Tuesday, February 08, 2005

Loksins fréttir!

Jæja gott fólk nú er loksins eitthvad ad frétta sem gæti heitad áhugavert: Sídasta sunnudagskvøld, á medan ég var á Íslandi og Sanne var í heimsókn hjá vinkonum í Danmørku, thá var brotist inn í íbúd okkar skøtuhjúa í Nørrebro. Um er ad ræda enn eitt innbrotid inn í íbúd á jardhæd í byggingunni og fátt gott um thad ad segja. Myndavélin mín fékk ad fara ásamt minniskortum med nokkur hundrud ósédum myndum. Diskaspilari Sanne fékk ad fjúka. Einnig fékk økuskirteini mitt, íslenskt bankakort og danskt sjúkratryggingarskirteini ad fjúka en thau pløgg skiludu sér aftur á løgreglustød og eru á leid í mínar hendur á ný.

Innbrot í mína byggingu eiga thad sameiginlegt ad vera vidvaningslega unnin. Thau eru unnin í flýti, flestøll thung verdmæti eru látin eiga sig og geisladiskar eru sjaldan á bodstólnum, svo eitthvad sé nefnt. Súrast er audvitad myndavélatapid. Ætli einhver heimasídan opni ekki innan skamms med ýmsum skyndimyndum úr mispersónulegu einkalífi mínu?

Hvad um thad - ekki er allt neikvætt. Íslandsførin var gott rokk og thakkir fá m.a. fjølskyldan, "the boys", misrádsettir verk-, efna- og sérfrædingar, frjálshyggjumenn af øllum kyntháttum og kynjum, midbær Reykjavíkur, starfsmenn flugstødva fyrir kæruleysisleg vinnubrøgd á medan ég flutti ítrekad óløglegt magn løglegs varnings á milli landa, eina myndarlega flugfreyja Icelandair, og eflaust er einhverju gleymt. Takk fyrir mig og sjáumst í sumar.

3 comments:

Anonymous said...

Hey - takk fyrir mig!! Ótrúlega gaman að hitta þig, verst hvað minnið er ekki alveg 100%... hehe ;) Sjáumst hress í sumar -óráðsetti efnafræðingurinn

Anonymous said...

Priceless - Vonandi fáum við loksins að sjá þessar myndir af þér að ríða konunni :)

Partý á föstudag og laugardag

.daði

Gauti said...

Hundleiðinlegt að lenda í því að bortist sé inn til manns. Foreldranir lentu einmitt í þessu meðan ég var úti.