Friday, September 30, 2005

Sjálfsuppgötvun

Ég var að komast að svolitlu merkingu varðandi sjálfan mig. Venjulega tek ég lítið nærri mér að fá neikvæða gagnrýni, ómerkilegar athugasemdir um mig, háðsglósur, uppnefni, niðrandi hróp og hluti af þessu tagi, þ.e.a.s. ef ég fæ tækifæri til að svara fyrir mig (þó ekki endilega í sömu mynt).

Hins vegar tók ég alveg gríðarlega nærri mér að einhver kallaði vasareikninn minn "latterlig" (hlægilegan, fáránlegan). Ég gat ekkert sagt. Viðkomandi fann ekki einhvern takka eða aðferð og lét þetta út úr sér og ég varð hreinlega hundsár!

Þá vitiði það þið þarna úti; ekki dissa vasareikninn minn, en allt annað er mikið til í lagi að segja.

No comments: