Þá er hressandi vinnuviku lokið. Mikið afskaplega fara Danir í gott skap rétt áður en þeir fara í helgarfrí. Auðvitað get ég sagt hið sama um mig en samt... það er eitthvað öðruvísi en hjá Dönunum. Þetta segir kannski eitthvað um hvað ég á lítið líf í augnablikinu.
DV birti hressandi orð eftir mig í dag. Kannski Fréttablaðið geri hið sama á morgun eða hinn.
Ölsötur og stjórnmálaspjall í kvöld. Ef nakið kvenfólk gæti bara líka komist í dagskránna líka þá væru öll áhugamál mín sameinuð í einn atburð. Spurning um að taka sötrið og spjallið út á nektarbúllu?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment