Ég er að breyta um stjórnmálaskoðun hægt og bítandi þessa dagana. Þetta er ferli er mjög meðvitað og ég finn hreinlega hvernig það er að eiga sér stað. Þeir sem mig þekkja vita að ég er einn af þessum ríku stuttbuxnastrákum sem fæddist með blámálaða silfurskeið í rassinum og hef aldrei þurft að vinna fyrir mér eða hafa fyrir neinu í lífinu, og er þess vegna til hægri í stjórnmálum og fylgjandi sem minnstum ríkisafskiptum af fólki og fyrirtækjum.
Nú er hins vegar öldin önnur. Núna er ég hættur að berjast fyrir síminnkandi ríkisvaldi (skattalækkanir, einkavæðingar, útboð á opinberri þjónustu, afnámi hafta, betur skilgreindara og afmarkaðara ríki). Ég er hættur að hafa hið svokallaða lágmarksríki löggæslu og dómstóla að leiðarljósi þegar ég hugleiði stjórn- og samfélagsmál.
Nú er ég að komast á þá skoðun að eina stjórnarfyrirkomulagið sem virðir sjálfseignarrétt einstaklingsins til fulls og þar með rétt hans til að eignast og afla sér eigna, og eina fyrirkomulagið sem "leyfir" einstaklingnum að ráða lífi sínu sjálfur og gerir ráð fyrir að réttur einstaklingsins til lífs og eigna séu ófrávíkjanleg grunnatriði mannlegs samfélags, er ekkert ríkisvald. Þetta ætla ég ekki að útskýra núna. Ég á við hugmyndafræðilega klemmu að stríða en ef hún leysist er þetta niðurstaðan. Ef ekki þá er ég fastur í mótsögn.
Þá vitum við það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment