Monday, February 21, 2005

Hress helgi

Helgin var hress í øllum skilningi ordsins. Maggi var gladur, Haukur var gladur, Bjarki var gladur og eg var gladur. Eitthvad vard Sanne óglød med hvernig eg kvaddi Haukinn minn en thad er nú bara eins og thad er.

Stundum eru spurningaleikir í sænsku síddegissjónvarpi alveg prýdileg skemmtun. Ég læt vera ad nefna einhverjar astædur.

Í dag var ég í fyrsta skipti einn vid stjórnvølinn thegar fyrirtækjapóstur var keyrdur út í morgun á mínu svædi. Stressid er ædislegt. Umferdarmenning Kaupmannahafnar er ædisleg. Hasarinn er grídarhressandi. Sama prógramm á morgun. Mikid verdur gott ad segja upp hjá póstinum sem ómissandi madur.

4 comments:

Anonymous said...

Sæll Geir

Varðandi grein þína hér að neðan langar mig að segja eftirfarandi.

Þú ýjar að því að aukin velmegun leiði til umhverfisvænni neysluvenju fólks. Þú gleymir alveg að minnast á aukna bílaeign Kínverja og stóraukna olíunotkun sem fylgir vaxandi hagsæld. Það væri hægt að telja upp ótal neysluvörur sem eru óumhverfisvænar í framleiðslu og/eða skila af sér meira sorpi í formi neytendaumbúða. Það er engin tilviljun að mesta neysluríki í heimi, Bandaríkin, skuli menga mest. Hver er þá ástæðan fyrir minnkandi útblæstri Kínverja?

Af hverju gefur þú þér að hagræðing fyrirtækja felist í því að nýta eldsneyti betur? Þetta vikar yfirleitt þannig að fyrirtæki nota þá orkugjafa sem eru ódýrastir óháð því hversu miklum útblæstri þeir valda. Til dæmis myndu mörg fyrirtæki hér á landi frekar notast við kol en ekki vatnsorku ef þau fengju að ráða.

Einkaeignarrétturinn á hafi og lofti er ekki skilgreindur og verður aldrei. Vegna ytri áhrifa (varúð hagfræðihugtak sem fæstir frjálshyggjumenn þekkja) verður ríkið að hafa afskipti með útblæstri fyrirtækja til að hámarka hagfræðilega velsæld (welfare, varúð!).

kveðja
Árni Richard

Geir said...

Eg sagdi ekki ad aukin velmegun leiddi til umhverfisvænni neysluvenja. Eg er ad segja ad i frjalsu markadssamfelagi thar sem eignarretturinn er virtur i botn tha kostar einfaldlega meira ad menga meira en minna, thvi mengun er ekkert annad en eignaspjøll.

Hvad vardar skilgreindan eignarrétt á hafi og lofti tha er thad alveg rétt ad hann verdur aldrei skilgreindur í hefdbundnum skilningi, ólíkt t.d. grunnvatns- og olíuforda í jørdu, bílum og hlutum almennt. Hins vegar getur mengun í hafi og lofti valdid skada á eign og heilsu og t.d. hefur verid stungid upp á thví ad slíkt gæti verid løggild ástæda løgsókna á hendur theim sem menga haf og loft og valda thannig skada á líkømum og eignum annarra. En thad er ønnur og lengri saga.

Ríkisafskipti eru naudsynleg í vissum tilvikum og thad skil ágætlega thrátt fyrir dylgjurnar. Hins vegar ættu thau ad vera bundin vid mjøg thrøng svædi og vera undantekningin en ekki reglan eins og svo mørgum er tamt ad hugsa.

Anonymous said...

Já, þetta er þá nokkuð þversagnakennt. Er eignarétturinn í Bandaríkjunum þá ekki nægilega vel skilgreindur?

Heldur þú að hægt sé að skilgreina skaðabótakröfu á mengunarvalda? Hvernig er hægt að sanna uppruna mengunar?

Geir said...

Mikið er ég ánægður með þessar spurningar því þær valda mestum vandræðum þegar þær eru ekki spurðar (og ég ætla freista þess að svara):

Eignarrétturinn er líklega ágætlega skilgreindur í Bandaríkjunum. Hins vegar þegar ríkið "á" eitthvað þá er eins og skilgreining á eignarrétti fari fyrir lítið, því ríkið fer oftar en ekki illa með eigur sínar. Því fer oft sem fer. Sömu sögu er hægt að segja af mörgum ríkjum, t.d. í Indlandi og Suður-Ameríku, þar sem eign ríkisins er látin spillast fyyrir skyndigróða, t.d. með því að selja fyrirtækjum rétt til að vinna tré úr regnskógum, oft með skringilegri nýtingu á verðmætum.

Hvað varðar skaðabótakröfu á mengunarvalda þá virðist hún lítið fara fyrir brjóstið á þeim sem vilja t.d. banna reykingar á opinberum svæðum án þess að hafa sönnunarbyrðina mikið á heilanum. Hins vegar er oft hægt að tengja saman ákveðna iðju við ákveðna mengun. Hvað segir t.d. blár lækur sem rennur út í næsta fljót um samband mengunar og iðju? Hvað loftmengun varðar þá eru til mýmörg dæmi um fólk sem hefur sýkst á ákveðinn hátt vegna nálægrar búsetu við verksmiðjur og getað leitað réttar síns. Hættan er samt yfirleitt sú að stjórnvöld setji pólitíska hagsmuni ofar rétti einstaklinga til að leita réttar síns, verja sig gegn ofbeldi, en vera að öðru leyti látnir í friði. Til dæmis með því að banna munntóbak og hnefaleika.

Oft virðist manni eins og þeir sem vilja ÞRENGJA hinum og þessum iðnaði eða hinni og þessari "mengandi" iðju láti sönnunarbyrði lítið fyrir sér fara. Mikið væri óskandi að það hugarfar breyttist örlítið.