Wednesday, February 16, 2005

Eda hvad?

Úti er kalt og erfitt ad vera a bremsulausu hjoli, en eg ætti nu ad vera ordinn vanur thví eftir 2ja mánada bremsuleysi.

Ef mer skjatlast ekki thá er von á einum ágætum Dalvíking til Danmerkur um helgina. Skjátlast mér?

Í gær keyrdi ég bíl í fyrsta skipti á danskri grund. Um var ad ræda bíl í eigu Post Danmark. Ég var ekki med økuskirteini og hafdi aldrei keyrt í kaupmannskri umferd. Thetta var stud, og thad er meira stud framundan. Mjøg gott.

Ég vona ad Múrverjinn sem skrifadi thennan pistling svari póstinum mínum. Forvitnin er ad éta mig upp!

1 comment:

Anonymous said...

Þú veist það mæta vel að það er alltaf auðveldara að spyrja mig því þá færðu rétt svör um hæl.

Staðreyndin í þessu máli virðist aðeins vera hnikað í þessari grein. Útblástur þarf ekkert að vera slæmur. Eingöngu gróðurhúsa loftegundir.

Þar vinna bandaríkin með 25%, en ekki 36% eins og sagt er í greininni. Carbon Díoxíð frá USA 1990 var aftur á móti 36.1%. Hlutfall USA hefur minnkað en umfang hækkað um 11% síðan að þeir skrifuðu undir Kyoto.

Skv. Kyoto áttu þeir á næstu 10 árum að minnka umfang sitt um 6%. Það hefur augljóslega ekki gerst.

Hvað varðar Kínverja efast mjög margir vísindamenn um þessa yfirlýsingar þeirra en eitt er rétt að þeir hafa fengið mikið af tækjabúnaði frá iðnvæddu þjóðunum til að vinna að þessu markmiði.

Og að setja börn inn í íþróttahallir til að sauma Nike búninga og láta alla hjóla í vinnuna býr ekkert til mikið af CO2 eins og gefur að skilja.

Iðnaður þeirra byggist ekki jafn mikið á hörðum efnum eins og hreinu mannafli. Það borgar sig ekki að vera með dýr tæki þar sem þurfa mikla orku þegar þú er með allt þetta fólk. Þetta ætti öllum að vera ljóst.

Aftur á móti er Indland mesta vandamálið og almennt hunsað í þessari umræðu. Þeir hafa 2faldað sitt magn á síðustu 8 árum og munu halda því áfram á þeim næstu.

Hluti af því vandamáli er það á meðan kommúnistarir í Kína reyna að verja sitt fólk með því að fá ekki óæskileg fyrirtæki inn í landi sem búið er að reka frá USA og Evrópusambandinu tekur Indland við þeim með uppinn vangann.

Þetta hefur leitt til þess að efnaiðnaður m.a. hefur flust þangað frá iðnvæddu þjóðunum því það vantar allan vilja til að takast á við vandamálið.

Má þessu t.d. nefna fjölgun í fæðingum á þroskaheftum börnum í Mombai sem var rakinn í bandarískra efnaverksmiðju.

Hvað um það. Ég lærði 2 í Beijing, Huan Dao og ekki trúa neinu sem stendur í China Daily(málgagn kommana) nema leikhússíðunni með sýningartímunum.

Vonandi ertu einhvers nær. Sendi þeir næstu umhverfisskýrslu mína á morgun svo ;)