Finnst þessir mótmælendur vera orðnir frekar þreytandi. Er að hugsa um að mæta þangað upp eftir með hóp af fólki og mótmæla mótmælendunum... hlekkja mig við þá, skemma bílana þeirra o.s.frv.Reyndar eru til (a.m.k. ein) samtök einstaklinga sem m.a. mæta á mótmæli spellvirkja en á friðsaman hátt mótmæla stefnu þeirra og boða andstæða stefnu: Bureaucrash.
Nóg um það. Af einhverjum ástæðum finnst mér ég vera staddur í þætti af The Twilight Zone. Ég pantaði netbanka en sú pöntun virðist hafa gufað upp. Ég pantaði tvo boli á netinu en þeir hafa ekki skilað sér innan skynsamlegra tímamarka. Ég borga reikninga og þeir borgast ekki. Ég sendi póst og ekkert gerist. Ég hringi og lendi í of langri bið miðað við þolinmæðina sem ég hef. Ég er með öðrum orðum að þurrkast út úr kerfinu. Ef ég hverf á næstu dögum þá vitið þið að einhver alheimssamtök kommúnista hafa smyglað meðlimum sínum inn í innstu raðir og fjarlægt mig.
Hressandi sending yfirgaf húsið rétt í þessu og ætti að prentast fljótlega. Gott.
Núna hef ég u.þ.b. 21 dag til að finna fjóra einstaklinga í þau fjögur herbergi sem losna um mánaðarmótin í íbúðinni sem ég leigi herbergi í. Ekkert mál!
No comments:
Post a Comment