Þessi dagur mun litast af nokkrum atriðum umfram margt annað:
- Ég át kjarngóðan og mettandi morgunverð en ekki eitthvað sjoppusull á hlaupum.
- Mig dreymdi skemmtilegan hálförvandi draum (þó ekki blautan) sem kætir mig enn.
- Ég get verið aðeins afslappaðri í vinnunni en síðustu 3 daga. Þó get ég ekki slappað neitt sérstaklega af.
- Sólin er komin aftur til Danmerkur.
- Kaffivél 1 er biluð og kaffivél 2 þjáist af vatnsskorti því kaffivél 1 má ekki fá vatn því hún er biluð. Í bili er því kaffilaust á minni hæð.
Þannig er það þá.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment