Friday, December 14, 2007

Lægðahraðlestin býður mig velkominn til Íslands

Veðurfræðingar um allan heim eru ekki að ýkja þegar þeir kalla veðrakerfi Norður-Atlantshafs "lægðahraðlestina". Þetta er alveg hreint ótrúlegt veður. Á hverjum degi verður mér hugsað til ferðalangs sem þarf að keyra milli Keflavíkur og Reykjavíkur og vona að hann haldist á veginum. Á hverjum degi hugsa ég með mér að ég þurfi að drífa mig út og "gera eitthvað", en sú hugsun kafnar í næsta vindgusti að reyna brjótast inn um stofugluggann.

Mér hlýtur samt að takast að fá mér duglega í glas í kvöld og hitta kunnugleg andlit. Er það ekki?

Örlítil ferðasaga hingað til: Tveir til þrír bjórar heima með Ugne í heimsókn, sem svo skutlaði mér á metro-stöðina. Mætti þremur tímum fyrir brottför og hófst handa við drykkju (með óumbeðnum hléum í röðum). Halldóra notaði völd sín á Kastrup til margra góðra verka. Sessunauturinn var Sigga sæta. Sú tók fyrir mig karton í gegnum tollinn og skutlaði mér á Miðnesheiðina. Lífið á Fjólustöðum var ljúft og verður vonandi endurtekið innan ársloka. Hótel mamma seinustu tvo daga hefur ekki svikið frekar en í fyrri skipti. Nú er komin helgi, og sú eina sem er galopin hvað plön varðar. Sjáum hvað setur!

1 comment:

Anonymous said...

Ísland fagra Ísland...