Tuesday, August 14, 2007

Veinað frá verksmiðjunni

Þá er annar vinnudagur af þremur í þessari viku senn á enda. Ég er dauðþreyttur! Það tekur svolítið á að byrja daginn á klukkutíma akstri (kl 5:45), vera svo "on" í 10 tíma, og keyra svo aftur í klukkutíma. Ég er bara ekki sterkbyggðari en svo að þriggja daga verksmiðjuvinnuvikur eru alveg mátulega langar!

Já og svo París í tvo daga á eftir, en vonandi er það aðeins auðveldara verkefni!

Á morgun taka í gildi dönsk lög sem flytja yfirráðarétt húseigenda í Danmörku frá húseigendum til ríkisvaldsins. Reykingar verða nú bannaðar í því húsnæði sem ríkisvaldið sendir eftirlitssveitir sínar til. Ég orða bannið nákvæmlega svona því í verksmiðju míns atvinnuveitanda verður áfram reykt, þótt ég viti ekki alveg nákvæmlega hvernig því lögbroti verður hagað. Spennandi að sjá hvað setur!¨

"Þegar þeir ofsóttur mig, þá var enginn eftir til að segja neitt." (#)
- Feiti reykingafasisti nútímans sem bráðum verður skikkaður í ríkisrekna líkamsrækt

Rétt í þessu rauk seinasta dagsverkið frá mér og ekki annað að gera en heilsa mjög vel fúnkerandi hraðbrautarumferð Dana! (Já, þetta var ókaldhæðið hrós á einhverju dönsku því dönsk hraðbrautarumferð gengur eins og í sögu þegar það eru ekki alltof margir Danir í henni.)

No comments: