Bullandi stuð á manni núna. Verkefnin í vinnunni hafa aldrei verið fleiri, birtingar í prentmiðlum aldrei verið fleiri, og félagslíf og utan-vinnu-verkefni á hverju strái sem aldrei fyrr. Þetta veldur því að ég er kominn undir sæng fyrir kl 23 á hverju kvöldi og staðinn upp vel fyrir kl 7 á morgnana. Þetta endar með því að ég verð útbrenndur eftir frekar stuttan tíma en ætli það sé nú ekki í lagi. Til hvers að lifa hægt og lengi þegar er hægt að lifa hratt og stutt? Auk þess er bara örstutt til jóla og þá tek ég 2ja vikna frí.
Þetta með álagið í vinnunni er samt ekkert grín. Sem bíllaus fjandi get ég fagnað háu bensínverði á tveimur vígstöðvum: Önnur er sú að ég lendi ekki í aukreitis útgjöldum vegna hækkandi bensínverðs (nema óbeint), og hin að vinnuveitandi minn er að drukkna í pöntunum frá hinum illu og gráðugu olíufélögum sem þrá ekkert heitar en að mergsjúga jörðina af auðlindum sínum.
Lesendur íslenskra prentmiðla ættu að vita að DV birtir um 200 orð eftir mig á morgun, og líklega verða rúmlega 600 orð eftir mig í Fréttablaðinu hinn daginn (óvissa er þó einhver á því). Húrra fyrir því. Látið mig endilega vita af hvoru tveggja ef ske kynni að ég verði utan við mig.
Unnendum skopparatónlistar er bent á Hráefni á Pravda annaðkvöld í boði fyrrum hönks dagsins á þessari síðu, Ómars Ómars Ágústssonar.
Núna er kominn miðvikudagur svo hugurinn er byrjaður að halla að helginni. Er eitthvað planað fyrir utan þá athöfn að innbyrða áfengi?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment