Jæja, flöskudagur er það víst. Eftir tvo bjóra getur maður víst ennþá gert eitthvað, a.m.k. í Excel. Hins vegar er erfitt að gera framhaldið upp við sig núna. Tveir bjórar þýða að sjálfsögðu að fleiri bjórar eru gríðarlega freistandi, en á móti kemur að ég myndi mjög gjarnan vilja vera ferskur á morgun og mæta í vinnuna og vinna af mér svo það sé pláss fyrir fyrirhuguð aukaverkefni í næstu viku. Ég gæti kannski tekið "stutt" djamm, farið heim í kringum miðnætti, sofið í 8-9 tíma og náð 6 tímum á morgun. Hins vegar er ég nokkuð viss um að minnsti vottur af stemmingu mun framlengja djammið út í hið óendanlega.
Snúin staða. Sjáum hvað setur. Góða helgi!
Friday, September 30, 2005
Sjálfsuppgötvun
Ég var að komast að svolitlu merkingu varðandi sjálfan mig. Venjulega tek ég lítið nærri mér að fá neikvæða gagnrýni, ómerkilegar athugasemdir um mig, háðsglósur, uppnefni, niðrandi hróp og hluti af þessu tagi, þ.e.a.s. ef ég fæ tækifæri til að svara fyrir mig (þó ekki endilega í sömu mynt).
Hins vegar tók ég alveg gríðarlega nærri mér að einhver kallaði vasareikninn minn "latterlig" (hlægilegan, fáránlegan). Ég gat ekkert sagt. Viðkomandi fann ekki einhvern takka eða aðferð og lét þetta út úr sér og ég varð hreinlega hundsár!
Þá vitiði það þið þarna úti; ekki dissa vasareikninn minn, en allt annað er mikið til í lagi að segja.
Hins vegar tók ég alveg gríðarlega nærri mér að einhver kallaði vasareikninn minn "latterlig" (hlægilegan, fáránlegan). Ég gat ekkert sagt. Viðkomandi fann ekki einhvern takka eða aðferð og lét þetta út úr sér og ég varð hreinlega hundsár!
Þá vitiði það þið þarna úti; ekki dissa vasareikninn minn, en allt annað er mikið til í lagi að segja.
Varúð! Hrein pólitísk færsla!
Ég er að breyta um stjórnmálaskoðun hægt og bítandi þessa dagana. Þetta er ferli er mjög meðvitað og ég finn hreinlega hvernig það er að eiga sér stað. Þeir sem mig þekkja vita að ég er einn af þessum ríku stuttbuxnastrákum sem fæddist með blámálaða silfurskeið í rassinum og hef aldrei þurft að vinna fyrir mér eða hafa fyrir neinu í lífinu, og er þess vegna til hægri í stjórnmálum og fylgjandi sem minnstum ríkisafskiptum af fólki og fyrirtækjum.
Nú er hins vegar öldin önnur. Núna er ég hættur að berjast fyrir síminnkandi ríkisvaldi (skattalækkanir, einkavæðingar, útboð á opinberri þjónustu, afnámi hafta, betur skilgreindara og afmarkaðara ríki). Ég er hættur að hafa hið svokallaða lágmarksríki löggæslu og dómstóla að leiðarljósi þegar ég hugleiði stjórn- og samfélagsmál.
Nú er ég að komast á þá skoðun að eina stjórnarfyrirkomulagið sem virðir sjálfseignarrétt einstaklingsins til fulls og þar með rétt hans til að eignast og afla sér eigna, og eina fyrirkomulagið sem "leyfir" einstaklingnum að ráða lífi sínu sjálfur og gerir ráð fyrir að réttur einstaklingsins til lífs og eigna séu ófrávíkjanleg grunnatriði mannlegs samfélags, er ekkert ríkisvald. Þetta ætla ég ekki að útskýra núna. Ég á við hugmyndafræðilega klemmu að stríða en ef hún leysist er þetta niðurstaðan. Ef ekki þá er ég fastur í mótsögn.
Þá vitum við það.
Nú er hins vegar öldin önnur. Núna er ég hættur að berjast fyrir síminnkandi ríkisvaldi (skattalækkanir, einkavæðingar, útboð á opinberri þjónustu, afnámi hafta, betur skilgreindara og afmarkaðara ríki). Ég er hættur að hafa hið svokallaða lágmarksríki löggæslu og dómstóla að leiðarljósi þegar ég hugleiði stjórn- og samfélagsmál.
Nú er ég að komast á þá skoðun að eina stjórnarfyrirkomulagið sem virðir sjálfseignarrétt einstaklingsins til fulls og þar með rétt hans til að eignast og afla sér eigna, og eina fyrirkomulagið sem "leyfir" einstaklingnum að ráða lífi sínu sjálfur og gerir ráð fyrir að réttur einstaklingsins til lífs og eigna séu ófrávíkjanleg grunnatriði mannlegs samfélags, er ekkert ríkisvald. Þetta ætla ég ekki að útskýra núna. Ég á við hugmyndafræðilega klemmu að stríða en ef hún leysist er þetta niðurstaðan. Ef ekki þá er ég fastur í mótsögn.
Þá vitum við það.
Thursday, September 29, 2005
Kaupa eitthvað
Eftir tæpa viku verð ég búinn með bók. Ég get fleytt mér áfram á greinum og öðru efni af netinu í nokkra daga, en þegar allt kemur til alls vantar mig nýja bók. Valið stendur nú milli þriggja titla:
The Capitalist Manifesto : The Historic, Economic and Philosophic Case for Laissez-Faire
The Ethics of Liberty
For a New Liberty: The Libertarian Manifesto
Ég þigg einnig ábendingar um lesefni úr "hinni áttinni". Síðasta bók sem ég las þaðan var þessi hvatning til lokaðra landamæra, tollamúra og almennrar einangrunar. Engin tímasóun í eitt skipti, en meira af þessu tagi væri tímasóun.
The Capitalist Manifesto : The Historic, Economic and Philosophic Case for Laissez-Faire
The Ethics of Liberty
For a New Liberty: The Libertarian Manifesto
Ég þigg einnig ábendingar um lesefni úr "hinni áttinni". Síðasta bók sem ég las þaðan var þessi hvatning til lokaðra landamæra, tollamúra og almennrar einangrunar. Engin tímasóun í eitt skipti, en meira af þessu tagi væri tímasóun.
DV á morgun - nema hvað?
Í DV á morgun gef ég leiðbeiningar um hvernig á að kjósa í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þeir sem mig þekkja vita auðvitað með hvaða tveimur möguleikum ég mæli með, og af hverju aðrir möguleikar eru vondir.
Shower Shock Caffeinated Soap er eitthvað sem ég verð klárlega að eignast.
Annars er búið að vera ágætishasar í dag. Núna tekur hin hefðbundna síðdegisþreyta við og því um að gera að ræsa MSN og hafa samskipti við umheiminn. Ágætt.
Shower Shock Caffeinated Soap er eitthvað sem ég verð klárlega að eignast.
Annars er búið að vera ágætishasar í dag. Núna tekur hin hefðbundna síðdegisþreyta við og því um að gera að ræsa MSN og hafa samskipti við umheiminn. Ágætt.
Nálgast!
Helgin handan við hornið. Núna skal ég ná að mæta á laugardegi!
Loksins fann ég netútvarp (Winamp/OGG) sem ég get hlustað á í lengur en eitt lag. Núna hljómar gamall og góður Metallica-slagari og hvað kemur svo? Spennandi!
Ég komst að því fyrir skömmu að ég kann ekki lengur stærðfræðigreiningu. Þetta var ákveðið áfall þar sem ég tók gríðarlega þekkingu mína á því sviði sem sjálfsögðum hlut. Núna held ég að ég þurfi að grafa upp eins og eina góða stærðfræðigreiningarbók, dusta köngulóarvefi og ryk af henni, og í slípa getuna til í helstu aðferðum.
Nú er ég orðinn gráðugur... í birtingu! Óþolinmæði mín er takmarkalaus.
Húrra - Megadeth í netúvarpinu. Frábært.
Ég bý með fjórum kvenmönnum og einum pilt sem er aldrei heima. Þetta hefur kosti og galla. Kostirnir snúa að daglegri umgengni - alltaf til sápa, alltaf til klósettpappír, alltaf tekið til og þrifið eftir planinu. Gallinn, ef galla má kalla, er að allt tæknilegt er á mínum herðum: Minna fólk á að borga leigu, ganga frá öllu sem heitir tryggingar og reikningar og innheimtu þar að lútandi, hafa samband við íbúðareigandann ef eitthvað kemur upp á og þegar eitthvað varðandi leigusamning þarf að ræða, og fleira í þeim dúr. Á heildina litið er hlutskipti mitt ekki svo galið þótt stundum virðist sem mikið sé að gerast í einu. Líkur þar með þeirri hugleiðingu sem er algjörlega tilgangslaust að skrifa um en gaman samt.
DV-orð gærdagsins komin á Ósýnilegu höndina. Hvað eiga DV-orð morgundagsins að fjalla um?
Loksins fann ég netútvarp (Winamp/OGG) sem ég get hlustað á í lengur en eitt lag. Núna hljómar gamall og góður Metallica-slagari og hvað kemur svo? Spennandi!
Ég komst að því fyrir skömmu að ég kann ekki lengur stærðfræðigreiningu. Þetta var ákveðið áfall þar sem ég tók gríðarlega þekkingu mína á því sviði sem sjálfsögðum hlut. Núna held ég að ég þurfi að grafa upp eins og eina góða stærðfræðigreiningarbók, dusta köngulóarvefi og ryk af henni, og í slípa getuna til í helstu aðferðum.
Nú er ég orðinn gráðugur... í birtingu! Óþolinmæði mín er takmarkalaus.
Húrra - Megadeth í netúvarpinu. Frábært.
Ég bý með fjórum kvenmönnum og einum pilt sem er aldrei heima. Þetta hefur kosti og galla. Kostirnir snúa að daglegri umgengni - alltaf til sápa, alltaf til klósettpappír, alltaf tekið til og þrifið eftir planinu. Gallinn, ef galla má kalla, er að allt tæknilegt er á mínum herðum: Minna fólk á að borga leigu, ganga frá öllu sem heitir tryggingar og reikningar og innheimtu þar að lútandi, hafa samband við íbúðareigandann ef eitthvað kemur upp á og þegar eitthvað varðandi leigusamning þarf að ræða, og fleira í þeim dúr. Á heildina litið er hlutskipti mitt ekki svo galið þótt stundum virðist sem mikið sé að gerast í einu. Líkur þar með þeirri hugleiðingu sem er algjörlega tilgangslaust að skrifa um en gaman samt.
DV-orð gærdagsins komin á Ósýnilegu höndina. Hvað eiga DV-orð morgundagsins að fjalla um?
Wednesday, September 28, 2005
Yfirflæði
Það er ekki laust við að ég geti ekki sett saman allt sem er að gerast í eina hugsun og fengið "overblik". Ég veit ekki einu sinni hvernig á að byrja að skrifa to-do lista. Á þetta ekki að vera svona? Jæja, ég gæti nú alveg hugsað mér örlítið færri bolta í loftinu. Manni leiðist a.m.k. ekki á meðan.
Ef upplýsingar mínar eru réttar þá eru um 200 orð eftir mig í DV í dag. Vonandi verður Katrín Jakobsdóttir ekki reið út í mig. Önnur 200 orð ættu svo að birtast á föstudaginn og grein í Fréttablaðinu í næstu viku. Ég hef fengið eina uppástungu að blaðagrein (í commenti við nýlegri færslu) sem vissulega er verðug hugsun til að blása á í íslenskri umræðu með eins og einni grein.
Ég má til með að segja að Mínus-platan Halldór Laxness er algjör argasta snilld. Hef ég nefnt það áður?
Af hverju er ekki búið að setja inn lista yfir kandídata? Er búið að færa hann?
Ef upplýsingar mínar eru réttar þá eru um 200 orð eftir mig í DV í dag. Vonandi verður Katrín Jakobsdóttir ekki reið út í mig. Önnur 200 orð ættu svo að birtast á föstudaginn og grein í Fréttablaðinu í næstu viku. Ég hef fengið eina uppástungu að blaðagrein (í commenti við nýlegri færslu) sem vissulega er verðug hugsun til að blása á í íslenskri umræðu með eins og einni grein.
Ég má til með að segja að Mínus-platan Halldór Laxness er algjör argasta snilld. Hef ég nefnt það áður?
Af hverju er ekki búið að setja inn lista yfir kandídata? Er búið að færa hann?
Tuesday, September 27, 2005
Þokukenndur þriðjudagur
Þokan liggur yfir Danmörkinni, en fólk virðist annars vera gríðarlega vel stemmt. Undirritaður meðtalinn.
DV á morgun mun víst innihalda nokkur misvel valin orð um græðgi. Föstudags-DV er enn óskrifað. Fréttablaðspistill er tilbúinn í hausnum en óskrifaður í bili. Greinaröð er sömuleiðis tilbúin fyrir Morgunblaðið, bara ekki niðurskrifuð. Þetta kemur allt. Engin ritstífla í bili svo ekki sé meira sagt.
En að öðru og kannski persónulegra málefni sem ég veit hreinlega ekki hvort ég megi skrifa en ég sé hvað Gauti kemst upp með og hlýt að geta komist upp með eitthvað líka:
Ég á ekki mjög marga kvenkyns vini, þ.e. vinkonur. Hins vegar virðast þær sem ég á allar vera: Greindar, léttgeggjaðar og passleg blanda ábyrgðar gagnvart því praktíska og kæruleysis gagnvart því sem skiptir praktískt minna máli (lesist: Kunna ennþá að skemmta sér á einn veg eða annan þrátt fyrir háa elli okkar sem eru fædd á 8. áratug 20. aldar og fyrr). Þið eruð magnaðar stúlkur, kæru vinkonur, og sjaldgæf eintök í hinu mikla offramboði ofmálaðra barbídúkka og þurrkunta.
Blammeringar fyrir væmni og játningagleði á þriðjudagsmorgni eru bannaðar.
Visual Basic, tilraun fimmtánþúsund til að gera einn einfaldan hlut, here I come!
DV á morgun mun víst innihalda nokkur misvel valin orð um græðgi. Föstudags-DV er enn óskrifað. Fréttablaðspistill er tilbúinn í hausnum en óskrifaður í bili. Greinaröð er sömuleiðis tilbúin fyrir Morgunblaðið, bara ekki niðurskrifuð. Þetta kemur allt. Engin ritstífla í bili svo ekki sé meira sagt.
En að öðru og kannski persónulegra málefni sem ég veit hreinlega ekki hvort ég megi skrifa en ég sé hvað Gauti kemst upp með og hlýt að geta komist upp með eitthvað líka:
Ég á ekki mjög marga kvenkyns vini, þ.e. vinkonur. Hins vegar virðast þær sem ég á allar vera: Greindar, léttgeggjaðar og passleg blanda ábyrgðar gagnvart því praktíska og kæruleysis gagnvart því sem skiptir praktískt minna máli (lesist: Kunna ennþá að skemmta sér á einn veg eða annan þrátt fyrir háa elli okkar sem eru fædd á 8. áratug 20. aldar og fyrr). Þið eruð magnaðar stúlkur, kæru vinkonur, og sjaldgæf eintök í hinu mikla offramboði ofmálaðra barbídúkka og þurrkunta.
Blammeringar fyrir væmni og játningagleði á þriðjudagsmorgni eru bannaðar.
Visual Basic, tilraun fimmtánþúsund til að gera einn einfaldan hlut, here I come!
Monday, September 26, 2005
Segðu frá!
Nú finnst mér að ÞÚ, kæri lesandi, ættir að segja mér hvað ég eigi að skrifa um í Fréttablaðið (500+ orð) eða DV (150-200 orð). Helst á það að vera eitthvað sem ÞÚ, kæri lesandi, hefur sterkan grun um að ég sé EKKI sammála þér um, og vitaskuld á efnið að vera pólitískt eða samfélagslegt. Nokkur dæmi:
Reyndar vantar mig alls ekki eitthvað til að skrifa um. Hins vegar er alltaf gaman að fá innblástur.
Heimsmeistarakeppninni í vélaverkfræði lauk að miklu leyti um helgina með krýningu nýs heimsmeistara. Hressandi að sjá nýtt andlit. Óhressandi að sjá endir á keppninni fyrir síðasta mótið.
"Thank god its the end of the day" var nú sagt yfir hópinn af einum sem er búinn að vera á fundi í alls 6 klst í dag. Meira að segja Daninn getur funda-mettast. Það er skemmtileg uppgötvun.
Ég vil fá detailed information frá öllum sem hyggjast heimsækja Köben á haustmánuðum! Dagsetning, lendingartími, og já... allt sem er vitað og helst allt sem er óvitað líka!
- Umhverfisvernd: Ríkið mengar sameign, einkaaðilar verja sína séreign.
- Velferðarkerfi: Skatta-, styrkja- og bótakerfi ríkisins heldur fleirum í fátækt en það hjálpar frá fátækt.
- Alþjóðavæðing: Fríverslun með allt og við alla. Hugtök eins og "fair trade" og "level trade" eru bara önnur orð yfir haftastefnu.
- Baugsmálið: Dæmi um að völd stjórnmálamanna séu enn of mikil.
- Eftirlitsstofnanir (Jafnréttisstofa, Neytendastofa, Samkeppnisstofnun) trufla og eyðileggja þótt markmið þeirra séu öðruvísi skilgreind.
- Vinstrimenn einblína á jöfnun veraldlegra gæða milli einstaklinga, og sú stefna er eyðileggjandi frá toppi til táar, og óréttmæt að öllu leyti ef við viðurkennum í grunninn að einstaklingurinn eigi líkama sinn sjálfur.
Reyndar vantar mig alls ekki eitthvað til að skrifa um. Hins vegar er alltaf gaman að fá innblástur.
Heimsmeistarakeppninni í vélaverkfræði lauk að miklu leyti um helgina með krýningu nýs heimsmeistara. Hressandi að sjá nýtt andlit. Óhressandi að sjá endir á keppninni fyrir síðasta mótið.
"Thank god its the end of the day" var nú sagt yfir hópinn af einum sem er búinn að vera á fundi í alls 6 klst í dag. Meira að segja Daninn getur funda-mettast. Það er skemmtileg uppgötvun.
Ég vil fá detailed information frá öllum sem hyggjast heimsækja Köben á haustmánuðum! Dagsetning, lendingartími, og já... allt sem er vitað og helst allt sem er óvitað líka!
Úthvíldur væri ég ef...
Afslappandi helgi að baki. Smálítið sötur með Magga á föstudagskvöld var hressandi. Þreytan innheimti mig samt tiltölulega fljótlega. Stúlka að nafni Ragga var hress, þótt ég muni alveg afskaplega illa eftir þeim atburðum sem gerðu hana hressa. Ég fór víst á Black Sabbath á Hróaskeldu eftir allt saman - a.m.k. líkamlega.
Enn og aftur stal títtnefnd bók mig svefninum. Það fer beinlínis að verða atvinnulegt möst fyrir að klára doðrantinn áður en ég eyðilegg allar svefnvenjur endanlega! Í dag lifi ég svolítið á því að hafa sofið 13 tíma frá laugardagskvöldi til sunnudags en á morgun verð ég að keyra á góðum nætursvefni.
Hver á 'the ultimate primer' í Visual Basic? Ég kann ekkert á þennan fjára en langar endilega til að læra. Fyrsta skref í tölvumálum er alltaf að senda neyðaróp til nördanna, og byrja síðan að leita sjálfur.
Mikið er kennara-besserwisserinn í mér að fá mikla fróun (!) þessa dagana. Lesa yfir, reikna, Matlab-hjálp.. I like it alot!
Enn og aftur stal títtnefnd bók mig svefninum. Það fer beinlínis að verða atvinnulegt möst fyrir að klára doðrantinn áður en ég eyðilegg allar svefnvenjur endanlega! Í dag lifi ég svolítið á því að hafa sofið 13 tíma frá laugardagskvöldi til sunnudags en á morgun verð ég að keyra á góðum nætursvefni.
Hver á 'the ultimate primer' í Visual Basic? Ég kann ekkert á þennan fjára en langar endilega til að læra. Fyrsta skref í tölvumálum er alltaf að senda neyðaróp til nördanna, og byrja síðan að leita sjálfur.
Mikið er kennara-besserwisserinn í mér að fá mikla fróun (!) þessa dagana. Lesa yfir, reikna, Matlab-hjálp.. I like it alot!
Friday, September 23, 2005
Þá er það flöskudagur
Þá er vikan búin. Allt stefndi í vinnudag á morgun en því var frestað af öðrum en mér. Ef hið mjög ólíklega gerist að ég fæ mér ekki rækilega í glas í kvöld verður reynt að vakna fyrir hádegi á morgun og ljúka einhverju af. Ekki vantar verkefnin!
...varúð: Örlítið pólitík!
Útum alla Kaupmannahöfn má finna ýmis merkileg veggspjöld og límmiða sem er búið að líma á strætóstopp og aðra staði þar sem fólk dvelur við í lengur en eina sekúndu. Þeir eru allir með tölu frá einhverjum vinstrisinnuðum hópnum - kommúnistunum/sósíalistunum, anarkistunum, græningjunum og fleiri af því sauðahúsi. Slagorðin virka sakleysisleg: Deilum auðnum, Deilum vinnunni og fleira í þeim dúr. Rökin fylgja sjaldnast með (enda ekki hægt að koma því við á svona litlum merkjum), en stundum þó: Svo og svo margir Danir þjást af vinnustressi, svo og svo margir eru atvinnulausir. Deilum vinnunni!
En þetta eru ekki lítil og saklaus slagorð. Þetta eru slagorð skipulagssinnanna og þeirra sem vilja móta samfélagið í ákveðið form. Þetta form ákveðst af stjórnmálamönnum og verkfærin eru lögregla, löggjafarvaldið og ofbeldi. Þetta verður rætt betur síðar. Núna er ég bara pirraður.
...pólitík endar.
Bókin Atlas Shrugged er, án gríns, að breyta því hvernig ég lít á samfélagið, fólk og sjálfan mig. Þetta er sjaldgæf tilfinning og venjulega kemur hún yfir mig á svo löngum tíma að ég tek varla eftir því. Núna er hún hins vegar að sturtast yfir mig á slíkum hraða að ég er gáttaður. Ef þú ert sáttur við heimsmynd þína og viðhorf: Ekki lesa bókina!
Nú er spurning hvort þeir staðföstu á djamminu séu til í tuskið eða hvort maður þurfi að ....breyta til!
Góða helgi fallega fólk (sem vitaskuld er eina fólkið sem þetta les).
...varúð: Örlítið pólitík!
Útum alla Kaupmannahöfn má finna ýmis merkileg veggspjöld og límmiða sem er búið að líma á strætóstopp og aðra staði þar sem fólk dvelur við í lengur en eina sekúndu. Þeir eru allir með tölu frá einhverjum vinstrisinnuðum hópnum - kommúnistunum/sósíalistunum, anarkistunum, græningjunum og fleiri af því sauðahúsi. Slagorðin virka sakleysisleg: Deilum auðnum, Deilum vinnunni og fleira í þeim dúr. Rökin fylgja sjaldnast með (enda ekki hægt að koma því við á svona litlum merkjum), en stundum þó: Svo og svo margir Danir þjást af vinnustressi, svo og svo margir eru atvinnulausir. Deilum vinnunni!
En þetta eru ekki lítil og saklaus slagorð. Þetta eru slagorð skipulagssinnanna og þeirra sem vilja móta samfélagið í ákveðið form. Þetta form ákveðst af stjórnmálamönnum og verkfærin eru lögregla, löggjafarvaldið og ofbeldi. Þetta verður rætt betur síðar. Núna er ég bara pirraður.
...pólitík endar.
Bókin Atlas Shrugged er, án gríns, að breyta því hvernig ég lít á samfélagið, fólk og sjálfan mig. Þetta er sjaldgæf tilfinning og venjulega kemur hún yfir mig á svo löngum tíma að ég tek varla eftir því. Núna er hún hins vegar að sturtast yfir mig á slíkum hraða að ég er gáttaður. Ef þú ert sáttur við heimsmynd þína og viðhorf: Ekki lesa bókina!
Nú er spurning hvort þeir staðföstu á djamminu séu til í tuskið eða hvort maður þurfi að ....breyta til!
Góða helgi fallega fólk (sem vitaskuld er eina fólkið sem þetta les).
Thursday, September 22, 2005
DíVí
Þessi vinnudagur er búinn að vera hálfslappur. Jú einhverju var komið frá sér en eftir svo og svo marga tíma af baráttu við eitt atriði þá fuðrar einbeitingin frekar hratt út. Kannski Atlas Shrugged, sú ágæta bók, sé sökudólgurinn fyrir að hafa rænt mig svefni enn eina ferðina.
Reynslan er líka sú að þótt eitthvað virðist óyfirstíganlegt á þreyttum degi þá er það oftar en ekki leikandi léttur leikur morguninn eftir með ferskan kaffibolla í blóðinu og nýja tuggu af tóbaki í kjaftinum.
DV á morgun segi ég enn og aftur.
Meira segi ég hins vegar ekki.
Reynslan er líka sú að þótt eitthvað virðist óyfirstíganlegt á þreyttum degi þá er það oftar en ekki leikandi léttur leikur morguninn eftir með ferskan kaffibolla í blóðinu og nýja tuggu af tóbaki í kjaftinum.
DV á morgun segi ég enn og aftur.
Meira segi ég hins vegar ekki.
Utanviðmig
Jahérna hvað ég get verið utan við mig. Fréttablað gærdagsins, bls 62 á tölvutæka forminu. Búið að bæta við millifyrirsögnum (með stafsetningarvillum og þaðan af verra) og gvuð má vita hvað, en að stofni til eitthvað eftir mig. Húrra fyrir því, hvað sem öllu öðru líður.
Ég hef áður minnst á þær tvær stúlkur sem vinna á minni hæð sem eru rúmfata- og renniefnisvænar. Núna hef ég þá kenningu að fyrr en síðar muni þær tvær kynnast og fara saman í hádegismat og spjalla saman í kaffipásum. Þannig virkar kvenfólk yfirleitt. Nú er að sjá hvað setur.
DV á morgun. Efni: Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Ég hef áður minnst á þær tvær stúlkur sem vinna á minni hæð sem eru rúmfata- og renniefnisvænar. Núna hef ég þá kenningu að fyrr en síðar muni þær tvær kynnast og fara saman í hádegismat og spjalla saman í kaffipásum. Þannig virkar kvenfólk yfirleitt. Nú er að sjá hvað setur.
DV á morgun. Efni: Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Wednesday, September 21, 2005
Hress miðvikudagur
Óvenjulega er ég hress á miðvikudegi miðað við frekar ruglingslegan svefntíma. Ég get ekki útskýrt þetta. Nei, ekki af því ég fékk á broddinn í gær, nei ekki af því ég er ölvaður, nei ekki af því ég er svo afslappaður og hef nægan og góðan tíma til að gera hluti. Engin augljós ástæða.
Helgin verður hressandi. Snemma að sofa á föstudagskvöldið, mæta í vinnuna á laugardaginn, og oh boy hvað ég ætla að verðlauna sjálfan mig með mikilli ofurölvun á laugardagskvöldinu!
Ég virðist hafa hitt á "den brune bølge" í dag. Nei, það þýðir ekki að ég sé með pípandi niðurgang heldur að ég virðist alltaf hitta á fulla eða hálffulla kaffikönnu þegar ég sæki mér kaffi í dag. Á venjulegum degi er kannan yfirleitt tóm eða með botnfylli af súru kaffi og þá þarf ég að hella uppá, stundum allt að 6x á dag.
"En af hverju notaru ekki bara maskínuna sem hellir sjálf uppá fyrir hvern bolla?" Af því mér finnst kaffið úr henni vont, dauft og illa beiskt.
Helgin verður hressandi. Snemma að sofa á föstudagskvöldið, mæta í vinnuna á laugardaginn, og oh boy hvað ég ætla að verðlauna sjálfan mig með mikilli ofurölvun á laugardagskvöldinu!
Ég virðist hafa hitt á "den brune bølge" í dag. Nei, það þýðir ekki að ég sé með pípandi niðurgang heldur að ég virðist alltaf hitta á fulla eða hálffulla kaffikönnu þegar ég sæki mér kaffi í dag. Á venjulegum degi er kannan yfirleitt tóm eða með botnfylli af súru kaffi og þá þarf ég að hella uppá, stundum allt að 6x á dag.
"En af hverju notaru ekki bara maskínuna sem hellir sjálf uppá fyrir hvern bolla?" Af því mér finnst kaffið úr henni vont, dauft og illa beiskt.
Tuesday, September 20, 2005
Klukkaður? Ja hérna
Ég hef verið klukkaður af Hauki, sem þýðir í stuttu máli að ég þarf að segja frá einhverjum fimm atriðum um mig (sem fáir vita af, eða hvað?). Þetta er skítlétt og Haukur fær að kyngja fullyrðingum sínum um ólíkleika þess að ég svari mínu klukki:
1. Ég svaf hjá þessari ágætu norsku stelpu um þarsíðustu helgi.
2. Ég skulda Daða 7000 kr fyrir eina erfiða bólför.
3. Mér líður ekki eins illa nakinn á almannafæri eins og mörgum öðrum.
4. Mér finnst svart kaffi betra en kaffi með mjólk eða sykri eða einhverri blöndu þessara efna.
5. Ég hef aldrei á ævinni farið í ljós.
Þetta var nú ekki svo erfitt. Á ég ekki að klukka fimm manns núna? Eða tvær manneskjur? Eða hvað? Fimm er nú svolítið mikið. Ég klukka tvær. Gauti og Þrándur!
1. Ég svaf hjá þessari ágætu norsku stelpu um þarsíðustu helgi.
2. Ég skulda Daða 7000 kr fyrir eina erfiða bólför.
3. Mér líður ekki eins illa nakinn á almannafæri eins og mörgum öðrum.
4. Mér finnst svart kaffi betra en kaffi með mjólk eða sykri eða einhverri blöndu þessara efna.
5. Ég hef aldrei á ævinni farið í ljós.
Þetta var nú ekki svo erfitt. Á ég ekki að klukka fimm manns núna? Eða tvær manneskjur? Eða hvað? Fimm er nú svolítið mikið. Ég klukka tvær. Gauti og Þrándur!
Þá eru þær orðnar tvær
Já, einmitt það. Stúlkur sem hægt er að setja í umhverfi rúmfata og renniefna eru nú orðnar tvær talsins á minni hæð. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar stúlkurnar voru núll talsins. Áhrifin á vinnuafköst eru enn óviss. Líklega verða þau engin.
Nú er tölvukerfið á vinnustaðnum niðri ef internet og tölvupóstur eru undanskilin. Nú er fólk byrjað að líta óþolinmótt í kringum sig. Hugmynd mín um að halda Minesweeper-keppni í deildinni féll í misjafnan jarðveg. Einn hló, annar fraus af undun, þriðji sagði já, svo dæmi séu tekin.
Fréttablaðsgrein afgreidd. Gott. Kannski ég afgreiði DV sem snöggvast. Kannski.
Ef það er eitthvað sem Dönum er alveg skítsama um þá er það smámunasemi gagnvart hreinlæti í kringum mat. Nú var einn að gefa köku sem hann skar með reglustiku sem hann hafði rétt þurrkað af með pappírsþurrku. Á tyrkja-stöðunum er manni yfirleitt skítsama um fjölda broskalla sem heilbrigðiseftirlitið hefur úthlutað fyrir hreinlæti og umgengni um matvælin.
Í einu dagblaðanna í morgun var lesendabréf þess efnis að ein ríkissjónvarpsstöðvanna í Danmörku, TV2, væri að boða "ulta-liberalisme" af því fréttamaður vogaði sér að segja að stöðnun þýska hagkerfisins væri að hluta tilkomin af því að þýsk löggjöf gerði atvinnurekendum svo erfitt fyrir að reka starfsmenn. Lesandinn sagði að fréttamaður hefði a.m.k. átt að taka fram efasemdir um þessa kenningu. Já, ekki þarf mikið til að vera "ulta" í landi Bauna.
Nú er tölvukerfið á vinnustaðnum niðri ef internet og tölvupóstur eru undanskilin. Nú er fólk byrjað að líta óþolinmótt í kringum sig. Hugmynd mín um að halda Minesweeper-keppni í deildinni féll í misjafnan jarðveg. Einn hló, annar fraus af undun, þriðji sagði já, svo dæmi séu tekin.
Fréttablaðsgrein afgreidd. Gott. Kannski ég afgreiði DV sem snöggvast. Kannski.
Ef það er eitthvað sem Dönum er alveg skítsama um þá er það smámunasemi gagnvart hreinlæti í kringum mat. Nú var einn að gefa köku sem hann skar með reglustiku sem hann hafði rétt þurrkað af með pappírsþurrku. Á tyrkja-stöðunum er manni yfirleitt skítsama um fjölda broskalla sem heilbrigðiseftirlitið hefur úthlutað fyrir hreinlæti og umgengni um matvælin.
Í einu dagblaðanna í morgun var lesendabréf þess efnis að ein ríkissjónvarpsstöðvanna í Danmörku, TV2, væri að boða "ulta-liberalisme" af því fréttamaður vogaði sér að segja að stöðnun þýska hagkerfisins væri að hluta tilkomin af því að þýsk löggjöf gerði atvinnurekendum svo erfitt fyrir að reka starfsmenn. Lesandinn sagði að fréttamaður hefði a.m.k. átt að taka fram efasemdir um þessa kenningu. Já, ekki þarf mikið til að vera "ulta" í landi Bauna.
Monday, September 19, 2005
Hressandi pressa
Vægast sagt þéttpökkuð helgi að baki. Nokkrir punktar sem ég þarf að skrifa hjá mér:
Hoppe og einkaeignarrétturinn (hress kall, reykir eins og strompur, andsnúinn lýðræði), Dóri og Hlynur bæði kvöld um næstu helgi, þreyttur í innflutningspartýi, hættur að hringja, góðar kökur.
Nóg í bili.
Hoppe og einkaeignarrétturinn (hress kall, reykir eins og strompur, andsnúinn lýðræði), Dóri og Hlynur bæði kvöld um næstu helgi, þreyttur í innflutningspartýi, hættur að hringja, góðar kökur.
Nóg í bili.
Friday, September 16, 2005
Fyrsta í dag
Líklega verða færslurnar fleiri en ein í dag. Stemmingin er einhvern veginn þannig. Þess vegna er þetta "fyrsta færsla dagsins".
Mig dreymdi furðulegan draum um íslenska stúlku sem býr hérna í Danmörku og ég þekki ekki neitt. Kynferðislegur vissulega en á svolítið skrýtinn hátt því við vorum á almannafæri og hún var ósýnileg á meðan á gjörningnum stóð. Mærkligt. Og nei, óölvaður gef ég ekki nafn hennar upp.
Í kvöld er innflutningsteitið og kominn svolítið fiðringur í mann. Stelpurnar heima hafa verið að fara hamförum í allskyns skipulagningu þetta og innkaup hitt. Vatnspípa var nefnd, skot fyrir gestina, sérreglur vegna sérstaks klósetts í íbúðinni, og sitthvað fleira. Ef einhver er á leið frá Nørrebro þá mætti viðkomandi koma við í sjoppu/grønthandler og kaupa tvær dósir af Red Bull fyrir mig.
Í dag lýkur loksins, og vonandi, vikulöngu verkefni sem hefur sogið upp tíma minn. Ástæðan er fyrst og fremst reynsluleysi, óþolinmæði og óhóflegur metnaður fyrir einhverju sem krefst bara að það sé gert. Góður vikuendir væri lúk þess verkefnis.
Ég tek því sem gríðarlegur hrósi að ég hafi ekki fengið nein viðbrögð við þessum texta. Viðbragðaleysið þýðir, í minni túlkun, að við fáum mótbárum sé hægt að hreyfa og að skoðanir mínar standi ekki bara hvað varðar abstrakt tilfinningarök heldur hardcore raunveruleikann líka.
Mig dreymdi furðulegan draum um íslenska stúlku sem býr hérna í Danmörku og ég þekki ekki neitt. Kynferðislegur vissulega en á svolítið skrýtinn hátt því við vorum á almannafæri og hún var ósýnileg á meðan á gjörningnum stóð. Mærkligt. Og nei, óölvaður gef ég ekki nafn hennar upp.
Í kvöld er innflutningsteitið og kominn svolítið fiðringur í mann. Stelpurnar heima hafa verið að fara hamförum í allskyns skipulagningu þetta og innkaup hitt. Vatnspípa var nefnd, skot fyrir gestina, sérreglur vegna sérstaks klósetts í íbúðinni, og sitthvað fleira. Ef einhver er á leið frá Nørrebro þá mætti viðkomandi koma við í sjoppu/grønthandler og kaupa tvær dósir af Red Bull fyrir mig.
Í dag lýkur loksins, og vonandi, vikulöngu verkefni sem hefur sogið upp tíma minn. Ástæðan er fyrst og fremst reynsluleysi, óþolinmæði og óhóflegur metnaður fyrir einhverju sem krefst bara að það sé gert. Góður vikuendir væri lúk þess verkefnis.
Ég tek því sem gríðarlegur hrósi að ég hafi ekki fengið nein viðbrögð við þessum texta. Viðbragðaleysið þýðir, í minni túlkun, að við fáum mótbárum sé hægt að hreyfa og að skoðanir mínar standi ekki bara hvað varðar abstrakt tilfinningarök heldur hardcore raunveruleikann líka.
Thursday, September 15, 2005
Sykur-overdosis
Sykurmagnið hefur verið gríðarlegt í dag. Vínarbrauð í morgun, kaka eftir hádegismatinn og "romkugler" eftir hádegi. Þetta auk gríðarlegs magns kaffis hlýtur að vera hættuleg blanda. Hvernig væri að banna þetta?
Ég var að læra nýtt hugtak: "Anarkískt frelsi." Einhver mótsagnarlykt er af því. Hver ætli mótsögn þess sé? "Stalínísk stjórn"? Pass. En mér finnst ný hugtök alltaf skemmtileg, og sérstaklega þegar þau eru notuð án þess að nokkur viti hvað þau þýða. Dæmi: Nýfrjálshyggjumaður.
Stóð DV sig í dag?
Svefn minn hefur tekið mikið högg á sig í þessari viku og allt er það bókinni Atlas Shrugged að kenna. Eins og mér gengur að lesa hana núna mun næsta og jafnvel þarnæsta vika líka verða svefnlítil. Þessum litla svefni fylgir ákveðinn kitlandi svimi sem er hvað sterkastur þegar byrjað er að síga á seinnipart dags, eins og núna. Á kvöldin breytist sviminn svo í létta vímu, sem með kvöldbjórunum verður að hálfgerðri ölvun. Mannslíkaminn er merkilegt og magnað fyrirbæri.
Ég má til með að vera leiðinlegur núna og lýsa yfir vonbrigðum með ákveðinn hagfræði/heimspeki-nema (hvers nafn ég læt ósagt í bili). Stuttir sprettir en alls ekki nógu ítarlegir og alls ekki fylgt nægilega eftir.
Pressa, stress, ruglingur og flækja getur stundum verið krydduð blanda, og stundum aðeins of krydduð.
Harðsperrur þriðjudagsfótboltans hafa aldrei horfið fyrr en í þessari viku. Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég upplifði það, en tiltölulega regluleg líkamleg áreynsla virkar í alvöru til að byggja upp líkamlegt þol!
Ég var að læra nýtt hugtak: "Anarkískt frelsi." Einhver mótsagnarlykt er af því. Hver ætli mótsögn þess sé? "Stalínísk stjórn"? Pass. En mér finnst ný hugtök alltaf skemmtileg, og sérstaklega þegar þau eru notuð án þess að nokkur viti hvað þau þýða. Dæmi: Nýfrjálshyggjumaður.
Stóð DV sig í dag?
Svefn minn hefur tekið mikið högg á sig í þessari viku og allt er það bókinni Atlas Shrugged að kenna. Eins og mér gengur að lesa hana núna mun næsta og jafnvel þarnæsta vika líka verða svefnlítil. Þessum litla svefni fylgir ákveðinn kitlandi svimi sem er hvað sterkastur þegar byrjað er að síga á seinnipart dags, eins og núna. Á kvöldin breytist sviminn svo í létta vímu, sem með kvöldbjórunum verður að hálfgerðri ölvun. Mannslíkaminn er merkilegt og magnað fyrirbæri.
Ég má til með að vera leiðinlegur núna og lýsa yfir vonbrigðum með ákveðinn hagfræði/heimspeki-nema (hvers nafn ég læt ósagt í bili). Stuttir sprettir en alls ekki nógu ítarlegir og alls ekki fylgt nægilega eftir.
Pressa, stress, ruglingur og flækja getur stundum verið krydduð blanda, og stundum aðeins of krydduð.
Harðsperrur þriðjudagsfótboltans hafa aldrei horfið fyrr en í þessari viku. Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég upplifði það, en tiltölulega regluleg líkamleg áreynsla virkar í alvöru til að byggja upp líkamlegt þol!
Wednesday, September 14, 2005
Skrif og meiri skrif
Fyrir tveimur tímum hætti ég að vinna í vinnunni og byrjaði að lesa og skrifa, og fyrir vikið er nú nóg framboð af lesefni eftir mig (þótt spurningin sé auðvitað hvort eftirspurnin sé til staðar, þótt mín eigin ánægja af að lesa eigin skrif sé næg til að mér sé mikið til sama). Here goes:
DV á morgun, 200 lítil orð um norska vinstrimenn.
Ósýnilega höndin núna sem tilraun til að svara fyrir vonda grein í Fréttablaðinu í dag (nei, ekki mína!). Oft er gott að hafa skoðanir byggðar á tilfinningu og ásetningi, en stundum er líka gott að hafa eitthvað sem staðfestir þær með tilliti til raunveruleikans.
Í dag er svo vitaskuld hægt að lesa Fréttablaðið, bls. 72, og kannski það blað verði með meira í næstu viku. Ég er a.m.k. með eitthvað fyrir blaðið, hvenær það nú svo sem birtist.
Þannig var það nú.
DV á morgun, 200 lítil orð um norska vinstrimenn.
Ósýnilega höndin núna sem tilraun til að svara fyrir vonda grein í Fréttablaðinu í dag (nei, ekki mína!). Oft er gott að hafa skoðanir byggðar á tilfinningu og ásetningi, en stundum er líka gott að hafa eitthvað sem staðfestir þær með tilliti til raunveruleikans.
Í dag er svo vitaskuld hægt að lesa Fréttablaðið, bls. 72, og kannski það blað verði með meira í næstu viku. Ég er a.m.k. með eitthvað fyrir blaðið, hvenær það nú svo sem birtist.
Þannig var það nú.
Margir boltar í loftinu
Ekki vantar boltana sem ég þarf að halda á lofti samtímis núna. Fyrir utan vinnuna tíðræddu þá eru óteljandi atriði sem þarf að græja fyrir minn ágæta "bofællesskab", og þá aðallega að skrifa nýjan leigusamning og semja um ýmis atriði hans með ímeilum því íbúðareigandinn er í útlöndum út mánuðinn. Svo er auðvitað að fylgjast með því að fimm manneskjur borgi leigu, tryggingar og í sameiginlegan útgjaldasjóð og sjá til þess að einhver skipuleggi hreingerningar. Ofan á þessa litlu athafnir leggst skipulagning teitis á föstudaginn en sem betur fer er það lítið á minni könnu.
Hvenær losna ég við þessar fjárans harðsperrur eftir þriðjudagsfótboltann? Þarf ég kannski að byrja teygja?
Svo virðist sem ónefndur samstarfsfélagi hugsi vinnuna sína í frídögum. Ef hann er með 37 vinnutíma vikumeðaltal eftir síðust 3 mánuði þá er eitthvað mikið skrýtið í gangi. Ætli hann sé að prófa hvað hann kemst langt áður en einhver byrjar að hræra í föstu mánaðarlaununum hans? Er ég kannski bara bitur andskoti sem misskil danskan vinnumóral?
Helgin er að byrja fyllast. Föstudagur: Teiti. Laugardagur+sunnudagur: Fyrirlestraseta. Laugardagskvöld: Teiti. Síðan er aldrei að vita nema maður hitti eins og einn Norðmann til viðbótar við þá sem ég bý með.
Fréttablað dagsins, bls. 72 hvorki meira né minna. Kannski í þurrari kantinum og algjörlega án tengsla við dægurmálaumræðuna, en þarna er ég samt!
Hvenær losna ég við þessar fjárans harðsperrur eftir þriðjudagsfótboltann? Þarf ég kannski að byrja teygja?
Svo virðist sem ónefndur samstarfsfélagi hugsi vinnuna sína í frídögum. Ef hann er með 37 vinnutíma vikumeðaltal eftir síðust 3 mánuði þá er eitthvað mikið skrýtið í gangi. Ætli hann sé að prófa hvað hann kemst langt áður en einhver byrjar að hræra í föstu mánaðarlaununum hans? Er ég kannski bara bitur andskoti sem misskil danskan vinnumóral?
Helgin er að byrja fyllast. Föstudagur: Teiti. Laugardagur+sunnudagur: Fyrirlestraseta. Laugardagskvöld: Teiti. Síðan er aldrei að vita nema maður hitti eins og einn Norðmann til viðbótar við þá sem ég bý með.
Fréttablað dagsins, bls. 72 hvorki meira né minna. Kannski í þurrari kantinum og algjörlega án tengsla við dægurmálaumræðuna, en þarna er ég samt!
Tuesday, September 13, 2005
Monday, September 12, 2005
Hugurinn reikar
Síðdegi/snemmkvöld á vinnustað, einbeitingin á þrotum en verkefnin ekki, Snickers og kaffibolli í kvöldmat, og skrýtin tilhugsun er sú að ég hreinlega hlakka til að komast heim og halda áfram að lesa í (láns)bókinni minni, sem er einmitt sú sem kostaði mig töluverðan svefn síðustu nótt. Fyrsta hluthyggju-bókmenntaverkið sem ég les og ég get ekki kvartað enn sem komið er!
Dabbi kóngur hætti í pólitík um daginn. Ætli ég verði ekki að segja eitthvað um það. Fyrst eru það staðreyndirnar:
- Sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst allra í Íslandssögunni.
- Sá forsætisráðherra sem minnkaði völd sín hvað mest.
- Sá forsætisráðherra sem fékk hráefnin EES og ríkisstjórn, og breytti í lengsta og stærsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar.
En staðreyndir duga bara hálfa leið. Nú eru það dylgjurnar:
- Var orðinn voðalega pirraður eitthvað.
- Stjórnaði í raun öllu og öllum bak við tjöldin með hótunum og þvingunum.
- Lét ráða frænda sinn annars vegar og gamlan vin hins vegar í stóla hæstaréttardómara.
- Misnotaði kerfið til að troða sér, vanhæfum vitleysinginum með ekkert vit á efnahagsstjórnun, í stól Seðlabankastjóra.
Davíð er þarna einhvers staðar mitt á milli, en líklega nær staðreyndahlutanum en dylgjuhlutanum. Líkur þar með umfjöllun minni um Davíð.
Dabbi kóngur hætti í pólitík um daginn. Ætli ég verði ekki að segja eitthvað um það. Fyrst eru það staðreyndirnar:
- Sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst allra í Íslandssögunni.
- Sá forsætisráðherra sem minnkaði völd sín hvað mest.
- Sá forsætisráðherra sem fékk hráefnin EES og ríkisstjórn, og breytti í lengsta og stærsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar.
En staðreyndir duga bara hálfa leið. Nú eru það dylgjurnar:
- Var orðinn voðalega pirraður eitthvað.
- Stjórnaði í raun öllu og öllum bak við tjöldin með hótunum og þvingunum.
- Lét ráða frænda sinn annars vegar og gamlan vin hins vegar í stóla hæstaréttardómara.
- Misnotaði kerfið til að troða sér, vanhæfum vitleysinginum með ekkert vit á efnahagsstjórnun, í stól Seðlabankastjóra.
Davíð er þarna einhvers staðar mitt á milli, en líklega nær staðreyndahlutanum en dylgjuhlutanum. Líkur þar með umfjöllun minni um Davíð.
Helgarblaðið
Sólin skín, innflutningspartý á föstudaginn næsta (er þér boðið?), vinnuálag ógeðfellt en hressandi og kaffið er gott. Sumsé fín vikubyrjun eftir fína helgi þar sem eitt og annað gerðist og annað ekki, eins og gengur. Norskir ríkisborgarar voru á tímabili þrír á heimilinu um helgina. Ákveðinn léttir þar á ferð, enda verið fátt um gesti síðustu vikurnar, og ástæða þess er ekki skortur á öli í kæliskápnum.
Ég var víst kosinn eitthvað á aðalfundi FÍVDTU á föstudaginn en á eftir að fá staðfest hvaða embætti það var. Nemendafélag sem starfar á laga er víst opið fyrir utanaðkomandi aðilum í stjórn félagsins. Ágætt. Óvænt, en ágætt. Hvar get ég nú fengið að skoða allar fínu myndirnar sem ég tók við tækifærið?
Ég var víst kosinn eitthvað á aðalfundi FÍVDTU á föstudaginn en á eftir að fá staðfest hvaða embætti það var. Nemendafélag sem starfar á laga er víst opið fyrir utanaðkomandi aðilum í stjórn félagsins. Ágætt. Óvænt, en ágætt. Hvar get ég nú fengið að skoða allar fínu myndirnar sem ég tók við tækifærið?
Friday, September 09, 2005
Fløskudagshugvekjan
Þá er kominn föstudagur. Það er gott. Ég mæti ólöglega en boðinn á aðalfund félags-íslenskra-stúdenta-við-danmarks-tekniske-universitet á eftir, drekk bjór þess ágæta félags og vonandi verður bærinn málaður hlandgulur þegar líður á. Enn ágætt.
Ekki sinnti Fréttablaðið mér í dag. Kannski á morgun? Kannski tónninn í því sem ég skrifaði sé ekki sá geðþekkasti en þannig verður maður jú stundum að vera inn á milli.
Hver eftirfarandi athafna eru stærstu svikin við atvinnuveitanda sinn:
Helgin byrjar eftir 2 klst og áfram með smjörið þangað til!
Ekki sinnti Fréttablaðið mér í dag. Kannski á morgun? Kannski tónninn í því sem ég skrifaði sé ekki sá geðþekkasti en þannig verður maður jú stundum að vera inn á milli.
Hver eftirfarandi athafna eru stærstu svikin við atvinnuveitanda sinn:
- Tala lengi og oft í símann við einhverja sem koma vinnunni ekkert við?
- Ganga um og hefja óvinnutengdar samræður við alla sem eru þannig upplagðir?
- Reykja í 5-10 mínútur á hverjum klukkutíma án þess að það komi niður á öðrum almennum pásum sem fólk tekur sér?
- Mæta í seinna fallinu og fara í fyrra fallinu á hverjum vinnudegi?
- Blogga?
Helgin byrjar eftir 2 klst og áfram með smjörið þangað til!
Thursday, September 08, 2005
Kostir útlandsins
Einhvern tímann sagði ég að það væri svo ágætt að búa ekki á Íslandi því þá losnar maður alveg við þorpsbúaháttinn í kringum sig, þar sem allir vita allt um alla og vilja ólmir deila því með öllum og allir vilja hlusta. Annar kostur er síðan sá að ég get skrifað um alla í kringum mig á þessari síðu og verið ansi hreinskilinn án þess að eiga á hættu að lenda í "hr. A og hr. B"-aðstæðum.
Ókosturinn er auðvitað sá að baktal og slúður eru einfaldlega skuggahliðar vinskaps, og þótt ekki vanti félagsskapinn í Danmörku þá vantar óneitanlega vinina. Hins vegar er ekkert varanlegt. Tveggja ára planið segir að ég ætli að sjá til hvað ég geri og hvar og til lengri tíma litið er engu að kvíða.
En hvað með að skrifa þá örlítið um Dani hér og nú? Ekki af því ég hef eitthvað merkilegt að skrifa, heldur af því tilhugsunin um að Daninn geti ekki lesið skrifin er svo fyndin.
Sambýlingar mínir eru:
Tara og Bodil frá Noregi, Christina frá Svíþjóð, Tine frá Danmörku og eini karlkynssambýlingurinn, Jon frá Danmörku. Jon er heima í ca. 2*2 klst á viku (býr annars hjá kærustunni sinni) svo ég er eiginlega eini haninn í kofanum. Bodil er dugleg að þrífa hitt og þetta, taka til og kaupa það sem vantar í búið. Tara er sú hressasta og það er alveg nóg. Christina er róleg en undir niðri blundar húmoristinn. Hún er reyndar grænmetisæta sem þýðir jóga-tónlist, skrýtnar sérvenjur og ónýtt mataræði, en er fyrirgefið því hún er leiklistarnemi. Tine er sú elsta í íbúðinni, einhvers konar forritari, með tæknileg atriði hvað varðar samskipti við eiganda íbúðarinnar á hreinu og mikla reynslu af því að búa með öðru fólki og vita hvað þarf að skipuleggja og hvað þarf að hafa skriflegt.
Þá vitiði það. Innflutningspartý er áætlað 16. september. Þeir koma sem vilja.
Ókosturinn er auðvitað sá að baktal og slúður eru einfaldlega skuggahliðar vinskaps, og þótt ekki vanti félagsskapinn í Danmörku þá vantar óneitanlega vinina. Hins vegar er ekkert varanlegt. Tveggja ára planið segir að ég ætli að sjá til hvað ég geri og hvar og til lengri tíma litið er engu að kvíða.
En hvað með að skrifa þá örlítið um Dani hér og nú? Ekki af því ég hef eitthvað merkilegt að skrifa, heldur af því tilhugsunin um að Daninn geti ekki lesið skrifin er svo fyndin.
Sambýlingar mínir eru:
Tara og Bodil frá Noregi, Christina frá Svíþjóð, Tine frá Danmörku og eini karlkynssambýlingurinn, Jon frá Danmörku. Jon er heima í ca. 2*2 klst á viku (býr annars hjá kærustunni sinni) svo ég er eiginlega eini haninn í kofanum. Bodil er dugleg að þrífa hitt og þetta, taka til og kaupa það sem vantar í búið. Tara er sú hressasta og það er alveg nóg. Christina er róleg en undir niðri blundar húmoristinn. Hún er reyndar grænmetisæta sem þýðir jóga-tónlist, skrýtnar sérvenjur og ónýtt mataræði, en er fyrirgefið því hún er leiklistarnemi. Tine er sú elsta í íbúðinni, einhvers konar forritari, með tæknileg atriði hvað varðar samskipti við eiganda íbúðarinnar á hreinu og mikla reynslu af því að búa með öðru fólki og vita hvað þarf að skipuleggja og hvað þarf að hafa skriflegt.
Þá vitiði það. Innflutningspartý er áætlað 16. september. Þeir koma sem vilja.
Wednesday, September 07, 2005
Gamli takturinn allur að koma til
Bullandi stuð á manni núna. Verkefnin í vinnunni hafa aldrei verið fleiri, birtingar í prentmiðlum aldrei verið fleiri, og félagslíf og utan-vinnu-verkefni á hverju strái sem aldrei fyrr. Þetta veldur því að ég er kominn undir sæng fyrir kl 23 á hverju kvöldi og staðinn upp vel fyrir kl 7 á morgnana. Þetta endar með því að ég verð útbrenndur eftir frekar stuttan tíma en ætli það sé nú ekki í lagi. Til hvers að lifa hægt og lengi þegar er hægt að lifa hratt og stutt? Auk þess er bara örstutt til jóla og þá tek ég 2ja vikna frí.
Þetta með álagið í vinnunni er samt ekkert grín. Sem bíllaus fjandi get ég fagnað háu bensínverði á tveimur vígstöðvum: Önnur er sú að ég lendi ekki í aukreitis útgjöldum vegna hækkandi bensínverðs (nema óbeint), og hin að vinnuveitandi minn er að drukkna í pöntunum frá hinum illu og gráðugu olíufélögum sem þrá ekkert heitar en að mergsjúga jörðina af auðlindum sínum.
Lesendur íslenskra prentmiðla ættu að vita að DV birtir um 200 orð eftir mig á morgun, og líklega verða rúmlega 600 orð eftir mig í Fréttablaðinu hinn daginn (óvissa er þó einhver á því). Húrra fyrir því. Látið mig endilega vita af hvoru tveggja ef ske kynni að ég verði utan við mig.
Unnendum skopparatónlistar er bent á Hráefni á Pravda annaðkvöld í boði fyrrum hönks dagsins á þessari síðu, Ómars Ómars Ágústssonar.
Núna er kominn miðvikudagur svo hugurinn er byrjaður að halla að helginni. Er eitthvað planað fyrir utan þá athöfn að innbyrða áfengi?
Þetta með álagið í vinnunni er samt ekkert grín. Sem bíllaus fjandi get ég fagnað háu bensínverði á tveimur vígstöðvum: Önnur er sú að ég lendi ekki í aukreitis útgjöldum vegna hækkandi bensínverðs (nema óbeint), og hin að vinnuveitandi minn er að drukkna í pöntunum frá hinum illu og gráðugu olíufélögum sem þrá ekkert heitar en að mergsjúga jörðina af auðlindum sínum.
Lesendur íslenskra prentmiðla ættu að vita að DV birtir um 200 orð eftir mig á morgun, og líklega verða rúmlega 600 orð eftir mig í Fréttablaðinu hinn daginn (óvissa er þó einhver á því). Húrra fyrir því. Látið mig endilega vita af hvoru tveggja ef ske kynni að ég verði utan við mig.
Unnendum skopparatónlistar er bent á Hráefni á Pravda annaðkvöld í boði fyrrum hönks dagsins á þessari síðu, Ómars Ómars Ágústssonar.
Núna er kominn miðvikudagur svo hugurinn er byrjaður að halla að helginni. Er eitthvað planað fyrir utan þá athöfn að innbyrða áfengi?
Tuesday, September 06, 2005
Aksjón
Þá er HP2 orðinn bankastarfsmaður og þar með kominn í fríðan hóp manna og kvenna sem mæta í vinnuna með bindi/í dragt. Hersteinn í dragt? Æsandi tilhugsun.
Tveir fundir í vinnunni í dag og mér finnst eins og það sé búið að sjúga allan merg úr beinum mínum. Þeir sem þekkja til danskra funda vita nákvæmlega hvað ég er að tala um. Aðrir ættu að hafa heyrt nóg til að sýna mér samúð.
Þessi glampandi sól í vikunni er óskiljanleg. Ég hafði boðað komu haustsins fyrir löngu en nú stefnir í sveittan vinnufótbolta í glampandi sól.
Ég má til með að hrósa djammi laugardagsins aftur. Ég brosi hreinlega við tilhugsunina. Í sögulegu samhengi mun það kannski ekki standa uppúr, en gott var það samt. Verst ég þekki ekki helminginn af fólkinu sem var svona hressandi.
Tveir fundir í vinnunni í dag og mér finnst eins og það sé búið að sjúga allan merg úr beinum mínum. Þeir sem þekkja til danskra funda vita nákvæmlega hvað ég er að tala um. Aðrir ættu að hafa heyrt nóg til að sýna mér samúð.
Þessi glampandi sól í vikunni er óskiljanleg. Ég hafði boðað komu haustsins fyrir löngu en nú stefnir í sveittan vinnufótbolta í glampandi sól.
Ég má til með að hrósa djammi laugardagsins aftur. Ég brosi hreinlega við tilhugsunina. Í sögulegu samhengi mun það kannski ekki standa uppúr, en gott var það samt. Verst ég þekki ekki helminginn af fólkinu sem var svona hressandi.
Monday, September 05, 2005
Uppselt?
Ekki ætlar að taka langan tíma að selja upp alla miðana á Depeche Mode hér í Kaupmannahöfn í febrúar. Kaupið alla þá miða sem þið hafið efni á! Ef enginn félagi finnst verður létt verk að selja á svarta markaðnum. Ég náði í þrjú stykki á milliverðinu, ekki á besta stað en vonandi ekki þeim versta heldur. Hvað tókst þér að ná í?
Heimilislegur
Nýju konurnar fjórar í heimilislífi mínu eru að reynast skrambigóður félagsskapur. Nú er búið að endurskipuleggja stofuna með fullt af nýjum húsgögnum, þrífa stór svæði hátt og lágt og setja saman allskyns hreingerningarplön sem vitaskuld þarf að ræða, og þess vegna er búið að setja niður fund í kvöld. Allskonar sápur og hreinsiefni eru nú til á heimilinu, frystikistan orðin nothæf aftur, klósettið laust við köngulær í bili og ryk farið af helstu yfirborðsflötum.
Bærinn var óvenjuhressandi um helgina. Nokkur minningarbrot: Góður fótboltaleikur í góðum félagsskap, hjúkkur á öllum aldri á Underground, besti dráttur Íslands (óstaðfest), heimspeki+hagfræði og ljósir lokkar, Ideal-bar, buxnalaus á Moose, bólgin litlatá vinstri fótar. Hitt kemur seinna.
Haustið er komið til Köben.
Bærinn var óvenjuhressandi um helgina. Nokkur minningarbrot: Góður fótboltaleikur í góðum félagsskap, hjúkkur á öllum aldri á Underground, besti dráttur Íslands (óstaðfest), heimspeki+hagfræði og ljósir lokkar, Ideal-bar, buxnalaus á Moose, bólgin litlatá vinstri fótar. Hitt kemur seinna.
Haustið er komið til Köben.
Friday, September 02, 2005
Velkomin "heim"
Nú sýnist mér á öllu að skólar séu byrjaðir aftur. Sjaldséðir fuglar eru að dúkka upp á MSN'inu eftir 3 mánuði í vinnu eða á ferðalögum eða hreinlega eftir 3ja mánaða stanslaust sukk. Velkomin heim á MSN!
Mér finnst að allir eigi að lesa DV á föstudögum, þótt ekki væri nema eins og 15 dálksentimetra.
Mér finnst að allir eigi að lesa DV á föstudögum, þótt ekki væri nema eins og 15 dálksentimetra.
Thursday, September 01, 2005
Subscribe to:
Posts (Atom)