Wednesday, June 18, 2008

Work hard, play hard

Jahérna hér, það er naumast hvað komandi þrítugsaldurinn er þrátt fyrir allt að gera mig tvítugan. Litháen í langa sukkferð í byrjun maí, Íslands í tæpar tvær vikur í byrjun júní, Hróaskelda í byrjun júli og Færeyjar í viku í lok júlí. Ef nú bara að Ølympics verða líka að veruleika þá held ég að ég geti verið ansi sáttur með yfirferðina á þessu sumri.

Haustið býður svo upp á viku með múttu, systu og brósa í viku og a.m.k. langa helgi með a.m.k. Örvari og Sverri.

Hver segir að aldurinn þýði minna sukk og svínari? Ekki ég! Mér líður eins og nýstúdent með ofvaxinn yfirdrátt (en er verkfræðingur með ofvaxinn yfirvinnutímareikning). Skál fyrir því! Og ykkur!

4 comments:

Anonymous said...

Kallast þetta ekki grái fiðringurinn?
Birna

Geir said...

Nei, hann tilheyrir eingöngu þeim sem hafa verið giftir (eða eitthvað keimlíkt) "of lengi" og hafa náð gráa-hárs aldrinum. Mig vantar í raun nafn á minn fiðring - kannski Arnarinn (að vísu frátekið hugtak) eða Daðinn eða eitthvað álíka?

-Hawk- said...

Þetta virðist bara vera rétti aldurinn í þetta. Ég var nú upp á mitt besta í DK einmitt á þessum aldri... :D

Anonymous said...

Þetta kallast að taka Geirinn!