Ég þakka Íslandi kærlega fyrir mig. Tvær vikur af ágætri keyrslu nú að baki og við tekur afslappandi vinnulíf á ný. Lesendum þessarar síðu get ég tilkynnt að ég fékk eina ágæta myndavél í jóla/afmælisgjöf svo líklega má búast við eitthvað nákvæmari skjalfestingu á því sem fer fram hjá mér framvegis. Myndavélaleysi síðan í febrúar 2005 verður nú unnið upp sem aldrei fyrr.
Ísland togar óneitanlega í mann. Ég neita því ekki. Starfið í Danmörku er hins vegar þess eðlis að ég get engan veginn hugsað mér að sleppa því strax. Tveggja til þriggja ára planið stendur því óbreytt: Búseta í Danmörku, og Íslandsheimsóknir tvisvar til þrisvar á ári. Hugsanlegt hálft ár á Íslandi á þessu tímabili er til skoðunar en er háð nokkrum, enn ófyrirsjáanlegum þáttum.
Ég komst ekki hjá því að taka eftir því hvað Ísland er einhvern veginn miklu meiri "happening place" en Danmörk. Uppgangur er mikill, bjartsýni og almennt jákvætt viðhorf einkennandi og allt að gerast einhvern veginn (og ég held ég sé ekki að tala sem Sjálfstæðismaður sem styður ríkisstjórnina, enda er ég ekki sjálfstæðismaður þótt ég styðji núverandi ríkisstjórn miklu fremur en alla aðra verri samsetningar á ríkisstjórn). Danir eru almennt daufari og þreyttari finnst mér. Eintómt tuð í blöðunum og eintómt nöldur út í hitt og þetta. Á móti kemur að áfengisverð er hagstæðara í landi Bauna svo það er ódýrara að gleyma því hvernig farið er með fólk hérna.
Misserið verður gott. Ég þykist finna það á mér. Ég þarf að kaupa mér íbúð áður en Daði kemur í haust, halda áfram að læra allt sem ég get í vinnunni, vinna að frelsun sósíalískra Dana, skrifa meira í íslenska prentmiðla, kenna systur minni á Danmörk á meðan hún býr hérna á þessu misseri og vera duglegri að halda sambandi við íslenska vini og vandamenn.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Söm
Söm
möS
Post a Comment