Alltaf þegar ég henti blaði í endurvinnslukassann hérna þá verður mér hugsað til alls eldsneytisins sem fer í að keyra pappír sérstaklega en ekki með öðru rusli, alls skattpeningsins sem fer í að borga sérstökum endurvinnslumönnum, bílstjórum og stjórnendum fyrir að höndla endurvinnslupappírsinn, allra límefnanna sem verða notuð til að líma saman hakkaðan pappírinn, allrar mengunarinnar sem endurvinnsla hefur í för með sér og loks til hins lélega pappírs sem verður til að ferlinu loknu og virðist bara kaupast af opinberum stofnunum og eggjaframleiðendum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Eftir því sem ég best veit er hægt að gera sæmilegasta skeini úr endurvinnslumassanum. Er það rangt hjá mér?
Besser
Já sennilega eru límefnin best geymd þar sem sólin skín ekki, ef ekki í praktík þá í teorí.
En ef þú vegur á móti eldsneytið og handverkið sem fer í að keyra það hráefni sem notað er í hvítan pappír milli staða, límefnin sem eru notuð í slíkan pappír og bleikiefnið?
Iss helduru ég sé með heildarmyndina í huga! Ég ímynda mér annars að sú litla viðbót af hvítum pappír sem þurfi til að dekka þörfina ef endurnýttur pappír væri ekki lengur til staðar hlyti að gufa upp í stærðarhagkvæmni á öllum vígstöðvum hvítpappírsframleiðslunnar. Ímyndun er samt ekki mjög traustvekjandi. Ég veit það nú vel.
Einn prófessor var einmitt lækkaður í tign í umhverfisdeildinni eftir að hafa haldið því fram ítrekað að það væri betra fyrir umhverfið að allir myndu nota einnota glös, diska og hnífapör heldur en menga umhverfið með sápu og öðrum hreinsiefnum auk orkunnar sem færi í hreinsunarverkefnið sjálft.
Post a Comment