Það er ekki laust við að ég geti ekki sett saman allt sem er að gerast í eina hugsun og fengið "overblik". Ég veit ekki einu sinni hvernig á að byrja að skrifa to-do lista. Á þetta ekki að vera svona? Jæja, ég gæti nú alveg hugsað mér örlítið færri bolta í loftinu. Manni leiðist a.m.k. ekki á meðan.
Ef upplýsingar mínar eru réttar þá eru um 200 orð eftir mig í DV í dag. Vonandi verður Katrín Jakobsdóttir ekki reið út í mig. Önnur 200 orð ættu svo að birtast á föstudaginn og grein í Fréttablaðinu í næstu viku. Ég hef fengið eina uppástungu að blaðagrein (í commenti við nýlegri færslu) sem vissulega er verðug hugsun til að blása á í íslenskri umræðu með eins og einni grein.
Ég má til með að segja að Mínus-platan Halldór Laxness er algjör argasta snilld. Hef ég nefnt það áður?
Af hverju er ekki búið að setja inn lista yfir kandídata? Er búið að færa hann?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment