Sólin skín, innflutningspartý á föstudaginn næsta (er þér boðið?), vinnuálag ógeðfellt en hressandi og kaffið er gott. Sumsé fín vikubyrjun eftir fína helgi þar sem eitt og annað gerðist og annað ekki, eins og gengur. Norskir ríkisborgarar voru á tímabili þrír á heimilinu um helgina. Ákveðinn léttir þar á ferð, enda verið fátt um gesti síðustu vikurnar, og ástæða þess er ekki skortur á öli í kæliskápnum.
Ég var víst kosinn eitthvað á aðalfundi FÍVDTU á föstudaginn en á eftir að fá staðfest hvaða embætti það var. Nemendafélag sem starfar á laga er víst opið fyrir utanaðkomandi aðilum í stjórn félagsins. Ágætt. Óvænt, en ágætt. Hvar get ég nú fengið að skoða allar fínu myndirnar sem ég tók við tækifærið?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Legg til að þú bjóðir Ingimari Helgasyni félaga okkar sem er víst nýfluttur út til þín!
ingimarhelgason@hotmail.com
Kv,
Kobbi
Ljómandi! Það hefur hér með verið gert.
Post a Comment