Wednesday, June 18, 2008

Work hard, play hard

Jahérna hér, það er naumast hvað komandi þrítugsaldurinn er þrátt fyrir allt að gera mig tvítugan. Litháen í langa sukkferð í byrjun maí, Íslands í tæpar tvær vikur í byrjun júní, Hróaskelda í byrjun júli og Færeyjar í viku í lok júlí. Ef nú bara að Ølympics verða líka að veruleika þá held ég að ég geti verið ansi sáttur með yfirferðina á þessu sumri.

Haustið býður svo upp á viku með múttu, systu og brósa í viku og a.m.k. langa helgi með a.m.k. Örvari og Sverri.

Hver segir að aldurinn þýði minna sukk og svínari? Ekki ég! Mér líður eins og nýstúdent með ofvaxinn yfirdrátt (en er verkfræðingur með ofvaxinn yfirvinnutímareikning). Skál fyrir því! Og ykkur!

Saturday, June 14, 2008

Hróaskeldu-miðinn er pantaður og greiddur!

Núna er bara að bíða eftir póstinum með miðann góða!

Wednesday, June 11, 2008

Ísland hluti 2 og fleira

Núna er ég búinn að eyða tveimur dögum í að jafna mig líkamlega eftir Íslandsferðina og flug og því ekki seinna vænna en að klára Íslandsannálinn.

Seinasta færsla var skrifuð á þriðjudagskvöldi seinustu viku. Næstu tveir dagar fóru meira og minna í að stússast með mömmu og einnig skrapp ég í gríðarhressandi bíóferð með systu og brósa og leynigestinum Soffíu sætu. Ákaflega ljúft.

Á fimmtudagskvöldinu fengu ég og mamma óvænta heimsókn frá tveimur másandi og móðum herramönnum sem hljóta að eiga sérstyrkt hjól og hljóta að hafa fundið skíðalyftu í Ártúnsbrekkunni (Arnar og Daði). Óvænt og skemmtilegt og mamma er komin í mikil vandræði með að finna tengdarsoninn.

Föstudagurinn var tekinn 'snemma' með frábæru kaffiboði þar sem ég var umkringdur ákaflega vel heppnuðu og skemmtilegu kvenfólki. Kvöldið var engu síðra - sukk og svínarí með Arnari, Daða, Hlyni og Soffíu sætu. Bærinn var vitaskuld heimsóttur, Arnar hitti frænku sína 'ógeðslegu' og ég var hirtur upp úr sukkinu sem var ekki bara ljómandi af því ég slapp þannig við leigubílaröðina. Aldeilis ekki bara ljómandi af þeirri ástæðu einni. ...fann leigubíl!

Laugardagur til þynnku? Já svo sannarlega. Laugardagskvöld til ölvunar? Heldur betur. Eftir ljúffengt slátur hjá ömmu var haldið í Sætúnið en Jóns bauð þar í póker, borgara og bjórdrykkju og reyndist teitið vera bænum fremri og ég fór því ekkert fyrr en ég lagðist upp í þægilegt rúm á öðrum stað.

Sunnudagurinn 'hófst' með kaffi og kökum hjá pabba og endaði á Hótel Mömmu með systkynum mínum og vægum ónotum í maga. Þreyttur skrokkurinn var svo dreginn af stað til Keflavíkur á mánudeginum og síðan þá hef ég reynt að ná áttum í vinnunni, skíta því sem skíta þarf og í kvöld var tekið smá fótboltagláp með Óla og Svenna.

Í Danmörku er alltof heitt núna sem truflar nætursvefninn minn og gerir öll föt óþörf þótt einhverju þurfi ég samt að klæðast af kurteisisástæðum við aðra í kringum mig.

Tölvan heimtar endurræsingu núna og ég læt því staðar numið í bili. Ertu búinn að lesa sunnudagsmoggann seinasta og Þjóðmál?

Tuesday, June 03, 2008

Mola-blogg frá Íslandi 1

Þá að henda frá mér nokkrum molum frá Íslandsferðinni (so far):

Fyrsti dagurinn á Fjólustöðum - jarðskjálfti sem vaggaði mér varlega í stól út í garði - gláp - vaknað ELDsnemma. Fjólu skutlað í flug. Bíll hennar tekinn. Ekið í vinnu mömmu og lyklar sóttir. Klukkutímablundur. Hádegismatur hjá Stebba - Sölvi hress og Stebbi líka. Ríkið. Blundur. Vakna - sturta - jakkaföt. MR-reunion sem hófst á XY-hitting á Sægreifanum. Mætt snemma í salinn. Kátur. "Ásdís" og "Kjartan". Ölvun. Dansað ('Eclipe of My Heart' fyrir hana Jónu). Bærinn. Funheitt kreditkort (átsj). Haukur sætur á Celtic. Eftirpartý hjá systu. Heim í taxa.

Laugardagur: Vakna við boð um að kíkja í kaffi. Kaffið gott og félagsskapurinn líka (fusion art, hressandi). Heim - sturta - djammföt. Matarboð strákanna hjá Aggú. Gular nærbuxur (og "fíllinn"). Drykkja og spjall í hæsta gæðaflokki. Bær. Ölstofa, Kaffibarinn, Ellefan og kannski eitthvað fleira. Far heim.

Sunnudagur: Vakna við boð um að kíkja í kaffi. Kaffið gott og félagsskapurinn líka. Matur hjá ömmu og afa.

Mánudagur: Erindagjörðir og rúntur með brósa. Kíkt á fallega nýja frænda minn á Álftarnesi. Fjóla og Jenný. Loksins kíki ég á póstinn og MSN í fyrsta sinn síðan á miðvikudagskvöld. Ég er þreyttur en sáttur!

Jæja gott fólk, hvað á að gera um næstu helgi?!