Þessi vinnudagur er búinn að vera hálfslappur. Jú einhverju var komið frá sér en eftir svo og svo marga tíma af baráttu við eitt atriði þá fuðrar einbeitingin frekar hratt út. Kannski Atlas Shrugged, sú ágæta bók, sé sökudólgurinn fyrir að hafa rænt mig svefni enn eina ferðina.
Reynslan er líka sú að þótt eitthvað virðist óyfirstíganlegt á þreyttum degi þá er það oftar en ekki leikandi léttur leikur morguninn eftir með ferskan kaffibolla í blóðinu og nýja tuggu af tóbaki í kjaftinum.
DV á morgun segi ég enn og aftur.
Meira segi ég hins vegar ekki.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Var að lesa greinina þína á Ósýnilegu höndinni...
Ég er ekki nývinstrimaður... ég er hins vegar kommúnisti. :)
Verður gaman að ræða við þig í okt :)
Post a Comment