda efnahagslegu stjórnmálaspjalli svona óviðbúið við færslu sem byrjaði sem spjall um eitthvað allt annað.
Órýnd niðurstaða 1:
Goldie veldur afkastaaukningu í vinnu. Ekki lítilli heldur! Verst að afkastaaukningin var nú mikið til étin upp af þessari færslu.
Órýnd niðurstaða 2:
Að vera vinnandi, ófastheldinn á peninga og með kærustu í námi veldur ekki bara gríðarlegu útgjaldaflóði á meðan samband varir, heldur einnig eftir að sambandinu lýkur og breytist í vinskap. Svo virðist sem langvarandi "suger-daddy"-ástand geri það að verkum að hinn aðilinn finnur ekki fyrir nægilega aðkallandi þörf að finna aðrar tekjuleiðir en laun hins vinnandi manns. Þessi rannsókn er enn í gangi og lokaniðurstöður verða vonandi ljósar fyrr en síðar.
Hin öllu skotheldari niðurstaða:
Svo virðist sem aukið efnahagslegt frelsi lengi líf þeirra sem þess njóta. Hins vegar virðist efnhagslegt frelsi ekki hafa mikil áhrif á hve hátt hlutfall heildartekna lands hin fátækustu 10% hafa. Til að auka tekjur þeirra 10% fátækustu þarf því að einblína á að stækka kökuna í heild sinni.
Já mikið var ég nú ósvífinn að blanda efnahagslegu stjórnmálaspjalli svona óviðbúið við færslu sem byrjaði sem spjall um eitthvað allt annað.
Tuesday, August 02, 2005
Garnir gaula
Mikið er að skrýtið að vita ekki hvernig ákveðnar tekjur eru skattaðar, í hvaða landi þær eru skattaðar, og hvort þær eru yfirleitt skattaðar í því landi sem þær eru skattskyldar. Ég gæti hreinlega gerst lögbrjótir fullkomlega gegn vilja mínum ef ég passa mig ekki.
Hið daglega klukkutími-í-mat-garnagaul er byrjað. Ég held að mannslíkaminn sé ekki hannaður fyrir meira en 4 klst matarleysi í einu.
Ég held ég sé að mýkjast með árunum. Margir safna skrápi og byrja þola eitt og annað betur sem áður þoldist illa, en á mínum efri árum er ég farinn að taka ýmislegt nærri mér sem áður flaut fullkomlega áhriflaust framhjá mér. Meira að segja fólk sem greinilega vinnur í óloftræstu umhverfi og skýtur púðurskotum í allar áttir og telur það vera svalt er byrjað að hafa áhrif ólíkt því sem áður var. Hvað er til ráða? Fara á töffaranámskeið?
Ísland: 16 dagar.
Microsoft (MS) má eiga það að hafa byggt upp frekar öflugt verkfærasett með Windows, Office og Outlook. Allt talar saman, virkar saman og vinnur saman og þótt sumt líti sóðalega út, taki óhóflega mikið pláss eða er þungt í vinnslu þá eru kostirnir einfaldlega veigameiri en svo að annað komi til greina fyrir MS-pakkann, segi ég. Auðvitað er stærsti kostur Windows sá að allir nota það og hver veit hvernig heimurinn myndi líta út án Microsoft en líklega hefðu kröfurnar aldrei geta orðið svona miklar ef ekki væri fyrir einn risa undir stöðugri gagnrýni til að draga bátinn.
Hið daglega klukkutími-í-mat-garnagaul er byrjað. Ég held að mannslíkaminn sé ekki hannaður fyrir meira en 4 klst matarleysi í einu.
Ég held ég sé að mýkjast með árunum. Margir safna skrápi og byrja þola eitt og annað betur sem áður þoldist illa, en á mínum efri árum er ég farinn að taka ýmislegt nærri mér sem áður flaut fullkomlega áhriflaust framhjá mér. Meira að segja fólk sem greinilega vinnur í óloftræstu umhverfi og skýtur púðurskotum í allar áttir og telur það vera svalt er byrjað að hafa áhrif ólíkt því sem áður var. Hvað er til ráða? Fara á töffaranámskeið?
