Tuesday, September 06, 2005

Aksjón

Þá er HP2 orðinn bankastarfsmaður og þar með kominn í fríðan hóp manna og kvenna sem mæta í vinnuna með bindi/í dragt. Hersteinn í dragt? Æsandi tilhugsun.

Tveir fundir í vinnunni í dag og mér finnst eins og það sé búið að sjúga allan merg úr beinum mínum. Þeir sem þekkja til danskra funda vita nákvæmlega hvað ég er að tala um. Aðrir ættu að hafa heyrt nóg til að sýna mér samúð.

Þessi glampandi sól í vikunni er óskiljanleg. Ég hafði boðað komu haustsins fyrir löngu en nú stefnir í sveittan vinnufótbolta í glampandi sól.

Ég má til með að hrósa djammi laugardagsins aftur. Ég brosi hreinlega við tilhugsunina. Í sögulegu samhengi mun það kannski ekki standa uppúr, en gott var það samt. Verst ég þekki ekki helminginn af fólkinu sem var svona hressandi.

No comments: