Thursday, September 29, 2005

Nálgast!

Helgin handan við hornið. Núna skal ég ná að mæta á laugardegi!

Loksins fann ég netútvarp (Winamp/OGG) sem ég get hlustað á í lengur en eitt lag. Núna hljómar gamall og góður Metallica-slagari og hvað kemur svo? Spennandi!

Ég komst að því fyrir skömmu að ég kann ekki lengur stærðfræðigreiningu. Þetta var ákveðið áfall þar sem ég tók gríðarlega þekkingu mína á því sviði sem sjálfsögðum hlut. Núna held ég að ég þurfi að grafa upp eins og eina góða stærðfræðigreiningarbók, dusta köngulóarvefi og ryk af henni, og í slípa getuna til í helstu aðferðum.

Nú er ég orðinn gráðugur... í birtingu! Óþolinmæði mín er takmarkalaus.

Húrra - Megadeth í netúvarpinu. Frábært.

Ég bý með fjórum kvenmönnum og einum pilt sem er aldrei heima. Þetta hefur kosti og galla. Kostirnir snúa að daglegri umgengni - alltaf til sápa, alltaf til klósettpappír, alltaf tekið til og þrifið eftir planinu. Gallinn, ef galla má kalla, er að allt tæknilegt er á mínum herðum: Minna fólk á að borga leigu, ganga frá öllu sem heitir tryggingar og reikningar og innheimtu þar að lútandi, hafa samband við íbúðareigandann ef eitthvað kemur upp á og þegar eitthvað varðandi leigusamning þarf að ræða, og fleira í þeim dúr. Á heildina litið er hlutskipti mitt ekki svo galið þótt stundum virðist sem mikið sé að gerast í einu. Líkur þar með þeirri hugleiðingu sem er algjörlega tilgangslaust að skrifa um en gaman samt.

DV-orð gærdagsins komin á Ósýnilegu höndina. Hvað eiga DV-orð morgundagsins að fjalla um?

No comments: