Thursday, December 27, 2007

Íslandsannáll 2

Hvít jól urðu það þá eftir allt hávaðarokið og rigninguna mína fyrstu viku á Íslandi. Gott mál. Ég kýs fimbulkulda og LOGN fram yfir óþolandi rok og rigningu hvenær sem er!

Alveg hreint var ljúft að hitta piltana sína seinasta fimmtudag. Þeir eru akkeri í lífsins ólgusjó sem ekkert fær haggað!

Á föstudagskvöldið var örlítill jólahlaðborðshittingur frjálshyggjumanna. Það var hressandi kvöld og gott að sjá loksins mörg andlit sem hingað til hafa eingöngu verið sjáanleg sem myndir við hin skynsömu skrif í netheimum og í einstaka dagblaði. Minningum frá seinni hluta kvöldsins er varla til að skipta en vonandi tekur það enginn persónulega.

Frændsystkyni mín í föðurætt héldu teiti á laugardagskvöldinu og ég lýg ekki né ýki þegar ég segi að betur heppnaðan hóp skyldmenna er ekki hægt að finna! Óléttar voru þær nokkrar og árið 2008 verður því gott fyrir kynbætingu Íslendinga. Minningum frá seinni hluta kvöldsins er varla til að skipta en vonandi tekur það enginn persónulega. Eða jú, tók leigubíl heim í fyrsta skipti síðan ég kom til Íslands! Og já, á Sirkus er þjófótt pakk sem ég ætla aldrei að umgangast aftur.

Sunnudaginn nýtti ég í svefn og líkamlega úthreinsun áður en haldið var á Bubba-tónleika um kvöldið. Loksins hitti ég Arnar hinn fagra! Tónleikarnir voru hinir ágætustu en uppdópaðir pabbastrákar enduðu þá lagi eða tveimur of snemma með slagsmálum. Helvítis fífl. Má svo til að segja að ef síkjaftandi óþolandi vanvirðandi fólk er byrjað að venja ferðir sínar á Bubba-tónleika Þorláksmessu þá þarf ég að hugsa mig tvisvar um áður en ég sæki þá aftur!

Aðfangadagur var ljúfur og gott ef pökkunum fer ekki hreinlega fjölgandi með hverju ári! Einn er við hliðina á mér, enn ókominn til eiganda síns, en það vona ég að reddist! Pakkainnihaldið var ljúft svo ekki sé meira sagt. Ég þarf að byrja muna að ef ég bið um eitthvað einfalt og ódýrt þá verður það að dýrri og hátæknilegri gjöf. Hrós fær fjölskyldan fyrir að finna á hverju ári eitthvað sem mig "vantar" þegar ég hef sannfært mig um og gefið út að mig vanti ekkert. Dæmi: Veggklukka, skyrtur, Family Guy nærbuxur og semí-nektarmynd af vini sínum.

Á Jóladag var það jólaboðið hjá ömmu og afa og í ár var 100% mæting, hressandi actionary, gríðargóð stemming, ofgnótt matar og ég í jólasveinahlutverkinu á ný eftir smá hlé. Ég gæti alveg vanist því að hitta mína ágætu ætt aðeins oftar!

Núna er annállinn orðinn alltof margorður. Búið í bili.

Thursday, December 20, 2007

Stikkorðin

Hlynur og Beta (kvikmyndastjarna) á heimavelli í Fjarhitun eru fögur sjón. Sif bílstjóri sömuleiðis.

Raggi, Gauti, Hjalti, Þrándur, Ingi Gauti og Haukur (edrú) ásamt fleiri góðum saman með miklu áfengi í Kvisthaga er skotheld skemmtun. Fosshótel er ekki sem verst. Pulsa á Hlemmi er ágæt, en engin bæjarins besta.

Jólagjafir að detta inn hver af annarri. Á morgun verður þetta klárað!

Kringlan er ekki svo niðurdrepandi súr staður þegar litli bróðir er með í för.

