Já, einmitt það. Stúlkur sem hægt er að setja í umhverfi rúmfata og renniefna eru nú orðnar tvær talsins á minni hæð. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar stúlkurnar voru núll talsins. Áhrifin á vinnuafköst eru enn óviss. Líklega verða þau engin.
Nú er tölvukerfið á vinnustaðnum niðri ef internet og tölvupóstur eru undanskilin. Nú er fólk byrjað að líta óþolinmótt í kringum sig. Hugmynd mín um að halda Minesweeper-keppni í deildinni féll í misjafnan jarðveg. Einn hló, annar fraus af undun, þriðji sagði já, svo dæmi séu tekin.
Fréttablaðsgrein afgreidd. Gott. Kannski ég afgreiði DV sem snöggvast. Kannski.
Ef það er eitthvað sem Dönum er alveg skítsama um þá er það smámunasemi gagnvart hreinlæti í kringum mat. Nú var einn að gefa köku sem hann skar með reglustiku sem hann hafði rétt þurrkað af með pappírsþurrku. Á tyrkja-stöðunum er manni yfirleitt skítsama um fjölda broskalla sem heilbrigðiseftirlitið hefur úthlutað fyrir hreinlæti og umgengni um matvælin.
Í einu dagblaðanna í morgun var lesendabréf þess efnis að ein ríkissjónvarpsstöðvanna í Danmörku, TV2, væri að boða "ulta-liberalisme" af því fréttamaður vogaði sér að segja að stöðnun þýska hagkerfisins væri að hluta tilkomin af því að þýsk löggjöf gerði atvinnurekendum svo erfitt fyrir að reka starfsmenn. Lesandinn sagði að fréttamaður hefði a.m.k. átt að taka fram efasemdir um þessa kenningu. Já, ekki þarf mikið til að vera "ulta" í landi Bauna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment