Saturday, January 26, 2008

Sáttur en símalaus

Mikið er alltaf gott að koma heim eftir flakk í útlöndum.

París var ljúf og ég er farinn að kunna ágætlega við þessa borg. Að þessu sinni tókst mér líka að gera eitthvað annað en sitja í leigubíl og fundi.

Mér tókst nú samt að týna farsímanum mínum í frönskum leigubíl. Vinnusíminn er því mín helsta samskiptaleið við umheiminn núna (ef MSN er undanskilið). (Fannst í hyldýpi troðinnar tölvutösku minnar.)

Ég hitti Gauta í gærkvöldi og hellti í mig áfengi með honum og fleiri góðum drengjum langt fram á nótt. Gauti svíkur aldrei í skemmtanagildi, og ungverskar stúlkur voru ekki til að eyðileggja skemmtunina!

Annars er ég hálfringlaður í hausnum eftir að hafa sofið til kl 21 í kvöld. Ætli Næturvaktin á DVD muni bæta úr því? Ég ætla prófa!

3 comments:

Anonymous said...

Ég hef einu sinni komið til Parísar. Þá týndi ég farsímanum mínum í leigubíl.

Það er víst ekki möguleiki að finna farsíma sem tapast svona aftur. Ég spurði.

Anonymous said...

Ég týndi einu sinni símanum mínum ásamt töskunni minni í leigubíl í glasgow - fékk þetta allt aftur og það án mikillar fyrirhafnar :)

Anonymous said...

Ég hef aldrei týnt neinu, nema sjálfri mér... með þér!

Ungverskar stúlkur hvað, ertu hættur að elska mig..? ég er abbó!

kv. Sifin þín