Þá er vikan búin. Allt stefndi í vinnudag á morgun en því var frestað af öðrum en mér. Ef hið mjög ólíklega gerist að ég fæ mér ekki rækilega í glas í kvöld verður reynt að vakna fyrir hádegi á morgun og ljúka einhverju af. Ekki vantar verkefnin!
...varúð: Örlítið pólitík!
Útum alla Kaupmannahöfn má finna ýmis merkileg veggspjöld og límmiða sem er búið að líma á strætóstopp og aðra staði þar sem fólk dvelur við í lengur en eina sekúndu. Þeir eru allir með tölu frá einhverjum vinstrisinnuðum hópnum - kommúnistunum/sósíalistunum, anarkistunum, græningjunum og fleiri af því sauðahúsi. Slagorðin virka sakleysisleg: Deilum auðnum, Deilum vinnunni og fleira í þeim dúr. Rökin fylgja sjaldnast með (enda ekki hægt að koma því við á svona litlum merkjum), en stundum þó: Svo og svo margir Danir þjást af vinnustressi, svo og svo margir eru atvinnulausir. Deilum vinnunni!
En þetta eru ekki lítil og saklaus slagorð. Þetta eru slagorð skipulagssinnanna og þeirra sem vilja móta samfélagið í ákveðið form. Þetta form ákveðst af stjórnmálamönnum og verkfærin eru lögregla, löggjafarvaldið og ofbeldi. Þetta verður rætt betur síðar. Núna er ég bara pirraður.
...pólitík endar.
Bókin Atlas Shrugged er, án gríns, að breyta því hvernig ég lít á samfélagið, fólk og sjálfan mig. Þetta er sjaldgæf tilfinning og venjulega kemur hún yfir mig á svo löngum tíma að ég tek varla eftir því. Núna er hún hins vegar að sturtast yfir mig á slíkum hraða að ég er gáttaður. Ef þú ert sáttur við heimsmynd þína og viðhorf: Ekki lesa bókina!
Nú er spurning hvort þeir staðföstu á djamminu séu til í tuskið eða hvort maður þurfi að ....breyta til!
Góða helgi fallega fólk (sem vitaskuld er eina fólkið sem þetta les).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment