Wednesday, August 24, 2005

Kvennafærslan

Á minni hæð vinnur einn kvenmaður sem hugsanlega gæti flokkast sem íkippileg. Gallinn er sá að hún hefur setið á skólabekk of lengi með tilheyrandi öfugu hlutfalli matarinntöku og hreyfingar. Ég er ekki mest holdhræddi maður sem ég þekki og fagna reyndar ákveðnu umframmagni af holdi því það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á hlutföll kvenmannslíkamans, en einhvers staðar stoppar það. Annar galli er sá að kvenmaður þessi ætlar ekki á heiftarlegt fyllerí með vinnunni á föstudaginn en eins og allir vita er margt fyrirgefið eftir nokkra bjóra. Kosturinn er svo auðvitað að mér skilst að of persónulegir vinnustaðafundir séu ekki jákvæður hlutur. Ónefndur starfsmaður ónefnds fjármálafyrirtækis hefur miðlað þeirri reynslu til mín.

Að öðrum kvenmanni. Fallegasti tennisspilari heims sem getur eitthvað hefur nýlega náð toppsæti listans yfir bestu tenniskonur heims. Til hamingju Maria! *swing*

Ég á voðalega erfitt með að komast í gang í vinnunni í dag eftir Íslandsdvölina. Einbeitingarleysið er algjört og ég get ekki kennt miklum fjölda fríðra kvenmanna í umhverfi mínu um eins og ég gat í próflestrartímabilum á Þjóðarbókhlöðunni á sínum tíma. Tilhugsunin um slíkt kvenfólk er samt ekkert til að auka einbeitinguna.

Mér varð tíðrætt um ákveðið fjárhagslegt samband mitt við ákveðinn kvenmann um helgina. Nú ætti því að ljúka með ráðningu sem átti sér stað í vikunni. Mikið er það ágætt. Húrra fyrir þolinmæði. Svei fyrir yfirgangi í formi vorkunnar.

Átakið "Arnar í helgarheimsókn!" er í bígerðum. Annars eru blikur á lofti um margar hressandi Köbenferðir á haustmánuðum. Ljóshærður piltur, dökkhærð snót og sitthvað fleira. Nú er að vona að úr sem flestum þeirra rætist.

3 comments:

Burkni said...

Jeeee ljóshærður piltur

Anonymous said...

Dökkhærð snót? Hmmm... ekki ég amk... systir þín? ;)
-sos

Geir said...

Iss ég sagði nú bara sona.