Monday, November 08, 2004

Pinuponsu politik

George W. Bush nadi endurkjøri sem forseti USA. Thad gerdi hann med thvi ad stíla inn a akvedna markhopa medal bandariskra kjosenda, svo sem theirra sem eru a moti fostureydingum, genarannsoknum, giftingum homma og almennt øllu sem finnst ekki i bibliunni. Vondar forsendur endurkjørs segi eg, en eg segi lika ad med thvi ad halda John Kerry frá hafi kristnir ihaldsseggir i USA bjargad hagkerfi USA og thar med heimsins. A thvi munu allir græda i ordsins vidasta skilningi, og hver heldur i alvørunni ad Bush geti haldid hommum utan vid hjonaband og konum utan vid fostureydingar?

Kannski eg utskyri mal mitt betur... seinna.

4 comments:

Thrandur said...

Að Bush hafi á fölskum forsendum bjargað hagkerfi heimsins? Þetta er nú hæpin staðhæfing. Staðreyndir:
#1: Tímaritið the economist (þ.e. "hagfræðingurinn") var búið að lýsa yfir stuðningi við JK. Varla gerðu þeir það að óathuguðu máli.
#2 Fjárlagahallinn í BNA er að slá ný met og ekki sér fyrir endann á fylleríinu. Því til stuðnings má benda á að €/US$ var að ná hæsta gildi sínu í dag. Etv. hressandi fyrir bandarísk fyrirtæki en alls ekki trygging fyrir betri vegsæld (einkum vegna #3)
#3 Friði í heiminum er ekki best borgið með "war president" við völd. Margir eru farnir að sjá ógeð í því sem er bandarískt og einkum ísraelskt og stríð er algerlega af hinu illa. Ég sé ekki hvernig það bjargar hagkerfi heimsins nema síður sé. Af þessum sökum má telja líklegt að neytendur sniðgangi bandarískar vörur sem kemur niður á #2.

Jesus W. Bush (M.Moore) er mjög ólíklega skársti maðurinn við völd. Að minnsta kosti hefur hann stóra og mikla galla sem erfitt er að líta framhjá.

Geir said...

Eg held samt ad eg geti ekki lyst yfir studningi vid Kerry-lottóid, thar sem likurnar a vinningi breytast dag fra degi. JK var sidur en svo med skynsamlegar hugmyndir fyrir bandariska hagkerfid og var oftar en ekki med sosialisma a bodstolum. The Economist er hrætt vid fjarlagahalla, en eg held ad thad annars agæta timarit og Øssur Skarphedinsson ættu ad finna ser ønnur ahyggjuefni.

Sja ad gamni:
http://www.andriki.is/getOneArticle.asp?art=17012003

Thrandur said...

Stutta útgáfan af svari: Mér finnst eins og þér hætti við að trúa vefþjóðviljanum og séra Friedman of mikið í blindni.

Það er þó bara mín skoðun.

Geir said...

Friedman og Vefthjodviljinn eru engin Biblia, en their høggva nær mer en margir adrir.

Hvad fjarlagahalla vardar tha eru til tvær leidir til ad tækla hann:
1. Standa fastur a hagvaxtarurrædum eins og skattalækkunum og afnámi reglugerda, vitandi vits ad atvinnulifid dafnar vid slika medferd og mun a endanum hruga sedlunum inn i rikiskassann.
2. Hækka skatta og borga upp fjarlagahallann sem allrafyrst.
Eg, Bush, Friedman og Vefthjodviljinn erum hrifnari af urrædi nr 1. Kerry hefur ekki gefid til kynna ad thad sama se hægt ad segja um hann. Thar med enda trúarbrøgd min.