Líklega verða færslurnar fleiri en ein í dag. Stemmingin er einhvern veginn þannig. Þess vegna er þetta "fyrsta færsla dagsins".
Mig dreymdi furðulegan draum um íslenska stúlku sem býr hérna í Danmörku og ég þekki ekki neitt. Kynferðislegur vissulega en á svolítið skrýtinn hátt því við vorum á almannafæri og hún var ósýnileg á meðan á gjörningnum stóð. Mærkligt. Og nei, óölvaður gef ég ekki nafn hennar upp.
Í kvöld er innflutningsteitið og kominn svolítið fiðringur í mann. Stelpurnar heima hafa verið að fara hamförum í allskyns skipulagningu þetta og innkaup hitt. Vatnspípa var nefnd, skot fyrir gestina, sérreglur vegna sérstaks klósetts í íbúðinni, og sitthvað fleira. Ef einhver er á leið frá Nørrebro þá mætti viðkomandi koma við í sjoppu/grønthandler og kaupa tvær dósir af Red Bull fyrir mig.
Í dag lýkur loksins, og vonandi, vikulöngu verkefni sem hefur sogið upp tíma minn. Ástæðan er fyrst og fremst reynsluleysi, óþolinmæði og óhóflegur metnaður fyrir einhverju sem krefst bara að það sé gert. Góður vikuendir væri lúk þess verkefnis.
Ég tek því sem gríðarlegur hrósi að ég hafi ekki fengið nein viðbrögð við þessum texta. Viðbragðaleysið þýðir, í minni túlkun, að við fáum mótbárum sé hægt að hreyfa og að skoðanir mínar standi ekki bara hvað varðar abstrakt tilfinningarök heldur hardcore raunveruleikann líka.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Takk fyrir tipsið í gær frændi, sendi email og fékk svar um hæl! Jákvætt! :)
Góða skemmtun í kvöld!!
Vá hvað mig langar að vera í innflutningspartýinu...
Verður ekki annað partý hjá ykkur 21 eða 22 okt :)
Ingigerður: Anytime, anything!
Haukur: Jú er það ekki bara?
"Ég tek því sem gríðarlegur hrósi að ég hafi ekki fengið nein viðbrögð við þessum texta. Viðbragðaleysið þýðir, í minni túlkun, að við fáum mótbárum sé hægt að hreyfa og að skoðanir mínar standi ekki bara hvað varðar abstrakt tilfinningarök heldur hardcore raunveruleikann líka."
Bara til að vera leiðinlegur, en þessi texti segir ekki neitt, þarna er ekkert farið út í orsök og afleiðingu, heldur eingöngu skoðuð falleg línurit. Kannski þú ættir líka að pósta þessari ágætu grein þar sem einhverjir fleiri en vinir og kunningjar lesa. (Og svo jólasveinar eins og ég)
Hæ jólasveinn ég skal reyna koma þessum skrifum í dagblað og fullyrða enn meira. Annars vísa ég í upprunalegu skýrsluna, ekki nema 20 bls sem þarf að lesa, og mér hefur ekki tekist að finna neitt lesefni sem hrekur fullyrðingar þeirra sem segja að mikið efnahagslegt frelsi leiði til mikilli lífskjarabóta hjá öllum sem þess njóta. Ég bið hér með um hjálp til að finna slíkan texta.
Hef ekki lesið umræddan texta en ekki gleyma því að sumt þykir ekki svara vert ...
Post a Comment