Monday, March 21, 2005

Mikil ósköp

Mikið er ég glaður að Skattstjórinn ákvað að gefa almennan frest á skilum á skattframtali. Ég hafði nefninlega ekki hugmynd um að það væri kominn þessi tími árs. "Seinasti" skilafrestur dugði því ágætlega til að biðja um frestun.

Note to self: 2. apríl.

Grein hefur verið skrifuð. Mikið djöfull tekur langan tíma fyrir ónefndan prentmiðil að birta. Mánuður? Bölvaðir.

Ætti maður að skella sér til Íslands yfir sumarið og taka smá vertíð í einhverju starfinu sem býður upp á ótakmarkaða vinnu? Mig langar voðalega lítið að flytja aftur til Íslands - þ.e. ef ekki væri fyrir alla vini og fjölskyldu, sem er aftur frekar öflug dráttartaug á klakann góða. Conflicts.

1 comment:

Anonymous said...

Eg spyr sjalfan mig oft ad tvi i utlondum; hvers vegna i oskopunum madur se ad eltast vid klakann...

Vedrid sokkar, allir ad farast ur stressi, olid a uppsprengdu verdi...

Tannig ad fyi ta ert tu ekki sa eini sem huxar svona - Besser