Ekki vantar boltana sem ég þarf að halda á lofti samtímis núna. Fyrir utan vinnuna tíðræddu þá eru óteljandi atriði sem þarf að græja fyrir minn ágæta "bofællesskab", og þá aðallega að skrifa nýjan leigusamning og semja um ýmis atriði hans með ímeilum því íbúðareigandinn er í útlöndum út mánuðinn. Svo er auðvitað að fylgjast með því að fimm manneskjur borgi leigu, tryggingar og í sameiginlegan útgjaldasjóð og sjá til þess að einhver skipuleggi hreingerningar. Ofan á þessa litlu athafnir leggst skipulagning teitis á föstudaginn en sem betur fer er það lítið á minni könnu.
Hvenær losna ég við þessar fjárans harðsperrur eftir þriðjudagsfótboltann? Þarf ég kannski að byrja teygja?
Svo virðist sem ónefndur samstarfsfélagi hugsi vinnuna sína í frídögum. Ef hann er með 37 vinnutíma vikumeðaltal eftir síðust 3 mánuði þá er eitthvað mikið skrýtið í gangi. Ætli hann sé að prófa hvað hann kemst langt áður en einhver byrjar að hræra í föstu mánaðarlaununum hans? Er ég kannski bara bitur andskoti sem misskil danskan vinnumóral?
Helgin er að byrja fyllast. Föstudagur: Teiti. Laugardagur+sunnudagur: Fyrirlestraseta. Laugardagskvöld: Teiti. Síðan er aldrei að vita nema maður hitti eins og einn Norðmann til viðbótar við þá sem ég bý með.
Fréttablað dagsins, bls. 72 hvorki meira né minna. Kannski í þurrari kantinum og algjörlega án tengsla við dægurmálaumræðuna, en þarna er ég samt!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Soldið psycho mynd af þér! :) ´hehe
Post a Comment