Thursday, September 22, 2005

Utanviðmig

Jahérna hvað ég get verið utan við mig. Fréttablað gærdagsins, bls 62 á tölvutæka forminu. Búið að bæta við millifyrirsögnum (með stafsetningarvillum og þaðan af verra) og gvuð má vita hvað, en að stofni til eitthvað eftir mig. Húrra fyrir því, hvað sem öllu öðru líður.

Ég hef áður minnst á þær tvær stúlkur sem vinna á minni hæð sem eru rúmfata- og renniefnisvænar. Núna hef ég þá kenningu að fyrr en síðar muni þær tvær kynnast og fara saman í hádegismat og spjalla saman í kaffipásum. Þannig virkar kvenfólk yfirleitt. Nú er að sjá hvað setur.

DV á morgun. Efni: Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

2 comments:

-Hawk- said...

Hmmm... hlakkar til að sjá þína skoðun á því :)

Geir said...

Ég er búinn að senda frá mér og er því opinn fyrir öllum tilgátum!