Thursday, August 04, 2005

Réttnefni

"Ríkisféhirðir" er ógnvekjandi nafn á reikningsyfirliti, en sem betur fer hirti hann í öfuga átt í þetta skiptið. Ætli fólk yrði jafn"ánægt" með að borga skatta ef "Ríkisféhirðir" væri mættur á reikningsyfirlitið hjá manni um hver mánaðarmót til að sækja væna greiðslu í sjóði hins opinbera? Mikið er nú snjallt af ríkinu að láta atvinnurekendur innheimta tekjuskattinn.

No comments: