Alltaf gaman að fá viðbrögð á háa planinu frá aðalfereyki netsins - Mása, Bre, Ernu og Muzak. Reyndar mjög gaman. 'For the record' þá er sjálfskipaður þetta eða hitt í mínum huga (og ég bý því miður ekki yfir fleiri hugum og þaðan af síður hef stjórn á helstu upplýsingaveitum) einhver sem kallar sig eitthvað á meðan ég myndi kalla viðkomandi eitthvað annað. Þetta vefst víst fyrir einhverjum. Fólki er svo vitaskuld í sjálfsvald sett að kalla sig hvað sem það vill (úbbs, nema um lögvernduð starfsheiti sé að ræða).
Helstu fréttir að heiman: Þann 1. september flytja fjórar af sex manneskjum út úr þeim ágæta "bofællesskab" sem ég bý í. Þar sem sá sem eftir er er ósköp lítið heima við og hefur ósköp lítið samneyti við fólkið sem hann leigir með þá þýðir það í stuttu máli að ég er nú að fara fylla fjögur herbergi af leigjendum sem ég ræð hverjir verða (með hjálp þeirra fjögurra sem eru að flytja út samt). Þetta er ofsalegt vald sem mér er gefið og nú er að hugleiða notkun þess vel og vandlega.
Annars lýkur nú 12 tíma skrifstofuviðveru með eins og einni næturkeyrslu. Kannski ég fái þá á tilfinninguna að ég sé enn að vinna á meðan ég skrölti heim í skyndibitafæðið, kvöldölinn og snemmbúinn háttatíma. Lífið er einfalt á virkum dögum. I told you so.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment