Sunday, February 27, 2005

Rétt ályktað: Ekkert að frétta

Þessi síða er ekki uppfærð því það er ekkert til að færa upp. Vinna, sofa, borða og sitthvað fleira.

Danskir frjálshyggjumenn orðnir órólegir og hyggja jafnvel á eitthvað uppbrot á flóru stjórnmálaflokka hér í landi. Mikið væri það hressandi. Í Danmörku er heill haugur fólks sem hefur einfaldlega mestan áhuga á að fá að halda eftir eitthvað af ákvörðunum í lífinu fyrir sjálft sig, og þetta fólk hefur um ósköp lítið að velja í hópi danskra vinstri- og miðjuflokka.

Ætla að kíkja hingað á föstudaginn. Jámm. Verð að prófa eitthvað nýtt. Ekkert að virka af því sem ég er að gera núna.

Monday, February 21, 2005

Hress helgi

Helgin var hress í øllum skilningi ordsins. Maggi var gladur, Haukur var gladur, Bjarki var gladur og eg var gladur. Eitthvad vard Sanne óglød med hvernig eg kvaddi Haukinn minn en thad er nú bara eins og thad er.

Stundum eru spurningaleikir í sænsku síddegissjónvarpi alveg prýdileg skemmtun. Ég læt vera ad nefna einhverjar astædur.

Í dag var ég í fyrsta skipti einn vid stjórnvølinn thegar fyrirtækjapóstur var keyrdur út í morgun á mínu svædi. Stressid er ædislegt. Umferdarmenning Kaupmannahafnar er ædisleg. Hasarinn er grídarhressandi. Sama prógramm á morgun. Mikid verdur gott ad segja upp hjá póstinum sem ómissandi madur.

Vegna thrystings

Í kjølfar fjølda áskorana (!) birti ég nú bréfid sem ég sendi á Múrinn í sídustu viku vegna thessarar greinar, og kannski Dadi segi nokkur ord í kjølfarid?

****

Sæll Huginn.

Í grein þinni, "Kína og Kyoto", á Múrnum í dag (15. feb.), segir þú eftirfarandi:

"Hvað varðar einangraða afstöðu Bandaríkjastjórnar til Kyoto-bókunarinnar þá er rétt að benda á að á árunum 1996-2000 drógu Kínverjar úr losun gróðurhúsaloftegunda um 17 prósent á meðan hagvöxtur jókst um 36 prósent."

Ég ætla ekki að draga þessar tölur í efa, og raunar fagna ég þeim ákaft. Hins vegar finnst mér ábending þín vera athyglisverð því á umræddum árum stóð Kína utan við Kyoto-samkomulagið og aðra alþjóðlega sáttmála um útblástur og umgengni við umhverfið (ég veit a.m.k. ekki betur). Hins vegar markaðsvæddist kínverska hagkerfið á undraverðum hraða á sama tímabili. Í því samhengi fullyrði ég nú (án þess að biðja um viðbrögð við því):

Markaðsvæðing Kína leiðir beint eða óbeint til eftirfarandi aðstæðna:
- Almenningur efnast, hættir í auknum mæli að eyða allri sinni orku í brauðstritið, og byrjar um leið að hugleiða "lúxus"varning eins og hreinna umhverfi og ósýkt vatn.
- Fyrirtæki í markaðsvæddu samkeppnisumhverfi leita leiða til að lækka kostnað, t.d. við orkuöflun, og krefjast þar með framleiðslutækja sem nýta eldsneyti betur. Almenningur gerir hið sama, og byrjar t.d. að kaupa nýrri og sparneytnari bíla eftir því sem efnahagurinn vænkast, sem aftur gerist með aukinni markaðsvæðingu samfélagsins.
- Stjórnvöld átta sig á því að einkaeignarrétturinn er lykilatriði bak við efnahagslega velsæld og nauðsynlegur hvati til að knýja umbætur og framfarir áfram. Þegar einkaeignarrétturinn nýtur verndar er erfiðara fyrir fyrirtæki að menga t.d. land og grunnvatn án skaðabótakröfu, sem aftur leiðir til almenns bætts umgengis við umhverfið.

Þessar fullyrðingar er hægt að rökstyðja á ýmsa vegu, t.d. með hráum tölfræðilegum úttektum á sambandi aukinnar þjóðarframleiðslu og "hreinleika" umhverfis í einhverjum skilningi (án þess að magn reglugerða sé tekið með í reikninginn enda, að því er virðist, ekkert samband milli þess og hreinleika umhverfis). Tvær tilvitnanir úr ágætri ritgerð, Sustainable Development: A Dubious Solution in Search of a Problem:
http://www.cato.org/pub_display.php?pub_id=1308

Um loftmengun:
"Empirical examination of the data demonstrates a clear relationship between per capita income growth in the United States and absolute reduction of air emissions. Data from Europe are far more fragmentary but consistent with trends in the United States. Clearly, when economic growth reaches a certain level, air pollution begins to fall rapidly." (bls. 15)

Um vatnsmengun:
"The World Bank examined trends in fecal bacteria concentrations in 52 rivers in 25 countries and found that when per capita incomes reaches about $1,375, water quality begins to improve. Yet, after per capita incomes reach $11,500, water quality begins to deteriorate again. [...] However, when countries get rich enough they use groundwater to a much greater extent, which diminishes the urgency and political inclination to push for even lower fecal pollution standards. Even so, the U.S. Geological Survey finds no worsening of U.S. waters as far as fecal contamination is concerned. Moreover, Princeton economists Gene Grossman and Alan Kreuger find that the concentration of fecal coliform bacteria in rivers begins to decline when per capita income reaches $7,955 (in 1985 dollars)." (bls. 17)

Samband aukinnar þjóðarframleiðslu og efnahagslegs frelsis er svo auðvitað vel þekkt stærð, og samband efnahagslegs frelsis og meðalævilengdar einnig, og svona mætti lengi telja. Sjá fyrst og fremst:

http://www.heritage.org/research/features/index/

Að öllu þessu sögðu spyr ég þig:
Til að auka veg umhverfisverndar á heimsvísu er þá ekki réttast að bjóða heimsbyggðinni upp á frjáls markaðsviðskipti og aukið efnahagslegt frelsi? Ef ekki, hví ekki?

Með von um jákvæð viðbrögð frá þér eða öðrum svipað þenkjandi,
Geir Ágústsson

Thursday, February 17, 2005

Fussumsvei

Nu a ad bæta reykingabanni ofan á hátt bjórverd á veitingahúsum á Íslandi og thar med koma endanlega í veg fyrir ad ferdamenn komi til Íslands frá Danmørku. Nú er ad vona ad Vinstri-grænir og adrir sem boda ferdamennsku sem framtídaratvinnugrein á Íslandi mótmæli hardlega!

Múrverjinn ætlar ad taka sér gódan tíma ad svara. Ég fagna thví. Mogginn ætlar ad taka sér gódan tíma ad birta. Ég fagna thví sídur.

Ég er ad hugsa um ad skella mér í thennan 'a-kasse'. Býst ekki vid ad neinn hafi sérstaka skodun á thví. Hugsanlega thennan samt thrátt fyrir trúarlega tilvísun hans. Í Danmørku eru mørg stærstu stéttaféløgin, eins og 3F og OOA (sem fær mikinn póst vel á minnst), yfirleitt algjør kommagreni. Thau splæsa félagsgjøldum medlima sinna hiklaust í heilsíduauglýsingar í hreinum pólitískum tilgangi, og gefa jafnvel fé til vinstriflokka! Detti af mér allir útlimir ádur en ég tek thátt í slíku rugli og fórna afrakstri vinnu og erfidis í nafni kommúnisma.

Ef einhver efast um samband stéttafélagsins 3F vid kommúnisma thá nægir vidkomandi ad lesa thessa frétt í versta dagbladi Danmerkur (ég nota viljandi ekki ordid "fréttablad").

Thví ótengt vil ég svo nefna ad mér sýnist fastur samningur hjá Post Danmark borga mér litlu undir thví sem ég fengi sem nýrádinn verkfrædingur hjá hinu opinbera í Danmørku. Er thad ekki eitthvad magnad?

Wednesday, February 16, 2005

Húrra fyrir mér

Mitt fyrsta framlag í netvædda Ósýnilega hönd - hér takk fyrir.

Eda hvad?

Úti er kalt og erfitt ad vera a bremsulausu hjoli, en eg ætti nu ad vera ordinn vanur thví eftir 2ja mánada bremsuleysi.

Ef mer skjatlast ekki thá er von á einum ágætum Dalvíking til Danmerkur um helgina. Skjátlast mér?

Í gær keyrdi ég bíl í fyrsta skipti á danskri grund. Um var ad ræda bíl í eigu Post Danmark. Ég var ekki med økuskirteini og hafdi aldrei keyrt í kaupmannskri umferd. Thetta var stud, og thad er meira stud framundan. Mjøg gott.

Ég vona ad Múrverjinn sem skrifadi thennan pistling svari póstinum mínum. Forvitnin er ad éta mig upp!

Saturday, February 12, 2005

Blautt rassgat

Afrakstur dagsins: Nokkur hundrud danskar kronur, og blautt rassgat.

Teiti i kvøld. Lagakeppni skilst mer. Eg sýg í svoleidis og kyngi her med øllu stolti og urskurda mig súkkuladi keppninnar. Vonandi tekst mer ad drekkja stoltinu med ohoflegu magni afengis.

Hja Post Danmark i Østerbro virdist bara vera pláss fyrir eina, ljoshærda, granna, sæta stulku sem er undir 170 cm. Fyrir um manudi var ein slik a svædinu. Hun hvarf. I thessari viku er ønnur mætt. Hressandi.

Tuesday, February 08, 2005

Loksins fréttir!

Jæja gott fólk nú er loksins eitthvad ad frétta sem gæti heitad áhugavert: Sídasta sunnudagskvøld, á medan ég var á Íslandi og Sanne var í heimsókn hjá vinkonum í Danmørku, thá var brotist inn í íbúd okkar skøtuhjúa í Nørrebro. Um er ad ræda enn eitt innbrotid inn í íbúd á jardhæd í byggingunni og fátt gott um thad ad segja. Myndavélin mín fékk ad fara ásamt minniskortum med nokkur hundrud ósédum myndum. Diskaspilari Sanne fékk ad fjúka. Einnig fékk økuskirteini mitt, íslenskt bankakort og danskt sjúkratryggingarskirteini ad fjúka en thau pløgg skiludu sér aftur á løgreglustød og eru á leid í mínar hendur á ný.

Innbrot í mína byggingu eiga thad sameiginlegt ad vera vidvaningslega unnin. Thau eru unnin í flýti, flestøll thung verdmæti eru látin eiga sig og geisladiskar eru sjaldan á bodstólnum, svo eitthvad sé nefnt. Súrast er audvitad myndavélatapid. Ætli einhver heimasídan opni ekki innan skamms med ýmsum skyndimyndum úr mispersónulegu einkalífi mínu?

Hvad um thad - ekki er allt neikvætt. Íslandsførin var gott rokk og thakkir fá m.a. fjølskyldan, "the boys", misrádsettir verk-, efna- og sérfrædingar, frjálshyggjumenn af øllum kyntháttum og kynjum, midbær Reykjavíkur, starfsmenn flugstødva fyrir kæruleysisleg vinnubrøgd á medan ég flutti ítrekad óløglegt magn løglegs varnings á milli landa, eina myndarlega flugfreyja Icelandair, og eflaust er einhverju gleymt. Takk fyrir mig og sjáumst í sumar.

Saturday, February 05, 2005

Ísland

Ísland er hressandi (sérstaklega þegar búið er að núlla kostnað við vímuefnanotkun). Sukk í gær og sukk í kvöld og þá ætti að styttast í að ég klári áfengið sem ég náði til landsins. Not. Hringið ef þið eruð á ferðinni. 6991434.

Blogg.frjalshyggja.is er hressandi.

Thursday, February 03, 2005

Oops

Nei það fór nú ekki svo að ég myndi eftir símakortinu mínu. Ég mundi þó eftir símakorti frá mínu gamla íslenska símfyrirtæki, og var það kortið sem Sanne var með á sínum tíma. Númerið sem nær í mig er þá 6991431 en ekki eitthvað annað.

Tókst að koma með rúmlega það magn áfengis til landsins sem lög leyfa og tilefnin til að drekka það verða að verða næg. Ok!

Tuesday, February 01, 2005

2morrow...

Island á morgun hér kem ég.

Ég vil koma thví á framfæri ad SMS-samskipti vid mig í Danmørku eru MJØG óáreidanlegur samskiptamáti. Svo virdist sem ég fái fæst theirra skilaboda sem mér eru send, og ég veit ekki hvad mín skilabod skila sér vel. Thannig er nú thad.

Yndislesning dagsins er í bodi Orra og finnst hér. Svona úr thví gódar vísur eru sjaldnast of oft kvednar thá kved ég nú eina:
Hegðun mannskepnunnar miðast alltaf við að hámarka ábata. Það hefur verið svo í gegnum alla sögu mankyns. Ábati er hins vegar ekki alltaf efnislegur og það hafa frjálshyggjumenn ítrekað bent á. [...] Ábati getur falist í því að gefa, hjálpa, safna eignum, semja ljóð, eða hvað annað sem eykur ábata fólks. En hvað það nákvæmlega er sem eykur ábata er gríðarlega misjafnt. Þess vegna höfum við frjálshyggjumenn ítrekað krafist þess að hætt verði að hampa ákveðnum hlutum og ákveðinni hegðun umfram aðra. Við viljum að hófsemi sé gætt í beitingu valds gagnvart saklausu fólki. Er það barnsleg krafa? Er barnslegt að verja sig og sína gegn eignaupptöku og yfirgangi þeirra sem telja viðhorf sín öðrum æðri? Hvaða rétt hefur [einhver] til að predika tiltekna ráðstöfun á fé sem þeir nefna sameiginlegt fé sem tekið var með valdi? Þann eina rétt hafa þeir sem rökstyðja má er að vera látnir vera með sitt fé og að ráða sjálfir hvað þeir gera við það.
Ljómandi.

Læt thetta verda kvedjuordin í bili. Sjáumst á klakanum.