Jæja, fyrsta vinnustaðafyllerí Danmerkur afstaðið og það stóðst allar væntingar: Góður matur, ótakmarkað flæði áfengis í um 7-8 klst, hressandi fólk og góð stemming. Nú hefur yfirmaðurinn séð mig vel í glasi, samstarfsfólkið fékk eitthvað til að tala um í dag og þannig er það. Ég ku ekki syngja vel.
Ekki síður hressandi var laugardagskvöldið. DD kom sterkur inn, sem og fámennt en gríðarlega góðmennt DTU-gengi sem lét sjá sig í bænum, og þannig var það.
Hvort á ég að gerast áskrifandi að Economist eða Reason-magazine? Bæði kemur ekki til greina, en annað þeirra er næsta öruggt.
Hvað er heitasta umræðuefnið á Íslandi í dag? Undanþegin mega gjarnan vera sveitastjórnastjórnmál því fátt finnst mér meira óspennandi, og ég tæmdi málefnið af minni hálfu með 200 orðum í DV síðasta föstudag. Ég veit líka að ef Stefán Jón verður borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra (átsj!) og vinstrimenn ná völdum í Danmörku að þá þarf ég að velja mér nýtt búsetuland frá grunni. Ástralía eða Nýja-Sjáland koma vel til greina. Reyndar er ekkert víst að Reykjavík kæmi til greina ef Gísli Marteinn verður borgarstjóri - einhver samfylkingarstækja er af honum.
Mikil þreyta, mörg verkefni. Ég ætla út að fá mér "ferskt" loft og sjá hvað gerist.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment