Síðdegi/snemmkvöld á vinnustað, einbeitingin á þrotum en verkefnin ekki, Snickers og kaffibolli í kvöldmat, og skrýtin tilhugsun er sú að ég hreinlega hlakka til að komast heim og halda áfram að lesa í (láns)bókinni minni, sem er einmitt sú sem kostaði mig töluverðan svefn síðustu nótt. Fyrsta hluthyggju-bókmenntaverkið sem ég les og ég get ekki kvartað enn sem komið er!
Dabbi kóngur hætti í pólitík um daginn. Ætli ég verði ekki að segja eitthvað um það. Fyrst eru það staðreyndirnar:
- Sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst allra í Íslandssögunni.
- Sá forsætisráðherra sem minnkaði völd sín hvað mest.
- Sá forsætisráðherra sem fékk hráefnin EES og ríkisstjórn, og breytti í lengsta og stærsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar.
En staðreyndir duga bara hálfa leið. Nú eru það dylgjurnar:
- Var orðinn voðalega pirraður eitthvað.
- Stjórnaði í raun öllu og öllum bak við tjöldin með hótunum og þvingunum.
- Lét ráða frænda sinn annars vegar og gamlan vin hins vegar í stóla hæstaréttardómara.
- Misnotaði kerfið til að troða sér, vanhæfum vitleysinginum með ekkert vit á efnahagsstjórnun, í stól Seðlabankastjóra.
Davíð er þarna einhvers staðar mitt á milli, en líklega nær staðreyndahlutanum en dylgjuhlutanum. Líkur þar með umfjöllun minni um Davíð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Svei mér þá ef við erum ekki bara ansi sammála.
Ef að Burkni og Geir eru sammála í pólitík ...
...þá er bara eitthvað að!
Skora á annan hvorn ykkar að skipta um skoðun :p
Besser
Post a Comment