Monday, December 12, 2005

Hvað kemur næst?

Til umhugsunar á meðan hádegismaturinn sest í maganum:
Ef samþykkt verður að ríkið megi banna mönnum að reykja á opinberum stöðum, þá er eðlilegt að spyrja að því hvað kemur næst, því að enginn þarf að efast um að forsjárhyggjufólkið mun alltaf vilja taka eitt skref í viðbót. Það verður aldrei þannig að það segi einfaldlega: „Jæja, nú er búið að banna reykingar á opinberum stöðum, það er best að láta nú af frekari afskiptum ríkisins af reykingamönnum.“ Nei, talsmenn forsjárhyggjunnar og bakdyrasósíalismans munu alltaf vilja fleiri skref. Næsta skref á eftir reykingabanni á opinberum stöðum gæti verið algert reykingabann. Nú eða að minnsta kosti að bannað væri að reykja í íbúðum þar sem börn byggju eða ættu leið um. Það eru áreiðanlega margir reiðubúnir að styðja slíkar reglur. Svo mætti setja á sykurskatt og fituskatt. Ef einhverjum tekst að sýna fram á að tengsl séu á milli ofáts á próteini má í framhaldinu setja á próteinskatt og þannig má áfram telja. Ekkert af þessu er fráleitt miðað við umræðuna eða þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til. (#)
Spurningin sem eftir stendur: Á ég að hætta óhollri neyslu og berja af mér fíkn á skaðlegum efnum, eða halda því áfram á meðan ég löglega get og sjá svo til með hversu erfitt verður að svíkja yfirvofandi lagasetningar?

1 comment:

Burkni said...

Þú átt bara að hætta að svíkja sjálfan þig með því að standa í svona neyslu og drullast til að hætta því

(geri ráð fyrir að ekki sé átt við áfengi)