Mikið er að skrýtið að vita ekki hvernig ákveðnar tekjur eru skattaðar, í hvaða landi þær eru skattaðar, og hvort þær eru yfirleitt skattaðar í því landi sem þær eru skattskyldar. Ég gæti hreinlega gerst lögbrjótir fullkomlega gegn vilja mínum ef ég passa mig ekki.
Hið daglega klukkutími-í-mat-garnagaul er byrjað. Ég held að mannslíkaminn sé ekki hannaður fyrir meira en 4 klst matarleysi í einu.
Ég held ég sé að mýkjast með árunum. Margir safna skrápi og byrja þola eitt og annað betur sem áður þoldist illa, en á mínum efri árum er ég farinn að taka ýmislegt nærri mér sem áður flaut fullkomlega áhriflaust framhjá mér. Meira að segja fólk sem greinilega vinnur í óloftræstu umhverfi og skýtur púðurskotum í allar áttir og telur það vera svalt er byrjað að hafa áhrif ólíkt því sem áður var. Hvað er til ráða? Fara á töffaranámskeið?
Ísland: 16 dagar.
Microsoft (MS) má eiga það að hafa byggt upp frekar öflugt verkfærasett með Windows, Office og Outlook. Allt talar saman, virkar saman og vinnur saman og þótt sumt líti sóðalega út, taki óhóflega mikið pláss eða er þungt í vinnslu þá eru kostirnir einfaldlega veigameiri en svo að annað komi til greina fyrir MS-pakkann, segi ég. Auðvitað er stærsti kostur Windows sá að allir nota það og hver veit hvernig heimurinn myndi líta út án Microsoft en líklega hefðu kröfurnar aldrei geta orðið svona miklar ef ekki væri fyrir einn risa undir stöðugri gagnrýni til að draga bátinn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment