Wednesday, September 29, 2004

Verkamannabuningurinn

Dani ma thekkja af oteljandi mismunandi atridum. Eitt theirra er hvernig their njota tobaks. Theim finnst gott ad reykja (audvitad) en vilja helst gera thad thannig ad thad sjaist ad their seu ad reykja - til dæmis medan their eru ad vinna vid eitthvad med høndunum. Sigarettan skal lafa ur munnvikinu og ekki er verra ef samtal er i gangi medan svo er.

30% danskra karla reykja og um 25% danskra kvenna reykja. A Islandi reykja tæp 20% kvenna og um 25% karla. Munurinn a sigarettupakkanum a Islandi og i Danmørku er allt ad thvi helmingur. Samhengi milli reykinga og verdlags a tobaki virdist laust i reipunum. Tobaksgjøld mætti thvi med sanni kalla fatækraskatt, thvi thad er helst rika folkid sem a audvelt med ad hætta reykja.

Monday, September 27, 2004

Smjørid heldur afram

Litid ad fretta i bili. Enntha er thad verkamadurinn og enntha er dønskukunnattan ad smam saman batna. Solin skin en uti er kalt. Stefan Ørn og Aggu a leid hingad um helgina. Glæsilegt thad.

Danir segja ad hærri skattar muni skila ser i bættri opinberri thjonustu. Tekjuskattar eru allajafna ad drekka i sig stærri hluta launaumslaganna en a Islandi og samt eru bidlistar a sjukrahusum, eftir afengismedferd, eftir nanast øllu sem rikid ser um.

Skodanakønnun i Danmørku bendir til ad meirihluti Dana vilji ad sparneytin økutæki njoti skattaivilnanna. I stuttu mali thydir thad ad dyrir evropskir bilar lækka i verdi en bilar verkamannanna hækka i verdi. I sømu kønnun kemur fram ad Danir vilja ekki borga meira fyrir bensinid, sem tho væri ein augljosasta leid rikisins til ad na til baka tekjum sem tapast vegna skattaivilnanna a økutæki rika folksins. Danir skilja almennt ekki hid litla samband milli umsvifa rikisins og getu thess til ad koma til mots vid borganana.

Thursday, September 23, 2004

Fyrsta vidtalid

Fyrsta alvøruvidtalid loksins komid a dagskra. Bjartsyni er hofleg (lesist: hverfandi) en timamotin eru stor engu ad sidur.

Dønsk party eru spes. Stengade 30 er magnadur stadur.

Their sem eru atvinnulausir i Danmørku hafa tvær møgulegar astædur fyrir astandi sinu:
1. Danska rikisframfærslan er svo god.
2. Leti + sparife.
Thridja astædan gæti audvitad verid sjukdomar, en su astæda a bara vid i undantekningartilvikum. Thad er fullt af atvinnu i Danmørku.

I dag er eg med einhverja helvitis halsbolgu og nefrennsli. Mig grunar ad lysispillurnar sem eru seldar i Netto, og eru framleiddar a Islandi fyrir danskan markad, seu bunar til ur einhverjum urgangshraefnum. Gott a Dani audvitad, en svei fyrir mig. Alvørulysi væri vel thegid vid tækifæri.

Wednesday, September 15, 2004

Danski verkamadurinn

Nuna er eg buinn ad kynna mer dyrategundina 'arbeites danskus', eda hinn danska verkamann, og nidurstødur rannsokna eru eftirfarandi:
- Allt er thess virdi ad nøldra yfir - lengi!
- Øll thekking og geta er efnividur i langvarandi sjalfsanægju og gort.
- Yfirmadurinn veit allt og undirmadurinn a helst ekki ad taka frumkvædi ad neinu an leyfis.
- Reykingar eru godar.
- Sami brandarinn er alltaf jafnfyndinn.
Eitthvad hefur gleymst hja mer en thetta eru tha bara frumnidurstødur.

Sterk sol og urhellisrigning til skiptis er vedur dagsins, olikt thvi sem vedurspain segir. Audvitad.

Vinstrimenn i Danmørku segja ad ekki megi lækka skatta thvi tha breikki bilid a milli theirra sem hafa vinnu og theirra sem eru atvinnulausir.

Skemmtilegar myndir fra Ølympiuleikunum er ad finna her, ad sjalfsøgdu i bodi Hauks. Serstaklega skemmtilegar eru myndirnar af mer - 1 2 3.

Sanne a afmæli a morgun. Hvad er hægt ad gefa stelpum?

Tuesday, September 14, 2004

Vidkvæmir

Thegar eg bjo i Danmørku veturinn 2002-2003 var hægristjorn nytekin vid vøldum (eda borgaraleg midjustjorn eda hvad thad gæti heitid). Thessi stjorn bodadi skattastop og jafnvel skattalækkanir og tøldu vinstrimenn slikt vera ods manns ædi og til thess gert ad leggja Danmørku i rust. Nu eru sosialistarnir byrjadir ad tala um skattathak og efri mørk a skattahækkunum fyrir kosningarnar i haust. Margt ad breytast greinilega.

A sinum tima voru Danir ad tala um ad lækka skatta og gjøld a afengi og tobak til ad minnka landamæraverslun vid Thyskaland og ønnur riki sem budu upp a betri kjør. Lækkanirnar gengu i gegn og nu er anægjulegt ad drekka afengi i Danmørku, og tobaksnotkun er ekki til ad steypa laglaunafolki i gjaldthrot. Eru Danir lausir vid vidkvæmina sem einkennir allt tal um afengi og tobak a Islandi?

Nei. Nu er verid ad tala um reykingabann a skemmtistødum, kaffihusum og veitingahusum. Sem betur fer eru flestir thingmenn a moti thvi og vilja leyfa frjalsu folki ad taka sjalfstædar akvardanir, en bara thad ad umrædan se i gangi bendir til thess ad Danir eru ekki alveg lausir vid pempiuskap islenskra og bandariskra vinstrimanna, sem vilja ad allt se løgum og reglum undirorpid og telja ad sjalfstædar akvardanir taki of langan tima til ad tholast.

****

En nog um politik. Eg ætladi vid ad halda henni utan vid thessa sidu. I Danmørku er heitt aftur og solin skin og rigningin i vedurspanni lætur ekki sja sig. Danskir vedurfrædingar eru lelegri en their islensku, og tha er ymislegt sagt.

Danskt party loksins a dagskra - eda hvad? Spennan magnast.

Monday, September 13, 2004

Sending fra sosialistarikinu

Haukur fær risahros fyrir velheppnada Ølympiuleika thar sem eg vil personulega meina ad eg og Dadi høfum verid menn dagsins. Eg tok ithrotta-Dana i nefid i fløskugangi og Dadi for i bjorbad.

Stjornin mun halda velli i Danmørku ef fer sem horfir. Kannski Danmørk eigi sens eftir allt saman. Eg hlakka til ad sja fyrstu utborgunina a føstudaginn. 'Fradrag', 'kommuneskat', 'amtskat', 'statenskat', 'bundskat', 'mellemskat', 'Folkekirken', 'pension', 'a-klasse' og ymsar adrar breytur hafa fyrir løngu slegid mig ut af laginu i aætlun utborgunar.

Gauti var hress. Nu tekur vid sotthreinsun a ymsum husgøgnum sem fyrir løngu eru gegnumettud af uppgufudu afengi ur piltinum.

Eg fer alveg ad fa nog af sapu og thvætti. Kannski eg skipti yfir i matreidslugeirann eftir helgi. Hver veit?

Friday, September 10, 2004

Steikjandi sol (inkl. moms)

Steikjandi sol i dag og Danir hætta ad vinna kl 15 a føstudøgum. Stundum skil eg ekki hvernig hagkerfid herna gengur upp. 37 tima vinnuvika, 50% skattar, 2 langar pasur a dag auk halftima hadegismats. Engin furda ad Danir thurfa alla thessa innflytjendur til ad halda uppi framlegdinni.

Nidurtalning fyrir Ølympiuleikana hefst bradum. Gauti var hress i nott og er hress i dag ef marka ma nyjustu brunkuna hans. Dagskrain er øll ad koma til i Danmerkurheimsoknum.

Kokdos med polskri aletrun er betri en kokdos med danskri aletrun.

'Halvtreds betaler vi til kunstnerne' sa eg skrifad um skattheimtuna i Danmørku i myndasøgu. Engin furda - her er allt morandi i listaskolum, fullum af verdandi listamønnum sem fa framfærslu a medan their eru i skola til thess eins ad thurfa framfærslu fyrir ad vera atvinnulausir ad skolagøngu lokinni.

Loksins kominn med danskt bankakort. Thetta er allt ad koma.

Thursday, September 09, 2004

Heitt i dag

Mikil sol i dag. Er i skitugri vinnu sem er samt alveg 'helt i orden'. Verkmannsvinnuna lit eg a sem dønskukennsluna mina, og eg mun brydda upp a gagnslausum samrædum og hlera samtøl uns eg næ thessu fjandans tungumali almennilega. Eg er i dag ordinn atvinnuvidtals- og atvinnufær, en skrifleg danska, framburdur og ordafordi bida enntha betri tima.

Thøkk sem dønskum floamørkudum tha er heimilid ad mestu ordid fullbuid husgøgnum. Sumt kostadi nokkrar (danskar) kronur, annad var gefins/okeypis.

Gauti lendir i kvøld og a laugardaginn eru Ølympiuleikarnir. Føstudagur næstu viku er fyrsti utborgunardagur - mikid verdur gaman ad sja hvad danska skattkerfid gerir mer.

Wednesday, September 08, 2004

Prøve

Tha er ad profa hvort madur nenni ad halda uti personulegu bloggi. Upplysingar til ad byrja med:

Heimilisfang:
Åboulevard 34, E, stuen t.h.,
2200 København N.
Denmark

Simanumer:
+45 2824 6896

Netfang:
geirag hja frelsi.com

Sådan er det.