Ísland: 16 dagar.
Microsoft (MS) má eiga það að hafa byggt upp frekar öflugt verkfærasett með Windows, Office og Outlook. Allt talar saman, virkar saman og vinnur saman og þótt sumt líti sóðalega út, taki óhóflega mikið pláss eða er þungt í vinnslu þá eru kostirnir einfaldlega veigameiri en svo að annað komi til greina fyrir MS-pakkann, segi ég. Auðvitað er stærsti kostur Windows sá að allir nota það og hver veit hvernig heimurinn myndi líta út án Microsoft en líklega hefðu kröfurnar aldrei geta orðið svona miklar ef ekki væri fyrir einn risa undir stöðugri gagnrýni til að draga bátinn.
Monday, August 01, 2005
Ætt í drullupollinn og ofsalegt vald
Alltaf gaman að fá viðbrögð á háa planinu frá aðalfereyki netsins - Mása, Bre, Ernu og Muzak. Reyndar mjög gaman. 'For the record' þá er sjálfskipaður þetta eða hitt í mínum huga (og ég bý því miður ekki yfir fleiri hugum og þaðan af síður hef stjórn á helstu upplýsingaveitum) einhver sem kallar sig eitthvað á meðan ég myndi kalla viðkomandi eitthvað annað. Þetta vefst víst fyrir einhverjum. Fólki er svo vitaskuld í sjálfsvald sett að kalla sig hvað sem það vill (úbbs, nema um lögvernduð starfsheiti sé að ræða).
Helstu fréttir að heiman: Þann 1. september flytja fjórar af sex manneskjum út úr þeim ágæta "bofællesskab" sem ég bý í. Þar sem sá sem eftir er er ósköp lítið heima við og hefur ósköp lítið samneyti við fólkið sem hann leigir með þá þýðir það í stuttu máli að ég er nú að fara fylla fjögur herbergi af leigjendum sem ég ræð hverjir verða (með hjálp þeirra fjögurra sem eru að flytja út samt). Þetta er ofsalegt vald sem mér er gefið og nú er að hugleiða notkun þess vel og vandlega.
Annars lýkur nú 12 tíma skrifstofuviðveru með eins og einni næturkeyrslu. Kannski ég fái þá á tilfinninguna að ég sé enn að vinna á meðan ég skrölti heim í skyndibitafæðið, kvöldölinn og snemmbúinn háttatíma. Lífið er einfalt á virkum dögum. I told you so.
Helstu fréttir að heiman: Þann 1. september flytja fjórar af sex manneskjum út úr þeim ágæta "bofællesskab" sem ég bý í. Þar sem sá sem eftir er er ósköp lítið heima við og hefur ósköp lítið samneyti við fólkið sem hann leigir með þá þýðir það í stuttu máli að ég er nú að fara fylla fjögur herbergi af leigjendum sem ég ræð hverjir verða (með hjálp þeirra fjögurra sem eru að flytja út samt). Þetta er ofsalegt vald sem mér er gefið og nú er að hugleiða notkun þess vel og vandlega.
Annars lýkur nú 12 tíma skrifstofuviðveru með eins og einni næturkeyrslu. Kannski ég fái þá á tilfinninguna að ég sé enn að vinna á meðan ég skrölti heim í skyndibitafæðið, kvöldölinn og snemmbúinn háttatíma. Lífið er einfalt á virkum dögum. I told you so.
Guði sé lof helgin er búin!
Ég þakka hreinlega fyrir að helgin sé nú að baki. Lífið er svo miklu einfaldara á virkum dögum. Ég er draghaltur, brenndi líklega einhverjar persónulegar brýr á laugardagskvöldið og jú, fékk grein birta (.pdf, bls. 12), en engu að síður er tilveran miklu einfaldari á virkum dögum.
Subscribe to:
Posts (Atom)