Amma og afi bjóða upp á heimsins bestu lúðu. Vonandi geta sem flestir sagt það sama.

Annað kvöld með piltunum mínum er magahnútshnýtandi tilhlökkun. Á föstudaginn er vel mannað jólahlaðborð (lesist: engir vinstrimenn til staðar). Á laugardaginn er komfararpartý á Álftanesi. Á sunnudaginn er það Bubbi. Planið er gott!

Símanúmerið er: 6948954.

Sjáumst, vonandi!

Friday, December 14, 2007

Lægðahraðlestin býður mig velkominn til Íslands

Veðurfræðingar um allan heim eru ekki að ýkja þegar þeir kalla veðrakerfi Norður-Atlantshafs "lægðahraðlestina". Þetta er alveg hreint ótrúlegt veður. Á hverjum degi verður mér hugsað til ferðalangs sem þarf að keyra milli Keflavíkur og Reykjavíkur og vona að hann haldist á veginum. Á hverjum degi hugsa ég með mér að ég þurfi að drífa mig út og "gera eitthvað", en sú hugsun kafnar í næsta vindgusti að reyna brjótast inn um stofugluggann.

Mér hlýtur samt að takast að fá mér duglega í glas í kvöld og hitta kunnugleg andlit. Er það ekki?

Örlítil ferðasaga hingað til: Tveir til þrír bjórar heima með Ugne í heimsókn, sem svo skutlaði mér á metro-stöðina. Mætti þremur tímum fyrir brottför og hófst handa við drykkju (með óumbeðnum hléum í röðum). Halldóra notaði völd sín á Kastrup til margra góðra verka. Sessunauturinn var Sigga sæta. Sú tók fyrir mig karton í gegnum tollinn og skutlaði mér á Miðnesheiðina. Lífið á Fjólustöðum var ljúft og verður vonandi endurtekið innan ársloka. Hótel mamma seinustu tvo daga hefur ekki svikið frekar en í fyrri skipti. Nú er komin helgi, og sú eina sem er galopin hvað plön varðar. Sjáum hvað setur!

Monday, December 10, 2007

Ísland annað kvöld

Þá er alveg að koma að því að ég fljúgi til Íslands til að eyða afgangi ársins þar (fram til 30. des.). Ég er farinn að hlakka til að fá smá frí frá Dönum sem voru vægast sagt kjaftaglaðir í dag. Hausinn á mér er líka frekar ringlaður eftir vægast sagt óreglulegan svefn um helgina (kl 7-18:30 fös-laug, kl 4-19:30 laug-sun, kl 2-6 sun-mán).

Ég ætla að sofa mikið á Íslandi. Mjög mikið. Og tala íslensku. Og hætta að tala um "réttindi" og "kröfur" og þeim mun meira um "vinnu" og "sjálfsbjargarviðleitni".

'Julefrokost' vinnunnar á föstudaginn var gríðarhressandi athöfn með gríðarmikilli áfengisneyslu. Mikið rosalega var ég skemmtilegur. Annað verður ekki sagt. Missti samt ekki af mér neinar flíkur, hvorki á skemmtuninni né í bænum eftir á. Þess hafa margir saknað síðan buxurnar ruku niður á mínu fyrsta vinnudjammi fyrir um 2 árum síðan. Lengi lifir í gömlum glæðum sögusagnaheimsins. Annað verður ekki sagt.

Tveir bolir frá hinum ágætu samtökum Bureaucrash voru að berast mér í hendur. Ljómandi gott að hafa ný klæði fyrir Íslandsbröltið.

Fyrir um tveimur vikum voru mannaskipti í fjögurra manna skrifstofunni minni í vinnunni. Út fór kvenmaður og í staðinn kom þessi ljúfi piltur. Sá piltur á frekar erfitt með að aðlagast hinni súru diss-stemmingu sem ríkir (ekki ólík þeirri á Verkfræðistofnun í gamla daga) og er núna einlæglega byrjaður að kvarta yfir því að vera kallaður "tøse" og heyra klámfengna útúrsnúninga úr öllu sem hann segir. Greyið hann segi ég bara!

Eitthvað fleira í bili? Nei ætli það. Sjáumst fljótlega!

Thursday, December 06, 2007

Þreyttur líkami en sálin er hress

Mikið afskaplega er skrokkurinn þreyttur núna. Litlir 13 tímar á vinnustaðnum í dag rétt eins og mánudaginn, afmælisdagurinn fór í brölt á milli landa með vinnufund á milli flugvallaheimsókna, í gær var Parken heimsóttur með mjög svo ágætum piltum og drukknir allnokkrir bjórar og á morgun er ofurölvaður 'julefrokost' í vinnunni sem væntanlega verður í kjölfar strembins vinnudags á morgun (langur fundur, margt sem þarf að klára - margt!).

Það liggur við að ég segi að ég eigi skilið smá frí sem einmitt hefst með flugi til Íslands næsta þriðjudagskvöld. Liggur við.

Ég skil ekki (lengur) hvað öllum finnst skrýtið að hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður sé í vandræðum um þessar mundir og mun verða það þar til markaðurinn leiðréttir sig og sendir fyrirtæki og banka í gjaldþrot og greiðslustöðvun í stórum stíl, og fyrirtæki á hausinn, og fólk á götuna. Er ég sá eini sem les Mises.org reglulega?

Svo virðist sem afsakanir mínar til að skreppa oft til Eistrasaltsríkjanna á næsta ári til að drekka góðan bjór á bar fyrir 5 danskar krónur séu orðnar ánægjulega margar.

Þetta með að hafa mini-bar á vinnuskrifstofunni og spurja alla gesti, "do you want a drink?" í bandarískum bíómyndum og þáttum hefur oft fengið mig til spá hvort svona sé þetta í raun og veru í Bandaríkjunum. Veit einhver svarið við því?

Í Danmörku er hægt að millifæra pening óþvingað á danska ríkið á reikningsnúmer 3100 0004000978 eða gíróreikning 4000978. Þá veit alþjóð það.

Mér sýnist ég þurfa að taka að mér föðurlega umhyggju fyrir uppáhalds einstakling mínum á vinnustaðnum svo viðkomandi drekki sjálri sér ekki í vinnu og láti það bitna á geðheilsu sinni.

Vinna já? Sveittur vinnufundur kl 8:30 í fyrramálið með fulltrúum tveggja franskra/semí-franskra fyrirtækja. Best að fara að sofa, bráðum!

Sunday, December 02, 2007

Helgarsprokið

Ekki svo galin helgi nú að baki. Ingi kíkti í bæinn og við tæmdum nokkrar bjórflöskur og skotglös og heimsóttum staði á víð og dreif í Köben, oft í ágætum félagsskap myndarlegra kvenna (já, engin lygi það!). Líkaminn er skiljanlega ekki í toppformi í dag fyrir vikið en kók og pizza hafa bætt mikið úr því. Ingi, vertu alltaf velkominn!

Seinasta vinnuvikan fyrir Íslandsferðina 11. des. tekur við á morgun. Mánudagurinn verður vægast sagt þéttpakkaður og á þriðjudaginn er vinnuferð til Parísar - út að morgni, fundir allan daginn og flug heim um kvöldið. Mér hundleiðist svona ferðir og ein seinkun eða eitt franskt verkfall getur auðveldlega gert allt planið að engu. Óneitanlega gaman er samt að vera sérstaklega umbeðinn þátttakandi á mjög mikilvægum fundi! Ég er jú "the BFLEX engineer"!

Á föstudaginn er 'julefrokost' í vinnunni. Gríðarleg áfengisneysla, stuð og gaman og kannski smá sveifla á dansgólfinu. Tilhlökkun: Mikil!